Benedikt hafnar heiðurssæti

Heiðurssætið á framboðslista stjórnmálaflokka er það neðsta. Það er að jafnaði frátekið fyrir flokksfólk komið af léttasta skeiði til að kemba pólitískar hærur í ró og spekt.

Benedikt Jóhannesson stofnaði Viðreisn. Hann fékk tilboð um heiðurssæti á lista flokksins þegar hann sóttist eftir efsta sætinu og að leiða framboðið.

Það er hægt að móðga í ró og spekt.


mbl.is Benedikt boðið neðsta sæti á lista Viðreisnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur náttúran mengað?

Óspillt náttúra er samkvæmt skilgreiningu hrein af brölti mannsins. Eldgos er náttúrulegt ferli og óspillt í þeim skilningi að mannshöndin kemur hvergi nærri.

Samt finnst okkur sjálfsagt að tala um ,,mengun" af eldgosi og að náttúruna þurfi að hemja. En í hinu orðinu skal náttúran vera óspjölluð af manninum. Svolítið mótsagnakennt og kannski eilítið sjálfhverft.

Málið verður enn sérkennilegra þegar haft er í huga að við eyðum ógrynni fjármuna við að draga úr framleiðslu mannsins á náttúrulegu efni sem kallast koltvísýringur, CO2, en látum okkur í léttu rúmi liggja þegar móðir náttúra stóreykur slíka framleiðslu. Til dæmis með eldgosi.

Er hægt að tala um glæpi náttúrunnar gegn sjálfri sér þegar hún hagar sér á annan veg en maðurinn kýs?


mbl.is Gosmengun býr til blóðrauða sól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband