Júróvisjón og ástand vestrænnar menningar

Söngvakeppnin kennd við Evrópu er menningarfyrirbæri. Þar má lesa hvernig háttar samfélaginu sem fyrirbærið tilheyrir. 

Glitrandi skrautbúningar og frökk sviðsframkoma réð ferðinni í sumum atriðum. Þar sveif yfir vötnum andi hnignunar. Búlgaría tefldi fram saklausri stúlku sem dásamaði föður sinn. Úkraína sýndi þjóðlegan fróðleik með hvassri þjóðernishyggju. Atriði Frakklands var óður til veraldarhyggju þar sem innflytjandi söng nútímaútfærslu af þjóðsöngnum La Marseillaise. Framlag Þjóðverja var yfirlýsing að þeim þætti keppnin leiðinleg. Bretar sendu Brexit-framlag.

Ítalska sigurlagið var dauðarokk hljómsveitar með norrænu nafni og söngvara sem ekki vissi almennilega í hvaða heimi hann ferðaðist.

Framlag Íslendinga var heilsteyptur þjóðarsómi, bæði söngatriðið og stigakynningin. Sviðsatriðið var upptaka í leikskólastíl þar sem sungið var á útlensku. Stigakynningin var senuþjófur. Búralegur kynnir gaf 12 stig til dægurlags sem ekki var í keppninni.

 


mbl.is Segist ekki hafa neytt kókaíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband