RÚV: nauðgun er í lagi, símtal er glæpur

Trúnaðarmaður Pírata, útlendingar, var dæmdur fyrir nauðgun í vikunni. Nauðgun er alvarlegur glæpur og skyldi ætla að RÚV velti hverjum steini til að upplýsa hvernig og á hvaða forsendum útlenski nauðgarinn fékk landvist á Íslandi. Hver eru tengsl nauðgarans við þingflokk Pírata? 

Þá er nauðgunardómurinn tilefni til frétta um afbrotahneigð útlendinga á vesturlöndum, einkum þeirra útlendinga sem koma frá framandi menningarheinum. Tölfræði glæpa á Íslandi væri hægt að rýna í og kanna hlut útlendinga. Einnig er hægt að spyrja um ábyrgð lögfræðinga og þingflokka sem tryggja landvist misindismanna.

Nauðgunardómurinn, með öðrum orðum, gefur tilefni til raðfrétta á RÚV um nauðgunarmenningu.

En það er ekkert að frétta á Efstaleiti þegar kemur að ómenningu nauðgara.

Aftur býður RÚV upp á raðfréttir af símtali dómsmálaráðherra við lögreglustjóra og gerir sitt ítrasta að tortryggja símtalið.

Fréttaskilaboðin frá RÚV eru þau að nauðgun sé léttvæg en símtal glæpur.


Bloggfærslur 27. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband