Katrín treystir á Sigmund Davíð, XD einangrast

Katrín forsætis sagði undir rós í kvöldfréttum RÚV að hún treysti Sigmundi Davíð að halda andstöðunni við 3. orkupakkann áfram til að ríkisstjórnin yrði ekki í þeirri stöðu að samþykkja mál sem hörð andstaða er við, einkum meðal kjósendahópa Vinstri grænna.

Sjálfstæðisflokkurinn leggur ofuráherslu á 3. orkupakkann. Einkavæðing raforkunnar og fjárfestingatækifæri ásamt bandalagi við djúpríki embættismanna er hvati forystu XD. Katrín, aftur, er vel meðvituð um andstöðu ASÍ og náttúrverndarsinna. Þar liggur kjarnafylgi Vinstri grænna.

Formaður Framsóknar hefur lýst yfir áhuga að fresta orkupakkanum.

Sjálfstæðisflokkurinn er á leið í pólitíska einangrun vegna orkupakkans. Katrín forsætis kann nógu mikið í pólitík til að skynja það. Hún treystir á Sigmund Davíð og Miðflokkinn að keyra skilaboðin heim.

Á meðan situr forysta Sjálfstæðisflokksins í fílabeinsturni djúpríkisins, rökþrota og skilningssljó. Forysta XD er vegin, metin og léttvæg fundin á vettvangi sem ætti að vera heimavöllur hennar; sjálfstæðispólitík.


mbl.is Munu áfram ræða orkupakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Sjáfstæðisflokkurinn nýtur samt óskorðaðs stuðnigs forseta alþingis við að halda málinu til streitu. Ekki er hann í flokknum.

Landfari, 3.6.2019 kl. 00:32

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Er það sjálfstæðispólitík að innleiða miðstýrðan sósíalisma inn í heilbrigðiskerfið og drepa niður allt sem heitir einkaframtak? Hafa menn heinsótt bráðadeildir Landspítalans nýverið og séð hve margir aldraðir liggja þar fárveikir á göngunum? Hafa menn rætt við starfsfólkið? Hvernig líður því?Vita menn hve margir eru á biðlistum eftir bæklunaraðgerðum og augnaðgerðum? Vita menn hve margir sjúklingar bíða nú eftir plássi á hjúkrunarheimili?

Er þetta sjálfstæðisstefnan í boði VG?

Júlíus Valsson, 3.6.2019 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband