Miðvikudagur, 16. september 2020
Ekkert haustfrí frá veirunni
Vonir stóðu til að hægt væri að aflétta frekar sóttvörnum um næstu mánaðarmót. Kennarar og nemendur sáu fram á að skólastarf færðist í eðlilegt horf.
Sú von er úti. Háskólinn ætlar að kenna fjarnám til áramóta hið minnsta og trauðla fá framhaldsskólar frekari undanþágur þegar veiran grasserar einkum meðal ungs fólks.
Vesen.
![]() |
Ættum að búa okkur undir nýja bylgju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16. september 2020
Flugfélög svindla á Íslandi
Flugfélög sem fljúga til og frá Íslandi stunda það að flytja inn í landið gerviflóttamenn sem skapa félagsleg vandamál hér á landi. Önnur Evrópuríki taka ekki við flóttamönnum á flugvöllum.
Þetta er ekki nýtt vandamál. Hér er 4 ára gömul umfjöllun um þetta séríslenska svindl flugfélaganna:
Í ESB-ríkjum er í gildi reglugerð 2001/51/EC sem gerir flugfélög fjárhagslega ábyrg fyrir flóttamönnum sem fá ekki stöðu hælisleitenda. Flugfélög neita þess vegna að flytja farþega frá miðausturlöndum og Afríku sem ekki eru með vegabréfsáritun.
Flugfar frá Afríku og miðausturlöndum kostar 300 til 400 evrur. Þýska útgáfan FAZ segir flóttamenn borga 7000 evrur og meira fyrir að komast í manndrápsfleytur yfir Miðjarðarhaf. Þótt krafist sé að reglugerð Evrópusambandsins, um fjárhagslega ábyrgð flugfélaga á flóttamönnum sé afnumin, eru engar líkur á því að það verði gert.
Evrópusambandið hefur ekki minnsta áhuga á að gera þetta séríslenska vandamál, flóttamenn með flugvélum, að sínu.
Einfalt er að koma í veg fyrir innflutning flugfélaganna á útlendum bótaþegum. Það er gert með því að gera flugfélögin fjárhagslega ábyrg fyrir þeim gerviflóttamönnum sem ekki fá stöðu hælisleitenda.
![]() |
Komast hingað skilríkjalaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)