Réttur leikur Bjarna Ben.

Tímabundin ráðstöfun ráðuneytis dómsmála er skynsamleg niðurstaða Bjarna Ben. í kjölfar þess að Sigríður Á. steig tímabundið til hliðar.

Þegar pólitískur hávaði hjaðnar og landsréttarmálið fær faglegri umræðu er hægt að endurskoða þessa ákvörðun.

Sigríður Á. mun fá fullan sigur í málinu af einfaldri ástæðu. Ef dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í landsréttarmálinu stendur óraskaður skapast stórkostleg réttaróvissa um alla álfuna. Kröfur dómstólsins um málsmeðferð við skipan dómara taka ekki mið af hnökrum sem óhjákvæmilegir eru í stjórnsýslu ríkja.


mbl.is Þórdís tekur við dómsmálunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómarar eru djúpríkið - en ekki djúpvitrir

Landsréttardómarar reiða ekki vitið í þverpokum. Þeir hringja í vælubíl almenningsálitsins með því að leggja niður vinnu eftir klofinn dóm í Evrópu og hella olíu á eldinn sem eyðileggur tiltrúna á réttarríkið.

Dómurinn frá Evrópu varðaði aðeins 4 dómara af 15, þ.e. fjórmenningana sem voru hækkaðir upp af lista dómnefndar og ráðherra lagði fyrir alþingi sem samþykkti og forseti kvittaði fyrir.

Landsrétti var í lófa lagið að setja þessa 4 dómara á varamannabekk á meðan umræðan hreinsaði sjálfa sig. 

Dómarar, sem stétt, bera stærsta ábyrgð á landsréttarmálinu. Það var þeirra bjálfaháttur í vali á dómaraefnum, sem braut á ríkjandi jafnréttissjónarmiðum, sem gerði málið pólitískt ómögulegt.

Dómarar ættu að tileinka sér meira af raunsæi og láta af drambinu, - sem er falli næst.


mbl.is Dómararnir enn að meta stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velmegun, vanþakklæti og neikvæðni

Maðurinn er hannaður til að berjast fyrir lífi sínu, afla sér fæðu og er með innbyggða hvata  að fjölga sér. Eftir því sem maðurinn fjarlægist meira náttúrulegt ástand sitt verður hann vanþakklátur og neikvæður.

Velmegun eykur frekju. Slagorð eins og ,,lág laun eru ofbeldi" eru borin fram af fólki sem vill framfærslu án þess að dýfa hendi í kalt vatn. Náttúruval sá til þess fyrr á tíð að vælukjóar þrifust ekki.

Ef samfélag er í hættu eykst aftur samheldnin og fólk verður þakklátt fyrir að tóra sæmilega.

Neikvæðnin og vælið í umræðunni er afleiðing velmegunar og öryggis sem rænir manninn frumþörfinni; að berjast fyrir lífi sínu.

 


mbl.is Neikvæð umræða hefur áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband