Þriðjudagur, 22. apríl 2014
Nýr flokkur: ESB-sinnar deila innbyrðis
Nýtt hægriframboð tæki mest fylgi frá Samfylkingu og Bjartri framtíð, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Um þriðjungur kjósenda Samfylkingar gætu hugsað sér flokk Sveins Andra og Benedikts Jóhannessonar og tæp 30 prósent kjósenda Bjartar kysi kannski nýja ESB-flokkinn.
Aðeins um 15 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins gefa nýja flokknum sjens og enn minna hlutfall stuðningsmanna Framsóknarflokksins.
Meirihluti landsmanna vill ekki styðja væntanlegt framboð. Sá fimmtungur kjósenda sem gefur flokknum undir fótinn er mestur í hálfvelgjunni; um 14 prósent sögðu líklegt að þau styddu framboðið en aðeins rúm sex prósent að það væri mjög líklegt.
Niðurstaða: Sjálfstæðisflokknum stendur engin ógn af nýja ESB-framboðinu. Þvert á móti verður Sjálfstæðisflokkurinn öflugri þegar háværi sértrúarhópur Benedikts og félaga hverfur úr flokknum til að herja á fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 21. apríl 2014
Hratt hrun betra en hægfara stórslys
Ísland tók hrunið út hratt og örugglega með gjaldþrotum banka og skuldsettra fyrirtækja. Til muna er farsælla að klára hrun hratt og ákveðið fremur en að lengja í hengingarólinni.
Evrópskir bankar fóru ekki í gjaldþrot og þess vegna eru lánabækur þeirra sneisafullar af ónýtum lánum sem aftur koma í veg fyrir ný lán og það veldur samdrætti í efnahagsstarfsseminni.
Seinna á árinu fara evrópskir bankar í álagspróf. Á meðan er hagkerfið í kreppu og atvinnuleysi á evru-svæðinu er yfir 12 prósent að meðaltali. Íslensk fyrirtæki mala eigendum sínum og starfsmönnum hagnað og hækkandi laun.
Til að taka út kreppu hratt og skilvirkt þarf eigin gjaldmiðil og sjálfstæða efnahagspólitík. Ísland býr að hvorutveggja en ekki evru-löndin 18. Þeirra efnahagskerfi er hægfara stórslys.
![]() |
Hagnaður fyrirtækja aldrei meiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 21. apríl 2014
Þorgerður og Kaupþingslukkan
ESB-sinnar leituðu fyrst til Þorsteins Pálssonar sem foringja í nýjum hægriflokki. Þorsteinn sýndi sig tækifærissinnaðan í afstöðunni til aðildar að Evrópusambandinu og heldur féll kappinn í áliti við að taka hagsmuni MP-banka fram yfir ESB. Ekki er Þorsteinn þó búinn að draga framboð sitt tilbaka.
Þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins kemur ekki til greina er næsti kandídat fyrrum varaformaður sama flokks Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Og æsast nú leikar því mættur er til leiks mun öflugri banki en sá sem kenndur er við Margeir Péturs.
Þorgerður Katrín færir framboði Sveins Andra og Benedikts ómetanlegt forskot á aðra forystumenn stjórnmálaflokka. Fólk sér Þorgerði Katrínu og hugsar Kaupþing, eða Kauuuuuuup-thing eins og breski grínistinn sagði.
Ekki er nokkur spurning um að Kaupþing trompar MP-banka í hugrenningartengslum. Þorgerður Katrín og Kaupþing eru vörumerki við hæfi nýs framboðs ESB-sinna.
![]() |
Sveinn Andri áfram í fótgönguliðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 21. apríl 2014
Vextir í litlu landi og stöðugleiki evru-kreppunnar
Stór hluti landa evrulandanna er í kreppu og búinn að vera frá 2008. Stýrivextir á evru-svæðinu eru 0,25%, verðbólga er 0,5%, sem er rétt við verðhjöðnun, hagvöxtur víðast hvar er undir einu prósenti en atvinnuleysi að meðaltali 12 prósent.
Á Íslandi er staðan allt önnur; við búum við hagvöxt, lítið atvinnuleysi og heilbrigða vexti. Við tókum hratt út kreppuna, á 12-18 mánuðum, ekki síst vegna þess að við búum við eigin gjaldmiðil og vextir miðast við íslenskar aðstæður.
Reynslurök síðustu ára styðja eindregið þá niðurstöðu að miðlægir vextir á evru-svæðinu valda meiri skaða en hagnaði meðal þeirra 18 ríkja sem styðjast við evruna.
Bretland, sem er stórt hagkerfi á evrópska vísu og með sjálfstæðan gjaldmiðil, kemur mun fyrr út úr kreppu en evru-löndin. Í Bretlandi er atvinnuleysi komið niður í rúm 7 prósent. Umræðan í Bretlandi hverfist um hvernig hægt sé að koma vöxtum upp í heilbrigt hlutfall, eða í kringum fimm prósent.
Stóru hagkerfin í heiminum, bæði austan hafs og vestan, gripu til örþrifaráða eftir kreppu, keyrðu vexti niður og pumpuðu peningum inn í fjármálakerfið í þeirri von að þeir skiluðu sér til raunhagkerfisins og lækkuðu atvinnuleysi og ykju hagvöxt.
Eignabólur á hlutabréfa- og fasteignamarkaði eru afleiðingar af óhefðbundnum aðferðum seðlabanka beggja vegna Atlantsála við að berjast gegn kreppunni ásamt þenslu. Þensla í nýmarkaðsríkjum er rakin til þess að ódýrir peningar frá vesturlöndum leituðu þangað eftir ávöxtun. Hagvöxtur er almennt veikur á vesturlöndum og jafnt og þétt eykst óttinn við að seðlabankar eigi ekki lengur skotfæri til að verja vestræn hagkerfi höggum. Fyrr en seinna koma högg frá nýmarkaðsríkjum þegar þau bregðast við fjárþurrð eftir því sem dregur úr framboði ódýrra peninga.
Við þessar kringumstæður er heppilegt að vextir á Íslandi eru ákveðnir í Reykjavík en ekki Brussel.
![]() |
Bjartsýnn á hagvaxtarhorfurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 20. apríl 2014
Landamæri í Evrópu: Belgía 1914 og Úkraína 2014
Landamæri Belgíu voru tryggð með stórveldasamkomulagi í London 1839. Í upphafi fyrri heimsstyrjaldar gerðu Þjóðverjar Bretum orð að þeir þurfi að fara yfir belgískt landsvæði til að herja á Frakka og jafnframt að ætlunin væri ekki að hernema Belgíu.
Bretar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur 4. ágúst 1914 vegna landamæra Belgíu, sem Þjóðverjar virtu ekki.
Bretar hefðu án vandkvæða eða verulegra eftirmála sem hægast látið sáttmálann frá 1839 liggja grafinn í skjalageymslum í Westminster. En þeir gerðu það ekki og ástæðan var ekki samúð með Belgíu heldur allt önnur. Bretar töldu Þjóðverja óttuðust forræði á meginlandi Evrópu og töldu það ógna hagsmunum sínum.
Víkur nú sögunni til landamæra Úkraínu í samtímanum. Þau voru staðfest með stórveldasamkomulagi í Búdapest árið 1994 í tengslum við kjarnorkuafvopnun landsins eftir fall Sovétríkjanna. Bandaríkin og Bretland voru aðilar að samkomulaginu.
Fyrir nokkrum vikum hirtu Rússar hluta af Úkraínu, það er Krímskaga, og gerðu að rússnesku landsvæði. Hvers vegna sögðu Bretar og Bandaríkjamenn ekki Rússum stríð á hendur?
Jú, ástæðan er stórveldapólitík. Bandaríkjaforseti sagði Rússa ekki stórveldi heldur héraðsvald í Austur-Evrópu sem ógnaði næstu nágrönnum en ekki friði í álfunni. Hvorki Bandaríkin og enn síður Bretaland eiga nægilega ríkra hagsmuna að gæta í þessum hluta Austur-Evrópu að það réttlæti hernaðaraðgerðir af þeirra hálfu.
Héraðshöfðinginn Pútín fær þess vegna að breyta landamærum evrópsks ríkis árið 2014, þótt landmærin séu tryggð með stórveldasamkomulagi. Þjóðverjar, á hinn bóginn, sem vildu aðeins nota belgíska vegakerfið til að komast að Frökkum, fengu á sig stríðsyfirlýsingu. Hér skortir á samkvæmni.
Þegar til stykkisins kemur skipta sáttmálar ekki máli. Ef Bandaríkin teldu Rússa ógna Evrópu og þar með bandarískum hagsmunum væri annað hljóð í strokknum vegna Búdapestsamkomulagsins. En það væri ekki vegna umhyggju fyrir Úkraínu. Óvinur Úkraínu er ekki nógu mikil ógnun fyrir hagsmuni stórveldanna til að þau virði undirskrifaða sáttmála um landamæri milli ríkja.
Munurinn á Belgíu 1914 og Úkraínu 2014 er að Þjóðverjar ógnuðu stórveldahagsmunum Breta fyrir hundrað árum en Bandaríkjamönnum stafar ekki hætta af útþenslustefnu Rússa - enn sem komið er.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 19. apríl 2014
Vistriflokkarnir og fylgisspektin við ESB og Nató
Vinstrimenn starfa einkum í þrem flokkum: VG, Samfylkingu og Bjartri Framtíð. Til viðbótar eru Píratar og Dögun sem standa nærri vinstrinu. Að ólgleymdri Alþýðufylkingunni sem er vinstriflokkur og eini arftaki róttæku hefðarinnar í sögu íslenskra vinstriflokka.
Björt framtíð er árangursríkasti nýflokkur vinstrimanna, fékk átta prósent fylgi í síðustu kosningum og mælist iðulega yfir 15 prósentum. En, eins og Styrmir Gunnarsson bendir á, þá er harla óljóst fyrir hvað Björt framtíð stendur.
ESB-sinnar eru ráðandi í þeim vinstriflokkum sem eiga fulltrúa á alþingi. Vinstrimaðurinn Þórarinn Hjartarson segir tilviljun ráða hvort ESB-sinnar lendi í Samfylkingu, Bjartri framtíð, Pírötum eða ESB-armi VG.
Þórarinn spyr hvort nú sé svo komið að meginþorri vinstrimanna styðji hernaðarbrölt Nató og fullveldisframsal til Evrópusambandsins. Spurningin er réttmæt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 19. apríl 2014
Sænskar milljónir Vilhjálms Bjarna og Bolla Héðins
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður og fráfarandi framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta ,,misminnti" eigur samtakanna. Vilhjálmur sagði þær vera 15 milljónir króna en í raun eru eigur samtakanna 800 milljónir kr. í sænskum krónum á gjaldeyrisreikningi Íslandsbanka.
Samtök fjárfesta er félag um krónur og aura og kyndugt að framkvæmdastjóri slíks félags misminni um 785 m.kr.
Peningarnir eru í sænskum krónum, sem vísa til formanns samtakanna, Bolla Héðinssonar. Hann var í fréttum sem talsmaður sænsks skúffufyrirtækis sem græddi milljarða án þess að vera með nokkra starfsemi.
Þeir félagar Vilhjálmur og Bolli skulda skýringar. Einkum þó Vilhjálmur, hann er jú þingmaður á alþingi Íslendinga.
![]() |
Samtök sparifjáreigenda eiga 800 milljónir króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 18. apríl 2014
Egill Helga: ef ekki ESB þá Pútínland
Páskaboðskapur Egils Helgasonar er að valið standi á milli Pútín, sem er pólitískur afkomandi Mongóla og Stalíns, annars vegar og hins vegar Evrópusambandsins. Egill ber fyrir sig grein eftir Timothy Snyder og þýðir hana. Lykilefnisgrein er eftirfarandi:
Það er ekkert þjóðríki til að hverfa til. Eini möguleikinn í hnattvæddum heimi eru gagnkvæm samskipti. Fyrir lönd eins og Frakkland, Austurríki, Grikkland, Búlgaríu og Ungverjaland er höfnun á Evrópusambandinu eins og opinn faðmur í garð Evrasíu. Þetta er hinn einfaldi veruleiki: Sameinuð Evrópa getur og mun líklega standa gegn hinu rússneska olíu- og gasveldi, þyrping þjóðríkja sem deila innbyrðis getur það ekki. Leiðtogar hægriöfgaflokkanna í Evrópu eru hættir að draga dul á að flótti þeirra frá Brussel mun leiða þá í fang Pútíns.
Þessi hjákátlega nauðhyggja um að þjóðríki séu liðin tíð en ríkjablokkir framtíðin lætur eins og heimurinn skiptist í tvö áhrifasvæði; Evrópusambandið og Pútínland í Evrasíu. Egill/Snyder gefa sér Bandaríkin og Kína muni sitja hjá á meðan Pútín gúffar fyrst upp Úkraínu og síðan Evrópusambandið. Ef sagan kennir eitthvað þá er það að eitt heimsveldi situr ekki kjurrt og er til friðs á meðan annað eflist. Og heimsveldaanalísa án Bandaríkjanna og Kína er eins og eggjakaka án eggja.
Sagan hefur afsannað forsendu Egils/Snyder-kenningarinnar. Kenningin um að heimsveldi hljóti alltaf að skipta upp með sér heiminum er 19du aldar rök sem 20sta öldin afsannaði: heimsveldi standa ekki undir sjálfu sér. Spyrjið bara gömlu kommúnistana.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 18. apríl 2014
Þorsteinn Pálsson: ESB-reglur, en bara þegar hentar
Þorsteinn Pálsson, líklegur formaður nýs ESB-flokks hægrimanna, telur óheppilegt að innleiða reglur Evrópusambandsins þegar þær skerða hagsmuni sem hann sjálfur ber fyrir brjósti.
Þorsteinn er stjórnarformaður MP banka og vill ekki að Ísland innleiði fjármálareglur um eiginfjárstöðu sem skaða bankann. Viðskiptablaðið setur afstöðu Þorsteins í samhengi.
Tækifærismennska af þessu tagi; að lofa og prísa ESB-aðild almennt en hafna rökréttum afleiðingum aðildar er eflaust gott veganesti fyrir nýja hægri flokk ESB-sinna. Slagorðið: ESB-reglur - en bara þegar hentar lýsir prýðilega pólitískri sannfæringu ESB-sinna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 17. apríl 2014
Yale, Harvard - kósí liðið vill ekki ESB-háskóla
Þóra ESB-forsetaframbjóðandi Samfylkingar og VG á leið í Yale í Bandaríkjunum. Gísli Marteinn, úr samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins, sem Sigmundur Davíð tók viðtal við, eins og í minnum er haft, fékk skólavist í Harvard vestan hafs.
Hvað hefur kósí liðið á móti háskólum á meginlandi Evrópu? Nennir það ekki ekki að læra frönsku, spænsku eða þýsku?
Eða er kósí liðið þrátt fyrir allt laumu-ameríkusinnar?
![]() |
Þóra Arnórs á leið í Yale |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |