Neyðarástand í Noregi

Stór hluti Noregs er lokaður til að bregðast við afbrigði Kínaveirunnar sem þykir sérstaklega hættulegt.

Tæpu ári eftir að Kínaveiran stakk sér niður er enn á brattann að sækja.

Um leið og Norðmönnum er óskað velfarnaðar í sóttvörnum er að vona að ekki komi til sambærilegs neyðarástands á Íslandi.


mbl.is Öllu lokað á tæplega milljón Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsbanki og stjórnarskráin

Sjálfstæðisflokkurinn vill selja hluta Íslandsbanka fyrir kosningar og Vinstri grænir breyta hluta stjórnarskrárinnar. Hvor stjórnmálaflokkurinn um sig vill geta sagt við afmarkaða kjósendahópa sjáið, þetta gerðum við.

Í hvorugu tilfellinu er um að ræða brýnt mál eða skýran ávinning. Bankakerfið virkar, þjónustar fólk og fyrirtæki, býr við aðhald, stuðlar að nýjungum og skilar afkomu í takt við hagkerfið í heild. Stjórnarskráin hefur virkað í marga áratugi. Hvers vegna að breyta því sem virkar?

Annar samnefnari er hrunið. Bankakerfið er á forræði ríkisins eftir að einkaframtakið keyrði alla banka landsins í gjaldþrot 2008. Stjórnarskrármálið er á dagskrá sökum þess að ýmsir jaðarhópar samfélagsins, kenndir við búsáhaldabyltingu, sögðu stjórnarskrána ábyrga fyrir hruninu.

Pólitísk mál þurfa að þroskast til að verða hæf til úrskurðar, af eða á. Hvorki salan á Íslandsbanka né stjórnarskrármálið eru nægilega þroskuð í pólitískri umræðu til að vera hæf til ákvarðanatöku. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ættu setja sín hjartans mál neðar í forgangsröðina. Hvorugt málið er þjóðinni kært. Stjórnarflokkar ættu ekki að efna til úlfúðar þegar friður er í boði.


mbl.is „Ekkert ákall frá almenningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband