Vestfirðir, WOW og taugaveikluð ríkisstjórn

Ráðaherrar tveggja ríkisstjórnarflokka af þremur ruku upp til handa og fóta þegar opinber nefnd komast að niðurstöðu sem ekki er hagfelld fiskeldi á Vestfjörðum. Fáein störf eru í húfi en fjórðungurinn er með bestu stöðu á landinu öllu í atvinnumálum.

Skúli Mogensen í WOW skipar almannatengslum sínum að stúdera viðbrögð ríkisstjórnarinnar við fiskeldi á Vestfjörðum til að búa í haginn fyrir augnablikinu þegar Skúli stillir ríkisstjórninni við vegg og segir: WOW er við það að fara á hausinn og þar með mörg hundruð störf og þúsundir afleiddra starfa nema ríkissjóður Íslands dæli ótöldum milljörðum í gjaldþrota rekstur. Ríkisstjórn á ekki að lyppast niður þótt menn í jakkafötum derri sig og segjast tapa pening.

Ráðherrar verða að hafa pung (í óeiginlegri merkingu, Kata) og ekki hlaupa útundan sér þótt það gári á yfirborðinu. Það er ekki eins og lýðveldið sé í húfi þegar illa gengur að setja upp fiskeldi í tveim vestfirskum fjörðum. 


mbl.is Óvissan á Vestfjörðum óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bróðir Gunnars Smára í vinnu hjá Eflingu

Sjálftaka Gunnars Smára sósíalistaforingja úr sjóðum Eflingar er viðkvæmt mál eftir að upp komst. Bróðir Gunnars Smára, Sigurjón Már Egilsson, sem rekur Miðjuna, var kallaður út í aukavinnu til að bera blak af Eflingu. Enda liggur mikið við að halda tiltrú öreiganna við foringjann og málstaðinn.

Fyrir helgi tilkynnti Sigurjón Már að lítið efni yrði sett á Miðjuna þar sem hann stæði í flutningum til Spánar. En eftir frétt Morgunblaðsins um sjálftöku Gunnars Smára og fjölskyldu hefur bróðirinn setið sveittur við og birt hverja vörnina á fætur annarri fyrir Eflingu og Gunnar Smára.

Síðdegis í gær kom romsa frá Gunnari Smára á Miðjunni um að hann væri ofsóttur. Klukkutíma síðar birtist stuðningsyfirlýsing frá félaga Vilhjálmi. Nokkrum mínútum eftir það er birt yfirlýsing frá Eflingu. Í morgunsárið reynir Gunnar Smári að útskýra sjálftektina úr sjóðum Eflingar - auðvitað á Miðjunni.

Öll þessi vinna við að verja hagsmuni Gunnars Smára og Eflingar kostar sitt. Sigurjón Már kemst ekki hjá því að rukka feitt fyrir töfina sem hann varð fyrir í flutningum til Spánar. Og í sjóðum Eflingar eru heilir 12 milljarðar króna.


mbl.is „Óstaðfestar sögusagnir og dylgjur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband