Alþingi biðji Geir afsökunar á ákæru

Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra var dæmdur í landsdómi 2012 fyrir embættisverk í aðdraganda hrunsins 2008. Ákæran á hendur Geir var pólitísk, á forsendum sitjandi meirihluta á alþingi, ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Óréttmætt var að ákæra stjórnmálamenn fyrir embættisverk sem unnin voru innan ramma laga og í góðri trú. Margt fór miður í aðdraganda hrunsins og það gildir líka um eftirmálin. Ákæran á hendur Geir stendur upp úr mistökum eftirhrunsins.

Sigmundur Davíð heldur málinu vakandi og leggur til að alþingi biðji Geir afsökunar ákærunni. Geir yngist ekki, frekar en við hin. Það væri mannsbragur á þingmönnum er sitja alþingi í dag að viðurkenna að ákæran var byggð á röngum forsendum. Einmitt sökum þess að Geir er enn hérna megin eilífðarinnar og all nokkrir sitja enn á þingi sem greiddu ákærunni atkvæði sitt. Alþingi situr uppi með þá skömm að hafa gert pólitík að glæp. Þingheimur allur yxi í áliti að breyta rétt í þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vel mælt og drengilega.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.3.2021 kl. 16:05

2 Smámynd: Skúli Bergmann

Sammála þó fyrr hefði verð.

Skúli Bergmann, 4.3.2021 kl. 18:03

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvort þeir eru menn til að biðjast afsökunar á misgjörðum sínum er spurning, en án efa væri það merki um manndóm.

Ragnhildur Kolka, 4.3.2021 kl. 19:02

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þingheimur allur já; nægði þá meirihluti þingmanna til þess að hreinsa þingheim af (glæpsamlegu) skömminni? Einhverjir eru að bjóða sig fram í næstu þingkosningum,sem dæmdu þennan mann,auk þeirra sem eru núna.

Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2021 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband