RÚV yfirtekur BÍ - en kvartar undan Samherja

Fréttamenn á RÚV eru í Félagi fréttamanna, sem er innan vébanda BHM. En til að styrkja stöðu sína ákváðu RÚV-arar að yfirtaka Blaðamannafélag Íslands, BÍ, með framboði Sigríðar Daggar.

Heiðursmannasamkomulag hefur verið um að fréttamenn RÚV láti BÍ í friði enda taka þeir laun samkvæmt kjarasamningi Félags fréttamanna. 

Yfirtaka RÚV á BÍ var gagngert til að styrkja stöðu RÚV í áróðursstríði gegn Samherja. Sigríður Dögg var varla sest í formannsstólinn þegar hún hóf atlögu að Morgunblaðinu fyrir að birta auglýsingu frá Samherja. 

En, sem sagt, Samherji má ekki hafa skoðun á hvernig RÚV sækir sér skotfæri í áróðursstríðinu. Segir RÚV.


mbl.is Samherji hafi reynt að hafa áhrif á formannskjör BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæri gegn veruleikanum

Hversdagslegur skilningur á veruleikanum er sá að hann sé óháður hvað fólki finnst og sýnist, einfaldlega er. Stundum er snúið að lýsa veruleikanum og sumt er alltaf háð innri vitund. Það er til dæmis hægt að sýna beinbrot með tækni sem gegnumlýsir líkamann en ekki hægt með sama hætti að sýna tilfinninguna að vera fótbrotinn. Tilfinningin er bundin við einstaklinginn sem finnur hana.

Engu að síður. Veruleikinn er hlutlægur og liggur utan vitundar okkar, þótt okkur finnist margt misjafnt um þennan veruleika.

Samsæriskenningar eiga það sameiginlegt að spila á tilfinningar manna fremur en að lýsa hlutveruleikanum. Loftslagssamsærið, að jörðin sé að farast vegna manngerðs veðurfars, er tilbúningur, hönnuð frásögn. Í einn stað sækir loftslagssamsærið flugufót í vísindin en í annan stað spilar samsærið á heimsendatrú sem fylgt hefur manninum frá örófi alda. Biblían segir frá efsta degi, Völuspá frá ragnarökum. Al Gore og Gréta Thunberg klappa steininn um óbyggilegan heim vegna koltvísýrings. Í stað guðs og Loka kemur CO2.

Kínaveiran er ósýnileg auganu, líkt og guð, Loki og koltvísýringur. En með þekktri tækni er hægt að finna veiruna, greina og búa til mótefni. Sögulok skyldi ætla. En, nei, það hlýtur að vera eitthvað meira á bakvið, alheimsafl sem prufukeyrir heimsendi með farsóttinni.

Eitt einkenni á heiminum, veruleikanum sem sagt, er að hann verður ekki skilinn til fulls. Maðurinn sem tegund er afurð náttúrunnar. Eplið kennir ekki eikinni að vaxa. Vandi mannsins er takmarkaður skilningur en nær óendanlegt ímyndunarafl.

Nýjasta samsæriskenningin snýst um fljúgandi furðuhluti. Æðstu hermálayfirvöld í Bandaríkjunum, Pentagon, eru sögð birta innan skamms skýrslu sem rennir stoðum undir vitsmunalíf utan veruleikans. Einmitt það sem við þurfum núna: fljúgandi álfa á Teslum sem keyptar voru fyrir rafmynt.

Eru álfar kannski menn? er spurt í dægurlagatextanum. Svarið er þetta: ekkert nema.


mbl.is Faraldur samsæriskenninga nær fótfestu í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband