Færsluflokkur: Dægurmál

Brenndir spunaliðar Samfylkingar

Helsta uppspretta falsundirskrifta var í stjórnarráðinu, RÚV og Fréttablaðinu, allt höfuðvígi Samfylkingarinnar. Þegar spunaliðið er afhjúpað hefur það hægt um sig í bili. Tilræðið við undirskriftarsöfnun Indefence hófst þegar undirskriftarsöfnun Samfylkingarliða til stuðnings Icesave-frumvarpinu rann út í sandinn.

Samfylkingin er uppspretta eiturstjórnmála.


mbl.is Bullundirskriftum fækkar stórlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankavæðing samfélagsins er ills viti

Á vakt vinstristjórnar Jóhönnu verður samfélagið bankavætt þar sem grafið verður undan séreignarstefnu í húsnæðismálum einstaklinga og markaðsbúskap atvinnulífsins. Hrunið veldur mestu um þessa þróun en stefnuleysi vinstriflokkanna gerir illt verra.

Ríkistjórnin lætur undir höfuð leggjast að draga upp pólitískar áherslur sínar í atvinnu- og efnahagsmálum til að fjármálastofnanir fái einhver viðmið í starfi sínu. Nýríkisvæddu bankarnir eru að hluta komnir í eigu kröfuhafa gömlu bankanna og mun það ekki auka á gagnsæi í viðskiptalífinu. Stærstu kröfuhafar eru vogunarsjóðir sem hvorttveggja eru þekkir fyrir ógagnsæja viðskiptahætti og skammtímasjónarmið.

Á meðan ríkisstjórn Jóhönnu rembist við að selja landið undan þjóðinni sölsa bankarnir undir sig fasteignir og rekstur og þurfa ekki að standa neinum skil á gerðum sínum. Hér eru lögð drög að öngþveiti siðleysis og lögbrota.


mbl.is Hafa yfirtekið 575 íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kafbátaumræða

Kafbátaumræða er að setja á flot söguburð sem marar í hálfu kafi um hríð en kemur fullskapaður upp á yfirborðið sem ,,umræða" á heppilegum tíma. Samfylkingin hratt úr vör fyrir nokkrum vikum lygasögu um að Icesave-frumvarpið væri óhætt að samþykkja vegna þess að Íslendingar yrðu aldrei látnir borga. Í fyllingu tímans myndi Evrópusambandið yfirtaka skuldbindingar Íslands gagnvart Bretum og Hollendingum.

Skáldskapur um að óhætt sé að veðsetja framtíð þjóðarinnar vegna þess að okkur verður bjargað frá drukknun talar til sama ungæðisháttar og kom okkur á kaldan klaka í útrásinni. Lán var óhætt að taka vegna þess að hlutabréfavísitölur myndu alltaf rísa og krónan halda áfram að styrkjast. Alþjóð veit hvernig fór um þá sjóferð.

Þorri þjóðarinnar, þau 70 prósent sem ekki kusu Samfylkinguna, lætur ekki blekkjast af kafbátaumræðunni um að Evrópusambandið borgi fyrir okkur Icesave-reikninginn. 

Alþingi samþykkti lög síðsumars um ríkisábyrgð á tryggingasjóði vegna sparifjárreikninga. Lögin eru rausnarlegt tilboð Íslendinga til Breta og Hollendinga um lausn á deilunni um Icesave-reikningana.

Við eigum ekki að fallast á það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi og ríkisstjórn Jóhönnu vill keyra ofan í kok þjóðarinnar. Við segjum nei við skuldafjötrum á komandi kynslóðir. 

 


Ómar vill afsökun

Eftirfarandi póstur var sendur á tölvupóstfang bloggsins fyrir stundu

Páll, ég óska hér með eftir að þú biðjir mig formlega afsökunar á svívirðingum gegn persónu minni á blogginu þínu 10. desember undir yfirskriftinni 'Ómar á launum hjá Samfylkingu?' Ég hef þegar komið athugasemd sama efnis á framfæri við Morgunblaðið og mun gera víðar.
Ómar Valdimarsson 

Svarið er þetta: Fyrr frýs í helvíti en að ég biðji alræmdan almannatengil afsökunar á því að fara fram að hann geti þess hvaða efni hann kemur á framfæri fyrir borgun og hvað er skrifað fyrir eigin reikning.

 


Icesave er afgreitt, Steingrímur J. afneitar sínum hlut

Alþingi afgreiddi Icesave-ábyrgðina síðsumars. Lögin eru í gildi og Ísland hefur staðið við sitt. Steingrímur J. Sigfússon á hins vegar eftir að ganga frá sínum hlut. Formaður Vg og fjármálaráðherra verður að segja af sér ásamt ríkisstjórninni. Tvær ástæður eru fyrir afsögninni.

Í fyrsta lagi vegna þess að ríkisstjórnin gerði ekki lög Alþingis frá í sumar að sínu baráttumáli og hélt á málstað okkar gagnvart Bretum og Hollendingum. Í öðru lagi vegna þess að afsögn er nauðsynlegt til að sýna umheiminum að lengra verður ekki komist með Icesave-ábyrgðina gagnvart Íslendingum.

Umheimurinn þarf skýr skilaboð frá Íslandi: Afsögn ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Icesave mun ekki hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópu hnignar, er fátæk og gömul

Um aldamótin 1900 voru Evrópubúar um fjórðungur mannkyns. Spár segja að um miðja þessa öld verði íbúar Evrópu 6 prósent mannfjölda heimsins, þar af verður þriðjungur yfir 65 ára gamall. Karlamagnúsdálkurinn í Economist, kenndur við keisarann sem krýndur var í Aachen árið 800, gerir hægfara hnignun Evrópu að umtalsefni.

Leiðtogar Evrópu þverskallast við að horfast í augu við afturför álfunnar. Karlamagnús sækir innsæi í skáldsöguna Hlébarðinn eftir Giuseppe di Lampedusa. Víðkunn setning úr skáldsögunni hljómar svona: Til að ástandið haldist óbreytt þarf að gera breytingar. Karlamagnús hæðist að Evrópusambandinu sem flýtur að feigðarósi eftir að þjóðir þess hafa lifað lengi um efni fram.

Á Íslandi vill Samfylkingin munstra þjóðina á gamalmennaskútu ESB undir þeim formerkjum að sælt sé sameiginlegt skipbrot.

Hér er Karlamagnús í Economist.


Ómar á launum hjá Samfylkingu?

Ómar Valdimarsson bloggar í dag og gær færslur er gætu verið ritaðar á skrifstofu Samfylkingarinnar. Í fyrra tilvikinu er Ögmundur Jónasson gerður tortryggilegur og seinni færslan hefur eftir ónefndum heimildamönnum innanlands og utan að óhætt sé að samþykkja Icesave-frumvarpið vegna þess að Evrópusambandið mun borga þetta fyrir okkur.

Ómar Valdimarsson er almannatengill. Alþjóðlegt starfsheiti Ómars er liar for hire, sem útleggst lygari til leigu. Ómar gerði lesendum sínum greiða með því að merkja hvaða blogg er kostað hjá honum og hvað er skrifað fyrir eigin reikning.


Stolið af sparnaði

Verðbólga er 8,6 prósent samkvæmt síðustu mælingu. Landsbankinn býður 3-6 prósent vexti, samkvæmt vaxtatöflu. Þetta þýðir að sparifé rýrnar um tvö til fimm prósent, sé það geymt á sparnaðarreikningi.

Vextir eru of lágir þegar bankar geta ekki boðið sparifjáreigendum raunávöxtun. Eftir áratug útrásar, sem fjármögnuð með óhóflegri skuldsetningu, er ótækt að skuldarar stjórni efnahagspólitíkinni.  


mbl.is Landsbankinn lækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðmiði Icesave er pólítískur

Alþingi samþykkti Icesave-lög í sumar og þau gilda. Bretar og Hollendingar geta hvenær sem er fallist á Icesave-lögin og málið er dautt. Í lögunum eru fyrirvarar sem eðlilegt er að þjóðin setji. Enginn getur sagt að við ætlum ekki að axla ábyrgð, við höfum samþykkt að virkja ríkisábyrgð á Icesave-reikningum. Einfalt og auðvelt er að útskýra fyrir nágrannaþjóðum okkar að þeir fyrirvarar sem við settum séu gerðir í efnahagslegri sjálfsvörn.

Ef ríkisstjórnin væri í takt við þjóð og þing myndi hún einfaldlega hafa sagt Bretum og Hollendingum síðsumars að þetta sé það besta sem Ísland getur boðið.

Ríkisstjórnin er á hinn bóginn meira í mun að þóknast hagsmunum Breta og Hollendinga. Þess vegna kom ríkisstjórnin með nýtt frumvarp sem afnemur fyrirvara í lögunum frá í sumar. Frumvarpið er pólitísk handvömm sem ríkisstjórnin situr uppi með. Úr því sem komið er verður ríkisstjórnin að falla um leið og frumvarpið.

Verðmiði Icesave er pólitískur og alþjóðleg pólitísk mynt er stjórnarkreppa.

 


Icesave fellur og við fáum nýtt upphaf

Icesave-frumvarpið er í óþökk allra nema vinstrivaldakíkunnar, Samfylkingar og tækifærishluta Vg, sem illu heilli situr stjórnarráðið. Frumvarpið þarf að falla til að þjóðin fái viðspyrnu í efnahagsmálum og trú á framtíðina. Rökrétt rás atburða er eftirfarandi.

Icesave-frumvarpið er fellt á Alþingi og ríkisstjórnin segir af sér. Vinstri grænir, mínus Steingrímur J., mynda minnihlutastjórn í skjóli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Minnihlutastjórnin situr út 2010 og kosningar verða haldnar í febrúar/mars 2011.

Við þetta skapast vinnufriður í samfélaginu því að búið er einangra uppsprettu eiturstjórnmála síðustu ára, Samfylkinguna.


mbl.is Meirihluti vill kjósa um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband