Sunnudagur, 2. júní 2019
Katrín treystir á Sigmund Davíð, XD einangrast
Katrín forsætis sagði undir rós í kvöldfréttum RÚV að hún treysti Sigmundi Davíð að halda andstöðunni við 3. orkupakkann áfram til að ríkisstjórnin yrði ekki í þeirri stöðu að samþykkja mál sem hörð andstaða er við, einkum meðal kjósendahópa Vinstri grænna.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur ofuráherslu á 3. orkupakkann. Einkavæðing raforkunnar og fjárfestingatækifæri ásamt bandalagi við djúpríki embættismanna er hvati forystu XD. Katrín, aftur, er vel meðvituð um andstöðu ASÍ og náttúrverndarsinna. Þar liggur kjarnafylgi Vinstri grænna.
Formaður Framsóknar hefur lýst yfir áhuga að fresta orkupakkanum.
Sjálfstæðisflokkurinn er á leið í pólitíska einangrun vegna orkupakkans. Katrín forsætis kann nógu mikið í pólitík til að skynja það. Hún treystir á Sigmund Davíð og Miðflokkinn að keyra skilaboðin heim.
Á meðan situr forysta Sjálfstæðisflokksins í fílabeinsturni djúpríkisins, rökþrota og skilningssljó. Forysta XD er vegin, metin og léttvæg fundin á vettvangi sem ætti að vera heimavöllur hennar; sjálfstæðispólitík.
![]() |
Munu áfram ræða orkupakkann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 2. júní 2019
Miðflokkurinn er umræða, 3OP-sinnar afrita og líma
Miðflokkurinn stendur fyrir umræðu á alþingi um brýnasta mál þjóðarinnar um þessar mundir, forræði náttúruauðlinda. Vegna umræðu Miðflokksmanna koma æ fleiri fram með það sjónarmið að 3. orkupakkinn skerði fullveldið, síðast Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði.
Hvað gera orkupakkasinnar? Jú, þeir afrita og líma rök djúpríkisins.
Miðflokkurinn styrkir umræðuna og umræðan styrkir Miðflokkinn. Tali þingflokkur þeirra sem lengst í þágu þjóðarhagsmuna..
![]() |
Varla gengið út í hið óendanlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 2. júní 2019
Fasisti og maður fólksins - kjarni Trumpisma
Trump fékk kjör sem forseti Bandaríkjanna og nýtur enn traustra vinsælda. Borgarstjóri Lundúna kallar hann fasista og splæsir merkimiðanum á nokkra fleiri leiðtoga: Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, Marine Le Pen, leiðtoga franska Þjóðarflokksins, og Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins.
Þegar stjórnmálamenn með lýðræðislegt umboð fá ítrekað þann stimpil að vera fasistar gangi þeir gegn pólitískum rétttrúnaði er ástæða til að staldra við og spyrja um afleiðingarnar.
Haldi fram sem horfir verður fasisti virðingarheiti stjórnmálamanna sem mótmæla frjálslyndri alþjóðahyggju og djúpríkinu þar á bakvið.
Trunp og fleiri stjórnmálamenn af sama skóla ná árangri með einföld og sönn skilaboð: lýðræði þarf landamæri. Án landamæra ríkir siðleysi fjölmenningar sem splundrar samheldni þjóðfélagsins.
Hagfræði frjálslyndrar alþjóðahyggju, nýfrjálshyggja, ætti að drepa og grafa, segja jafnvel hófsemdarmenn eins og Joseph Stiglitz, sem seint verða sakaðir um Trumpisma.
Síðasta hálmstrá frjálslyndrar alþjóðahyggju er trúin á manngert veðurfar þar sem 16 ára sænsk skólastelpa er sett í hlutverk Jóhönn af Örk sem einfeldningslegur frelsari.
Trumpismi er viðbrögð við öfgum frjálslyndrar aljóðahyggju djúpríkisins.
![]() |
Segir Trump eins og 20. aldar fasista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)