Vestrænt einelti gagnvart Rússum

Engar sannanir eru fyrir aðild rússneskra yfirvalda að eiturtilræðinu í Sailsbury á Englandi. Breska ríkisstjórnin ákvað að gera stórpólitískt mál úr tilræðinu fyrst og fremst til að þjóna innlendum hagsmunum - upplausninni vegna Brexit.

Evrópusambandið er til í aðför að Rússum á veikum grunni. ESB notar Rússahatur til að halda veiku ríkjasambandi við lýði - aftur Brexit. Bandaríkin hökta með enda háð evrópskum velvilja í átökum í miðausturlöndum og Úkraínu.

Ísland virðist hafa tekið þann kost að sýna þykjustusamúð með vestrænu einelti gagnvart Rússum með því að aflýsa fundum með fulltrúum rússneskra stjórnvalda. Það er skárra en að stökkva á eineltisvagninn þótt stórmannlegra væri að lýsa frati á innistæðulaust Rússahatur.


mbl.is Sækja ekki heimsmeistaramótið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tyrkir í ESB; Rússar í Nató

Vestræn ríki stjórna bæði Evrópusambandinu og Nató. Eftir að kalda stríðinu lauk um 1990 hófst stækkunarferli ESB og Nató í austurátt. Hernaðarbandalag gömlu Sovétríkjanna, Varsjárbandalagið, var lagt niður.

Leiðandi vestræn ríki í Evrópu, Frakkland og Þýskaland, standa gegn því að Tyrkir verði aðilar að Evrópusambandinu, en þeir eru Nató-ríki frá dögum kalda stríðsins. Stórveldið Bandaríkin koma í veg fyrir að Rússland verði Nató-ríki.

Það er aldrei sagt upphátt hvers vegna Tyrkland fær ekki inni í ESB og Rússland er útilokað frá Nató og raunar ESB.

Tyrkland er einfaldlega of stórt fyrir Evrópusambandið. Tyrkir eru 80 milljónir og tækju sæti við háborðið ásamt Frökkum og Þjóðverjum. Þar að auki eru Tyrkir múslímsk þjóð. Rússar eru að sama skapi of stórir fyrir bæði Nató og ESB, telja 144 milljónir og landmesta þjóðríki jarðarinnar.

Það á að heita svo að bæði Nató og ESB séu verkfæri lýðræðisþjóða að tryggja stöðugleika og frið. Þótt hvorki Tyrkir né Rússar fái fulla aðild að þessu vestrænu stofnunum, vegna stærðar sinnar, má gera kröfu til að ESB/Nató hagi sér þannig að hægt sé að efna til samstarfs við þessar voldugu Asíu-þjóðir, sem eru þrátt fyrir allt með tábergið í Evrópu (Tyrkland) og hluti af evrópskri menningu (Rússland). En þar vantar nokkuð á, einkum í samvinnu við Rússland.


mbl.is Tyrkir stefna enn á aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unglingar á hótel mömmu vilja kosningarétt

Til að taka ábyrgð á öðrum þarf maður fyrst að taka ábyrgð á sjálfum sér. Í dag er fyrirkomulagið að ungmenni fá kosningarétt sama ár og þau verða fjárráða. 

Sá sem ekki er fjárráða ætti ekki að hafa kosningarétt enda felur sá réttur í sér að viðkomandi ráðstafi fjármunum annarra. 

Það er fullkomin mótsögn að 16 ára unglingur fái vald yfir fjármunum annars fólks, þ.e. samfélagsins, á meðan unglingnum er ekki treyst fyrir eigin fjármálum.


mbl.is „Stöðvað af nokkrum miðaldra körlum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband