Brenndir spunaliðar Samfylkingar

Helsta uppspretta falsundirskrifta var í stjórnarráðinu, RÚV og Fréttablaðinu, allt höfuðvígi Samfylkingarinnar. Þegar spunaliðið er afhjúpað hefur það hægt um sig í bili. Tilræðið við undirskriftarsöfnun Indefence hófst þegar undirskriftarsöfnun Samfylkingarliða til stuðnings Icesave-frumvarpinu rann út í sandinn.

Samfylkingin er uppspretta eiturstjórnmála.


mbl.is Bullundirskriftum fækkar stórlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Man bara eftir Facebook áskorun sem hvatti til að samþykkja icesave strax. Veit ekki til þess að hún hafi runnið eitt né neitt. Sá hópur er enn í gangi og þar eru nú um 5.427 meðlimir.

Bendi þér á að í fréttinni stendur að nokkrar undirskriftir hafi komið úr stjórnarráðinu en það er væntanlega samheiti yfir vinnustað hundruða eða þúsunda manna.

Nokkrar af fölsku undirskriftunum hafa verið raktar til léna stjórnarráðsins og ríkisstofnana eins og Hagstofunnar og Ríkisútvarpsins, og fleiri virtra stofnana og fyrirtækja.

Finnst að þú sem "blaðamaður dragir nokkuð víðtækar ályktanir án þess að vita nokkuð um málið.

Finnst svona skrif einmitt tilraun til "eiturstjórnmála"

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.12.2009 kl. 22:10

2 identicon

Þessi fésbókaráskorun heitir „Meðlimir Alþingi afgreiði Icesave strax“, en ekki „Alþingismenn samþykki strax að íslensk alþýða greiði Bretum og Hollendingum 1000 milljarða króna í erlendri mynt“.

Öllum er það ljóst að það að „afgreiða“ er ekki það sama og „samþykkja“.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 22:23

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Voðalega ertu eitthvað illa markeraður af hatri á SF. Maður fer að gruna að það eigi sér djúpstæðari rætur en í pólitíkinni..

hilmar jónsson, 12.12.2009 kl. 22:26

4 identicon

Páll,

Þessi röksemdafærsla gengur ekki upp.

Ég var einn aðstandenda undirskriftarsöfnunar um nýja aðferð við skipun dómara í hæstarétt og héraðsdóm.

Þetta var skömmu eftir að ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði skipað son fyrrverandi formanns sama flokks héraðsdómara. Sá hafði verið metinn síst hæfur umsækjenda af nefn undir formennsku annars fyrrv. formanns Sjálfstæðisflokksins. Nokkru áður höfðu tveir menn tengdir þeim formanni sem fyrst var nefndur, verið skipaðir í hæstarétt.

Þessi undirskriftarsöfnun okkar fór mjög í taugarnar á sumum og ekki voru þeir, held ég, í Samfylkingunni.

Svo mjög fór hún í taugarnar á einhverjum að þeir lögðu sig í lima við að skemma fyrir henni. Skrifuðu alls kyns vitleysu og röng nöfn inn á síðuna.

Ég var með einfaldan hnapp á stjórnendasíðunni til að eyða þessu jafn óðum út. En ég man að ég furðaði mig á því að einhver skyldi hafa tíma og geð í sér til að standa í þessu. Því að þó að þetta væri á vinnutíma um miðjan dag þá hafði ég varla undan að eyða út steypunni. Einhverjir sátu klukkutímunum saman við þessa iðju að skálda upp nöfn og rita nöfn þekktra einstaklinga úr sömu tölvu.

Við kíktum á IP-tölurnar á bakvið þessa skemmdaverkarstarfsemi, en ég verð að viðurkenna að ég man ekki lengur hvert þær leiddu .

Ég hafði ekki áður séð slíkar aðfarir. En ég sé að Jón Kaldal talar um að þær séu alvanalegar núorðið. Mér þykir slæmt ef einhverjir úr mínum flokki hafi tekið þennan ósið upp. En skv. þessari reynslu minni þá er harla ólíklegt að þessi aðferð til að rýra trúverðugleika undirskriftasafnanna á netinu hafi orðið til þar innandyra.

Síðan að netið kom til skjalanna (ef svo mætti að orði komast) hafa vinstri menn haft mun fleiri tilefni til að safna undirskriftum og hægri menn að sama skapi haft mun oftar hag af því að sabótera slíkar safnanir.

Kenning þín er þess vegna að öllum líkindum röng, þó að reiðin sem búi að baki sé vissulega réttmæt.

Góðar kveðjur,

Andrés Jónsson

Andrés (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 22:35

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Andrés, auðvitað ætti ég að taka fram að þú, Gurrí og fáeinir aðrir samfylkingarfélagar falla ekki undir prívatskilgreiningu mína um iðkendur eiturstjórnmála Samfylkingar.

Hvað efni bloggsins áhrærir byggi ég það á fréttum frá Indefence og legg út af því, pólitísk útlegging eins og gefur að skilja.

Lifðu heill.

Páll Vilhjálmsson, 12.12.2009 kl. 22:45

6 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta er orðin alvarleg þráhyggja hjá þér , Páll  . Svona síbylja á ákveðna aðila er ekki eðlileg og engum hollt.

Sævar Helgason, 12.12.2009 kl. 22:46

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sævar, það er hollt að vera maður sjálfur, hvorki meira né minna.

Páll Vilhjálmsson, 12.12.2009 kl. 22:49

8 identicon

Fair enough ;)

Andrés (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 22:58

9 identicon

Þessi skemmdakverkarstarfsemi Samfylkingarinnar er sennilega sú heimskasta sem hefur verið gerð í íslenskri stjórnmálasögu.  Og annað rugl að undanförnu er allt á sömu bókina lært.  Það besta sem gat komið fyrir InDefence og 70% Íslendinga sem leika ekki með vitlausu liði eins og stjórnarflokkarnir og þeirra lið.  Enn eitt pólitíska sjálfsmorðið.  Einum þykir mikið til komið að aðeins 5.427 hafa skráð sig sem aðdáendur Icesave landráðsins.  Stjórnarmeirihlutinn hefur náð að sannfæra aðeins 5.427 að fylgja sér í blindni út í óvissuna undir nafni.  Stjórnarminnihlutinn hefur stuðning 70% í að samningnum verði hafnað.  Stjórnarminnihlutinn hefur fengið 33.553 undirskriftir Íslendinga sem styður við bakið á henni í baráttunni á þingi. 33.553 Íslendingar skora á forsetann að hafna ólögunum.  70% Íslendingar eru á sama máli.  Ríkisstarfsmenn hafa því miður ekki treyst sér til að leggja sitt nafn í undirskriftasöfnunina af skiljanlegum ástæðum og munar um minna. 70% þjóðarinnar sem Icesave andstæðingar segja allt sem segja þarf. 

Hilmar.  Það er óeðlilegt að leggja ekki fægð á Baugsfylkinguna.

InDefence hefur birt ip-tölur þessara stofnana ásamt nöfnunum sem voru skráð.   Þeir hafa einnig sagst ætla að gera enn betur grein fyrir málinu.

Af Eyjunni.

Reynir Jóhannesson
12.12 2009 kl.01:21

HG
12.12 2009 kl.00:32

Það er ekki þannig að allar bull skráningar komu frá stjórnarráðinu, en við fylgjumst vel með öllu og það er búið að eyða ca. 200 bull undirskriftum. Eins og Ólafur segir í fréttinni, þá mun óháður aðili fara yfir kennitölur og nöfn (munum nota t.d. þjóðskrá).

Frá stjr.is var eftirfarandi nafn skráð: “Bogus kennitala” + einhver ógild kennitala.

Annað dæmi er skráning nr. 33170 í dag kl 14:52:
Nafn: Etaoin Shrudlu
Kennitala: 0000000000
IP: 81.15.15.1
Host: notendur.stjr.is

http://indefence.is/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 23:13

10 Smámynd: Sævar Helgason

Já,Pál minn- sannleikanum verður maður sárreiðastur...

Sævar Helgason, 12.12.2009 kl. 23:28

11 identicon

Páll.

Síðast þegar ég vissi var ,,Indefence" hópur á vegum framsóknarflokksins !

JR (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 00:34

12 identicon

(s)auðsprettuna er víðar að finna en í sjálfstæðisflokknum.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 00:43

13 identicon

InDefence eru algerlega óháð samtök, og ekki í tengslum við neinn stjórnmálaflokk.  70% andstaða þjóðarinnar við Icesave samninginn er ekki tengd neinum einum flokki  frekar en stjórnarandstöðinni.  Augljóst er að í 70% finnist fólk sem hefur kosið alla flokka, enda hafa stjórnarflokkarnir meirihluta á þingi.  Stór hluti kjósenda Samfylkingunnar og Vinstri grænna eru á móti Icesave samningnum og hafa skráð sig sem slíka á InDefence. 

http://indefence.is/ 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 01:39

14 identicon

JR. Er þá staða 10-0 fyrir Framsókn þar sem Samfó listinn á fésinu klikkaði.

þj (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 07:37

15 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Tek undir með þér Páll!

Vil vekja athygli á þeim blinda og veruleikasvipta í fyrstu athugasemdinni, Magnúsi Helga Björgvinssyni, hann er samur við sig.           

Þórólfur Ingvarsson, 13.12.2009 kl. 11:38

16 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þórólfur ég er ágætlega sjáandi og veruleikatengdur. En ert þú það? Páll segir að aðaluppspetta falls undirskirfta sé "Helsta uppspretta falsundirskrifta var í stjórnarráðinu, RÚV og Fréttablaðinu, allt höfuðvígi Samfylkingarinnar" finnst þér þetta í lagi. Sér í lagi þar sem Indefence segja að Nokkrar undirrskiftir megi rekja þangað.

Verð að segja að þessi árátta bloggara að uppnefna aðra og geta lítið úr þeim er ykkur sem það nota til skammar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.12.2009 kl. 17:43

17 identicon

Hvernig væri nú að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hættu nú einu sinni að rífast endalaust og kenna hvor öðrum um allt?  Eiga ekki báðir flokkar stóran hlut að máli?  Þessi umræða er óþolandi.

Skúli (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 22:16

18 Smámynd: Þarfagreinir

Nokkuð til í því, Skúli.

Þarfagreinir, 15.12.2009 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband