Trump-hatarar óttast liðsmenn sína

Frjálslyndir vinstrimenn vakna upp við vondan draum. Hatursorðræðan sem þeir hafa fóstrað sækir þá sjálfa heim. Þeir sem skrifa undir áskorun um meira málfrelsi og minna hatur eru  innvígðir Trump-hatarar.

Í yfirlýsingunni segir, áður en komið er að kjarna málsins:

The forces of illiberalism are gaining strength throughout the world and have a powerful ally in Donald Trump, who represents a real threat to democracy.

En það er ekki tilgangur yfirlýsingarinnar að berja á Trump, heldur biðjast vægðar á miskunnarleysi pólitíska rétttrúnaðarins.

We are already paying the price in greater risk aversion among writers, artists, and journalists who fear for their livelihoods if they depart from the consensus, or even lack sufficient zeal in agreement.

Í kommúnistasellum fyrr á tíð réð sama hugsun. Þeim sem ekki fylgja flokkslínunni skal útskúfað. Steven Pinker, þróunarsálfræðingur og metsöluhöfundur, segir í viðtali hvernig hann var nærri sviptur æru og titlum í herferð gegn sér. Tilefnið var tíst um smámál. Pinker skrifar undir yfirlýsinguna.

Margt annað vænt fólk skrifar undir. Í yfirlýsingunni er m.a. sagt: réttlæti og frelsi geta ekki án hvors annars verið. Vondar hugmyndir eru afhjúpaðar með gagnrýnni umræðu en ekki boðum og bönnum og enn síður óskhyggju.

En, því miður, vinstrifrjálslyndir Trump-hatarar eru hálfum öðrum áratug of seint á ferðinni með gagnrýnina. Kjör Trump 2016, og líklegt endurkjör í haust, er svar við gengdarlausu vinstrafrjálslyndi fjölmenningar, alþjóðahyggju, fórnarlambadýrkunar og sjálfshatri í seinni tíð sem tröllríður vestrænni menningu frá lokum kalda stríðsins. Einn ábekingur yfirlýsingarinnar er einmitt Francis Fukuyama, aðalhöfundur hugmyndarinnar um ,,endalok sögunnar" þar sem vinstrafrjálslyndi réði ríkjum yfir einu mannkyni undir einu ríkisvaldi. 

Trump, aftur, er biblískt verkfæri: með illu skal illt út reka.

 

 

 


mbl.is Vara við aðför að tjáningafrelsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það hafa margir orðið undrandi á þessari yfirlýsingu, en eins og þú segir - vinstrisinnadir Trump-hatarsr hafa loksins séð ljósið.

Ragnhildur Kolka, 9.7.2020 kl. 14:22

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Páll.

Það sem einkennir þetta lið líberalista er hversu heimskir þeir eru. Hið sama einkenndi Jakobínana sem átu börnin sín. Heimska þess er svo allsráðandi að það veit ekki einu sinni hversu lítið það veit.

Líberalismi er stjórnmálastefna sem vel er hægt að kalla vinstrimennsku. Hún er andstæða eða öndverð íhaldsstefnu. Hún kom miklu síðar fram á hinn pólitíska vettvang, eða sennilega 400 árum á eftir íhaldsstefnunni, en sem ekki var hægt að skilgreina fyrr en andstæða hans kom fram og skilgreindi hana.

Þannig að þegar líberalistar segja og skrifa að til sé eitthvað sem þeir kalla "illiberalism" (og að það sé ógn) þá eru þeir að segja að þeir sem eru ekki vinstrisinnaðir séu hættulegir. Þeir eru í raun að segja að banna eigi allar stjórnmálaskoðanir aðrar en vinstrimennsku. Með öðrum orðum þá eru þessir vinstrimenn einræðishyggjumenn. Þeir þola ekki skoðanir annarra.

Yoram Hazony einn fremsti pólitíski heimspekingur Vesturlanda á okkar tímum, orðar þetta vel hérna: There is No Such Thing as an "Illiberal".

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 9.7.2020 kl. 14:34

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Adam var ekki lengi í Paradís. Eftir hørð viðbrögð frá hugsanaløgreglunni hafa nokkrir undirskrifendur dregið undirskrift sina til baka.Hugrekkið var ekki meira en svo. 

Ragnhildur Kolka, 10.7.2020 kl. 09:04

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fallöxin sem sagt komin með hitasækinn búnað og fætur. Hún fer á fætur og heimsækir skrílinn sem smíðaði hana. Skrílinn mætir smíðaverki sínu.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2020 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband