Merkel tapar Þýskalandi

Þýskaland var ekki tilbúið fyrir frjálslynda flóttamannastefnu Angelu Merkel  kanslara. Andstæðingum opingáttarstefnunnar fjölgar í takt við fréttir af vandræðum sem flóttamannastraumurinn veldur þýsku samfélagi.

Frávísun skilríkjalausra flóttamanna á landamærunum yrði rothögg á stefnu Merkel. 

Merkel hefur þegar tapað stuðningi almennings. Valið er Merkel stendur frammi fyrir er hvort hún fórnar ríkisstjórninni til að halda andlitinu eða viðurkennir nýjan pólitískan veruleika og fellst á strangari flóttamannastefnu. 


mbl.is Deila um málefni hælisleitenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjallkonan kynlífstákn karla

Fjallkonan var áður þjóðarmóðir. Forn, virðuleg og ljóðmælt. Fjallkona ársins 2018 verður í höfuðborginni kynlífstákn karla, dragdrottning.

Bæld kynhvöt karla þarf á frelsun að halda að mati vinstrimeirihlutans í höfuðborginni og fær uppreist æru á þjóðhátíðardaginn.

Vinstrimenn urðu eitthvað svekktir vegna kvennaframboðs í nýliðnum borgarstjórnarkosningum. En að gera borgarmóður að kynlífstákni er kannski óþarflega langt gengið í hefndarhug. 


mbl.is Dragdrottningin Gógó Starr fjallkonan í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband