Þeim var ég verst...

Eftirfarandi er úr Laxdælu þegar söguhetjan Guðrún Ósvífursdóttir gerir upp ástarmál sín á gamals aldri í samtali við son sinn.

Þá mælti Bolli: "Muntu segja mér það móðir að mér er forvitni á að vita? Hverjum hefir þú manni mest unnt?"
Guðrún svarar: "Þorkell var maður ríkastur og höfðingi mestur en engi var maður gervilegri en Bolli og albetur að sér. Þórður Ingunnarson var maður þeirra vitrastur og lagamaður mestur. Þorvalds get eg að engu."
Þá segir Bolli: "Skil eg þetta gerla hvað þú segir mér frá því hversu hverjum var farið bænda þinna en hitt verður enn ekki sagt hverjum þú unnir mest. Þarftu nú ekki að leyna því lengur."
Guðrún svarar: "Fast skorar þú þetta sonur minn," segir Guðrún, "en ef eg skal það nokkurum segja þá mun eg þig helst velja til þess."
Bolli bað hana svo gera.

Þá mælti Guðrún: "Þeim var eg verst er eg unni mest."

Ekkert torskilið þarna. En til að skilja svarið þarf að lesa söguna. Og kannski það hamli helst ungum íslenskum nemendum. Þeir lesa ekki nóg. 


mbl.is Fornsögur vinsælli hjá erlendum nemendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalisminn tapar málgagni - byltingunni frestað

Fréttatíminn undir forystu Gunnars Smára átti að verða málgagn sósíalistaflokks sem þessi fyrrum viðskiptafélagi auðmanna vinnur að.

Gunnar Smári safnaði jöfnum höndum peningum í útgáfuna og flokksfélögum.

Almenningur sýndi sósíalistaútgáfunni lítinn áhuga. Auðmenn voru kallaðir til verka en ekki gekk dæmið upp.

Nú er höfuðpaurinn orðinn hornkerling og byltingunni er frestað.


mbl.is Nýir eigendur Fréttatímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdabarátta í Washington

Bandaríkin komast næst því að vera heimslögregla sem ákveður hvað má og hvað ekki í alþjóðasamfélaginu. Lögreglustjórinn þar á bæ er forsetinn.

Trump tók við embætti um áramótin og boðaði nýjar áherslur. Rússar voru ekki lengur höfuðóvinurinn heldur herskáir múslímar. En lögregluliðið, þ.e. embættismannakerfið, býr að langri hefð um að Rússar séu vandræðagemsinn í alþjóðasamfélaginu.

Trump mætti einnig andstöðu hjá öflugum fjölmiðlum, sem ala á þeim grun að forsetinn sé útsendari frá Kreml.

Á meðan valdabarátta geisar í Washington logar fjölþjóðlegt ófriðarbál í miðausturlöndum þar sem Rússland styður shíta múslíma (Assad forseta Sýrlands, Íran) en Bandaríkin súnni múslíma (Sádí Arabía, Tyrkland). Sumir hópar, t.d. Kúrdar, njóta velvildar beggja. Í orði kveðnu standa Rússar og Bandaríkjamenn sameiginlega gegn herskáum múslímum. En aðeins í orði kveðnu. Baráttan um ítök í ríkjaskipun miðausturlanda er í forgrunni.

Valdabaráttan í Washington hverfist um afstöðuna til Rússa. Án samvinnu við Rússa eru litlar líkur að ófriðarbálið í miðausturlöndum verði slökkt. Heimslögreglan ræður ekki ein við verkefnið.

 


mbl.is Sigur fyrir þjóðaröryggisráðgjafann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband