Gísli Marteinn býður ESB-sinnum að ræða Sjálfstæðisflokkinn

Málefni Sjálfstæðisflokksins verða til umræðu í sunnudagsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á RúV.

Til að ræða Sjálfstæðisflokkinn af sanngirni og frá sem flestum sjónarmiðum fær Gísli Marteinn þau Ólaf Stephensen ritstjóra Fréttablaðsins, sem var formaður samtaka ESB-sinna og heldur upp reglulegum skrifum um að Íslandi eigi að ganga í ESB, og Ragnheiði Ríkharðsdóttur, sem er eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði með tillögu Össurar að sækja um aðild að ESB.

Gísli Marteinn hefði átt að ganga hreint til verks og fá tvo samfylkingarmenn að ræða Sjálfstæðisflokkinn.


ESB-nagari í framboði í Reykjavík

,,Við erum alltaf að naga þröskulda í Brussel," segir Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og finnst reisn yfir því. Í takt og tóni við undirferli manna af hans sauðahúsi lýsir Halldór afstöðu sinni á þennan veg í Reykjavík vikublaði

Ég hef svosem aldrei sagst vera Evrópusambandssinni, ég er aðildaviðræðusinni.

Halldór er annað tveggja sannfæringalaus pólitísk drusla eða úlfur í sauðagæru. Hvort heldur sem er þá getur enginn með sjálfsvirðingu stutt slíkan frambjóðanda til valda í höfuðborg Íslands.

 


Breiðfylkingu borgaraflokka hafnað

Útvíkkaður Framsóknarflokkur undir forystu Guðna Ágústssonar með flugvallarmálið í forgrunni, og þar sem skipulagsmál, hefði orðið stofn að breiðfylkingu borgaraflokka í höfuðborginni þar sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur legðu sameiginlega pólitíska línu.

Guðni er stjórnmálamaður sem skiptir máli. Brjálæðiskastið sem vinstrimenn tóku, þegar hann íhugaði framboð, sýndi svart á hvítu hve öflugur Guðni er.

Svo mótsagnakennt sem það annars er þá stendur framboð Sjálfstæðisflokksins veikari fótum eftir að Guðni hætti við. Sjálfstæðisflokkurinn stendur í 25 prósentum og með oddvita, Halldór Halldórsson, sem er merktur ESB-sinnum og meginþorri þeirra er á vinstrikantinum. Einn og sér getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki orðið valkostur við vinstriflokkana í borginni - til þess er hann einfaldlega og veikur og oddvitinn of líkur vinstrimanni. Aftur ef Guðni hefði leitt borgaralega sinnað framboð sem með sama grunnstefi og Sjálfstæðisflokkurinn væri kominn valkostur við meirihluta vinstriflokkanna.

Með litlausan Framsóknarflokk í borginni minnkar vægi Sjálfstæðisflokksins og þeir sem hagnast mest eru vinstriflokkarnir. Enda sást það í umræðunni, í þá viku sem Guðni íhugaði framboð, að vinstrimenn voru með böggum hildar. Núna anda þeir léttar enda meirihlutinn tryggður næstur fjögur ár.


mbl.is Höfnuðu hugmynd Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benedikt hótar að ræna Halldóri frá XD

Oddviti framboðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er ESB-sinninn Halldór Halldórsson, sem starfar með Benedikt Jóhannessyni, Sveini Andra og Þorsteini Páls í samtökum þeirra sem vilja Ísland inn í Evrópusambandið.

Benedikt, sem segist undirbúa stofnun nýs hægriflokks, kemur fram í viðtali í Fréttatímanum og gerir því skóna að nýi flokkurinn muni jafnvel bjóða fram í Reykjavík í kosningunum eftir rúman mánuð.

Í viðtalinu er látið að því liggja að þrautreyndir sjálfstæðismenn standi í pólitíska bröltinu með Benedikt. Það þarf ekki neinn Einstein til að sjá hvaða flugufót Benedikt er að búa til að auka þyngdina á bakvið hótunina um að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn.

Benedikt veðjar á að forysta Sjálfstæðisflokksins glúpni við hótanir.


Gjaldmiðlastríð - Evrópa tapar stórt

Hagnaður Japanskra fyrirtækja stóreyst vegna þess að japanska jenið er stórum ódýrara en fyrir nokkrum árum. Kínverjar misstu markaðshlutdeild til japanskra fyrirtækja og eru núna að bæta sér það upp með gengisfellingu juansins.

Bandaríkin eru um það bil komin úr skuldakreppunni með dollaraprentun og ódýrari orku. Bandaríkin búa við hagvöxt og lágt atvinnuleysi. 

Evrópa mun tapa á gjaldmiðlastríðinu sem stendur yfir. Ástæðan er að Evrópa er þegar komin inn í verðhjöðnun, á meðan t.d. Japan býr við heilbrigða verðbólgu upp á 2,7%, og þverskallast við að grípa í taumana með því að auka framboð evra - þ.e. nota sömu aðferðir og önnur stórveldi til að aðlaga efnahagskerfi sín.

Þau 18 ríki sem nota evru verða hart út, enn á ný, þegar gengisfelling juansins koma að fullu í ljós. Verðhjöðnunin lamar eftirspurn og dregur úr vexti hagkerfisins, sem var þó lítill fyrir. Skuldirnar standa í stað og verða hlutfallslega stærri eftir því sem hagkerfið skreppur saman. Hagkerfi evru-ríkja er þegar í vandræðum með 12 prósent meðaltalsatvinnuleysi.

Sum evru-ríki, Ítalía er oft nefnd í því samhengi, græða meira en önnur á því að yfirgefa evruna. 

Á hinn bóginn: hér á Íslandi vill Samfylkingin og fáeinir ESB-sinnar í óstofnuðum hægriflokki að við köstum frá okkur krónunni og göngum í evru-björg. Huggulegt afspurnar.


mbl.is Hagnaður Honda jókst um 56%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

480 þús. er ekki hálf milljón - ALLS EKKI

Þráðurinn er stuttur í flugvallarstarfsmönnum. Talsmaður þeirra, Kristján Jóhannsson, viðurkennir að mánaðarlaunin séu 480 þúsund kr. en finnst óheyrilega ósvífið að formaður Samtaka atvinnulífsins segi launin hálf milljón á mánuði.

Spurning hvort ekki ætti að niðurgreiða reiðinámskeið fyrir Kristján og félaga, fyrst þeir stökkva upp á nef sér vegna þess að 480 þús. kr. eru ekki hálf milljón.


mbl.is „Þetta hleypir illu blóði í mitt fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðýtur á bílskúra í vesturbænum

Herferð Samfylkingar og vinstrimanna gegn samgöngum tekur á sig æ róttækari myndir. Fyrir þrem vikum var tilkynnt um skipulagstillögur sem í reynd loka Reykjavíkurflugvelli. Í dag eru fréttir af fyrirhuguðu eignarnámi á bílskúrum í vesturbænum - til að jafna þeim við jörðu með jarðýtum svo þétta megi byggðina.

Að þétta byggð með jarðýtum er lýsandi fyrir aðferðafræði vinstrimeirihlutans í borginni. Við höfum valdið, segja þeir í ráðhúsinu, og ætlum að beita því með góðu eða illu.

Eina vörn almennings í höfuðborginni er að nota atkvæðisréttinn borgarstjórnarkosningunum í næsta mánuði og segja við borgaryfirvöld: hingað og ekki lengra.


mbl.is Ráðist á rótgróið hverfi Vesturbæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndi á miðju Atlantshafi

Í Bandaríkjunum eru vinstrimenn varla kallaðir annað en frjálslyndir og eftir því tortryggðir sem óamerískir. Í Bretlandi eru frjálslyndir borgaralega þenkjandi og forðast ríkisafskiptaöfgar vinstrimanna.

Hér á Íslandi er Framsóknarflokkurinn frjálshuga flokkur sem hafnar öfgum blindrar markaðstrúar í einn stað en geldur jafnframt varhug við stórfelldum ríkisafskiptum.

Frjálslyndi á miðju Atlantshafi er vitanlega heilbrigðasta útgáfa stefnunnar. Það gerir sjávarloftið.

 


mbl.is Forsætisráðherra fundar með frjálslyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni vill heilsugæsluna til að selja hana

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar seldi Hitaveitu Suðurnesja og fasteignir bæjarins til að fjármagna glórulausar skýjaborgir. Núna vill Árni fá heilsugæsluna frá ríkinu. Umhyggja Árna er ekki fyrir heilsufari íbúanna.

Árni ætlar selja heilsugæsluna hæstbjóðanda. Það má græða á heilsugæslu þar sem ríkið borgar reikning sjúklinganna. Vinkona Árna er Ásdís Halla Bragadóttir er þegar kominn í heilbrigðisrekstur þar sem ríkið greiðir og einkaframtakið hirðir hagnaðinn.

Árni bæjó veit alveg hvað klukkan slær þegar snjallar viðskiptahugmyndir eru annars vegar.


mbl.is Vilja taka yfir rekstur heilsugæslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni skók jörðina - en nennti ekki innanflokksátökum

Viðbrögð vinstrimanna við mögulegu framboði Guðna Ágústssyni í Reykjavík mætti líkja við jarðskjálfta. Guðni er vinsæll og með sterka tilhöfðun til almennings og þess vegna fóru óhróðursmaskínur vinstrimanna í yfirgír.

Guðni var tilbúinn í slagsmál við pólitíska andstæðinga. En hann nennti ekki innanflokksátökum.

Lái honum hver sem vill.


mbl.is Guðni gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband