Formaður VR vinnur gegn eigin félagsmönnum

Margir félagsmenn VR starfa hjá Icelandair, sem þarf nýtt hlutafé til að lifa af. Framlag Ragnars Þórs formanns VR var að leggja til að hlutafjárútboð Icelandair yrði sniðgengið.

Formaður VR og stjórn félagsins vilja svipta félagsmenn VR atvinnunni til að koma höggi á Icelandair. Nú þegar afleiðingar yfirlýsingarinnar renna upp fyrir Ragnari Þór og stjórninni stendur til að afturkalla yfirlýsinguna. Til að ,,bjarga" VR, segir formaðurinn.

Nei, Ragnar Þór, þú ert ekki að bjarga VR heldur eigin skinni. Án VR gætir þú ekki verið pólitískur aðgerðasinni á góðum launum.


mbl.is Leggur til að VR dragi yfirlýsingu til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Varla ætlaði VR að taka þátt í þessu hlutafjárútboði - eða hvað?

Kolbrún Hilmars, 22.7.2020 kl. 13:29

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Er Ragnar Þór ekki búinn að tapa öllum trúverðugleika?

Ragnhildur Kolka, 22.7.2020 kl. 21:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hannn birtist mér á mbl.blog sem "Risaeðlan" eins og hann kallar sig árið 2011; álitlegur ungur maður í baráttu gegn spillingu.- Svo bregðast krosstré sem önnur tré! 

Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2020 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband