Færsluflokkur: Dægurmál

Össur sleginn valdblindu

Valdblinda byrgir annars þokkalega sjáandi mönnum sýn, eins og utanríkisráðherra. Össur Skarphéðinsson biðlar í viðtali breska útvarpsins BBC um stuðning ríkisstjórna Bretlands og Hollands við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.

Bretum og Hollendingum kemur ekki við hvaða ríkisstjórn Ísland hefur, ekki frekar en okkur kemur við hvaða ríkisstjórn Írar eða Belgar kjósa sér. Allir sjá þetta í hendi sér, nema þeir sem slegnir eru valdblindu.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur verður að segja af sér áður en við förum í næstu umferð Icesave-samninganna.

Aðeins ný ríkisstjórn getur beðið um nýjar samningaviðræður. Ríkisstjórn Jóhönnu situr uppi með ónýtan samning og verður að víkja til að málið hreyfist á ný. Allir sjá þetta í hendi sér, nema fámennið í kringum ríkisstjórnina í Reykjavík.


Siðblinda Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir átti Fréttablaðið án þess að viðurkenna það opinberalega í eitt ár, frá miðju ári 2002 til maí 2003. Á þeim tíma hratt Jón Ásgeir af stað áróðursherferð gegn sitjandi forsætisráðherra þar sem innanhúspappírum frá Baugi var teflt fram til að gera flökkusögu trúlega um að Davíð Oddsson hefði sigað lögreglunni á Baug. Þjóðin var látin halda að Fréttablaðið væri að sinna blaðamennsku þegar lygaþvættingur Baugs var settur á forsíðu eftir forsíðu.

Jón Ásgeir viðurkenndi fyrst í maí 2003 að hann ætti Fréttablaðið því þá hafði hann nýverið keypt almenningshlutafélagið Baug, sem hann stýrði en átti ekki, en einmitt það félag hélt upp tekjuflæði Fréttablaðsins með auglýsingakaupum.

Jón Ásgeir sendi skósvein sinn, Hrein Loftsson, til London að bjóða Davíð Oddssyni mútufé, 300 milljónir króna, ,,sporlausa" peninga.

Jón Ásgeir ætti að fara varlega í að segja aðra óforskammaða.


mbl.is Ósáttur við höfund Guð blessi Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunfyrirtæki, meðsekt og siðleysi

Ári eftir hrun eru á lífi fyrirtæki eins og Exista, Hagar, 365-miðlar, Iceland Express og Geysir Green Energy. Ekki nóg með að fyrirtækin lifi heldur eru þau í eigu hrunverja; Bakkabræðra, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma í Fons.

Það er meðsekt að halda hlífiskildi yfir ónýtum rekstri siðlausra manna.


Norska lánið er plan b

Norðmenn hafa lítinn áhuga á að Íslendingar lepji dauðann úr skel. Né heldur að Íslandi fari skríðandi á fjórum inn í Evrópusambandið. Enn síður hafa frændur okkar löngun til að lána Íslendingum til að þeir þurfi ekki að taka út lærdóm með sársauka um að fífldirfska í fjármálum hefnir sín.

Flugfreyjan og jarðfræðingurinn eiga að átta sig á því að lán frá Noregi er varaáætlun ef ekki tekst að semja við Breta og Hollendinga. En til að hægt sé að láta á það reyna verður að semja upp á nýtt. Og það verður ekki gert nema að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur segir af sér.

Til að Icesave-málið verði tekið upp frá grunni verður ríkisstjórnin að segja af sér. Punktur.


Afsögn, hnýfilyrði milli flokka en allt í sóma

Jóhanna forsætis er með kímnigáfuna í lagi þegar hún segir stjórnina ætla að sitja áfram. Í morgun mátti lesa um derring hrunabjögga í þingliði Samfylkingar gegn ákvörðun umhverfisráðherra Vinstri grænna varðandi Helguvík. Í hádeginu sagði heilbrigðisráðherra af sér og síðdegis fréttist af leyniviðræðum stjórnarinnar við Breta og Hollendinga.

Og auðvitað er allt í fína og stjórnin situr áfram. Er það ekki, Jóhanna?


mbl.is Samfylking styður stjórnarsamstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur metur stjórnina feiga

Hollendingar og Bretar settu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur stólinn fyrir dyrnar með því að fallast ekki á fyrirvara Alþingis við ríkisábyrgð á Icesave-reikningum. Þar með er samningurinn sem ríkisstjórnin gerði fallinn. Ríkisstjórnin getur ekki kallað Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu - það væri ekki í takt við rétta diplómatíu. Ríkisstjórnin þarf að segja af sér og axla þar með ábyrgð á samningi sínum.

Ný ríkisstjórn skipar samninganefnd til að gera nýjan samning við útlendingana. Ef ekki næst saman fer málið fyrir dóm.

 


mbl.is Telur ríkisstjórnina lifa af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marxismi Árna Páls

Félagsmálaráðherra var handgenginn vinstri róttækni á sínum yngri árum. Árni Páll Árnason fékk kannski hugljómun úr boðskap Karls Marx um að þegnarnir skyldu leggja af mörkum eftir getu og þiggja eftir þörfum.

Í reddingarpólitík fyrir ,,heimilin" eins það heitir þurfa stjórnvöld að feta hárfína línu á milli þess að gera of lítið og láta hundruð einstaklinga fara í gjaldþrot að ósekju og hins að rétta óreiðufólki aðstoð sem ætti að leiðrétta eigið fjármálarugl án meðgjafar úr almannasjóðum.

Ef illa tekst til verður öll þjóðin upp á bónbjörg Árna Páls komin vegna þess að ríkisstjórnin skattleggur okkur til andskotans en fleygir jafnframt til okkar ölmusu.


mbl.is Borgað af lánum eftir tekjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir hótar sem fyrr

Kvikmyndagerðarmaðurinn sem gerði heimildarmynd um hrunið tók viðtal við nokkra auðmenn. Í Kastljósviðtali í kvöld lýsti myndsmiðurinn að sammerkt auðmönnunum er að þeir sjá ekki nokkra sök hjá sjálfum sér.

Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjórinn fyrrverandi sver sig í auðmannaslektið og telur sig ekki bera nokkra ábyrgð. Til að undirstrika að Jón Ásgeir hefur ekkert lært kom fram í viðtalinu í Kastljósi að Jón Ásgeir hafi haft í hótunum við kvikmyndagerðarmanninn.

Sumt breytist ekki.


Fangana ekki heim, fangelsin út

Engin ástæða er til að fá íslenska fanga í útlöndum heim. Þeir brutu af sér í útlöndum og eiga að taka út sína refsingu þar, nema sérstakar aðstæður kalli á annað.

Að sama skapi eigum við að senda útlenda glæpamenn til síns heima og sjá svo um að þeir taki refsingu sína út þar. Íslenska kerfið er hannað fyrir smákrimma en hingað koma stórglæpamenn.

Í ljósi skorts á fangarými hér heima væri nær lagi að leigja nokkra klefa, t.d. í Litháen, fyrir glæpamenn sem fá dóm á Íslandi. Það yki á fælingarmátt refsikerfisins.


mbl.is Kanna aðstæður íslenskra fanga í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sauðafrétt um Steingrím J.

Reuters nefnir sauði álíka oft og fjármálaráðherra í þessari frétt. Líkleg skýring er eftirfarandi tilvitnun

"They want a legally binding guarantee that we will pay it back," said Sigfusson, who grew up on a large sheep farm in the northeastern part of the island. "We are bound by the law. Either the final outcome has to be in full compliance of the law or the law has to be amended."  

Allir aðrir en fjármálaráðherra vita að þriðja leiðin er sú eina skynsamlega: Nýr samningur.

En áður en hægt er að gera nýjan samning þarf ríkisstjórnin að kannast við ábyrgð sína á ónýtum Icesave-samningi og segja af sér. Ætli sú vitneskja geri Steingrím J. að sauði?


mbl.is Vonast eftir Icesave niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband