Útgerð, kvóti og byggð

Löngu fyrir daga kvótakerfisins risu og hnigu byggðir hringinn í kringum landið. Bíldudalur og Seyðisfjörður voru einu sinni stórútgerðabæir og Siglufjörður sömuleiðis. Þessi bæjarfélög urðu fyrir þungum búsifjum löngu fyrir daga kvótakerfisins. Með kvótakerfinu efldist Siglufjörður vegna þess að á staðnum voru kraftmiklar útgerðir.

Vestmannaeyjar og Grindavík eru pláss sem eflast í kjölfar kvótakerfisins.

Það er ekki kvótakerfið sem gerir Djúpavogshreppi grikk heldur sú staðreynd að það var ekki heimaútgerð sem átti kvótann. Útgerði sem átt kvótann, Vísir, var ekki til fyrir daga kvótakerfisins - sem sýnir og sannar að kvótakerfið er aðeins umgjörð. Innan þeirrar umgjarðar tapa sumir og aðrir græða, líkt og gerðist fyrir daga kvótakerfisins.

Ef samfélagið í Djúpavogi er jafn sterkt og ræman gefur til kynna þá bjargar það sér. Ef ekki þá skreppur byggðin saman líkt og margar sjávarbyggðir gerðu löngu fyrir daga kvótakerfisins.

 


mbl.is „Við erum ekki að gefast upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Líklega færðu bágt fyrir þessa greiningu Páll, en sannari orð hafa ekki verið sögð. Þetta er einmitt það sem mér datt í hug þegar ég sá myndina.

Ragnhildur Kolka, 21.5.2014 kl. 15:52

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Djöfulsins þvættingur er þetta.

Jóhannes Ragnarsson, 21.5.2014 kl. 17:06

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þetta er alveg rétt greining og á vel við. Það er athyglisverð tilraun hafin að setja kvóta á fiskvinnslustöðvar en slíkt ætti að hjálpa þeim að viðhalda störfum. Því miður var Djúpivogur ekki þar inni. Bæjarfélög viðhalda sér ekki nema um störf sé að ræða og þegar afli minnkar þá fækkar störfum en fjölgar ekki. Þess vegna þarf að koma inn fleiri atvinnutækifæri og í alltof mörgum bæjum hefur það ekki gerst. Það er of mikil einföldun að kenna kvótakerfinu eingöngu um.

Þú hefðir alveg mátt bæta við athugasemdum um aðferðir Hafrannsóknastofnunar og hvort að þær séu nógu viturlegar. Eitt er að kenna umgjörð um en þegar grunnurinn er rangur verður hvort eð er allt rangt.

Rúnar Már Bragason, 21.5.2014 kl. 17:38

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er bara laukrétt,að útgerðarfélagið Vísir var ekki til fyrir daga kvótakerfisins,en það hefði mátt setja “átthagafjötra"á Pál stofnendann sem fæddur er og uppalinn á Þingeyri. Faðir hans var mikil aflakló,skipstjóri á síðutogara.

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2014 kl. 17:43

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Stökkva menn nú fram fyrir launagreiðendur sína. Hahaha.

Launagreiðendur sem farið hafa ránhendi um landið og barið innbyggjum hægri vinstri árum og áratugum saman.

Svo voga slíkir menn sér að setja sig á háan hest daglega og þykjast tala fyrir þjóðina eða fólið í landinu.

f íslendingar fara ekki almennt að sjá í gegnum svona málflutning og í framhaldi koma sér saman um að knésetja þessar sérhasmunaelítu þá sennilega missir landið bara sjálfstæðið eftir nokkra áratugi vegna þessara stöðugu meiðinga og barsmíða af hálfu sérhagsmunaklíka og þjóna þeirra.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2014 kl. 18:04

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Stökkva menn nú fram fyrir launagreiðendur sína. Hahaha.

Launagreiðendur sem farið hafa ránshendi um landið og barið á innbyggjum hægri vinstri árum og áratugum saman.

Svo voga slíkir menn sér að setja sig á háan hest daglega og þykjast tala fyrir þjóðina eða fólkið í landinu. Þetta kann ekki að skammast sín.

Ef íslendingar fara ekki almennt að sjá í gegnum svona málflutning og í framhaldi koma sér saman um að knésetja þessar sérhasmunaelítu þá sennilega missir landið bara sjálfstæðið eftir nokkra áratugi vegna þessara stöðugu meiðinga og barsmíða af hálfu sérhagsmunaklíka og þjóna þeirra.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2014 kl. 18:05

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef enga fordóma,;en er þetta stam,?

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2014 kl. 18:25

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er færsla sem ástæða er til að halda til haga.

Og varla kom nokkrum manni á óvart að frú Ragnhildur Kolka sá þarna ljósglætu.

það er óþarfi að ergja sig á því að varpa fram spurningunni hvort fólki sé sjálfrátt þegar þð er að baslast við að bera í bætifláka fyrir flokkinn sinn hversu vonlaus sem málstaðurinn er.

Það er hvergi það er hvergi flötur á þessu kerfi sem hægt er að kalla nothæfan.
Færeyingar trúðu ekki að Íslendingar gætu verið svo vitlausir að nota þennan ófögnuð.
Trúðu því ekki og létu á það reyna hvort ekki væri einhver dulinn ábati innbyggður í mystikina.Það kostaði þá tveggja ára basl og vandræði að komast að því að blátt áfram EKKERT væri hirðandi í þessari brjálsemi.

En auðvitað hafa þeir ekki jafn næmt skynbragð á útgerð og þau Páll Vilhjálmsson sjóhundurinn og útgerðarmúgúllinn landsþekkti og frú Ragnhildur Kolka.

Árni Gunnarsson, 21.5.2014 kl. 18:55

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú verður fróðlegt að sjá hvernig þau Páll og Ragnhildur hrekja úttekt okkar fjórmenninganna á þessu kerfi. Úttektina sem við sendum öllum alþingismönnum og síðan fréttastofum og fjölmiðlum út og suður.

Enginn hefur treyst sér til andsvara enn sem komið er hvað þá að nokkur hafi látið sér til hugar koma að andmæla nokkru atriði.

Þó tókum við þetta efnislega, lið fyrir lið.

Ég bíð eftir að sjá hvernig þetta verður meðhöndlað af sérfræðingum sem búa að svo mikilli speki að "sannari orð hafa ekki sögð."

Þessi úttekt er aðgengileg á bloggsíðunni hans Halldórs Jónssonar verkfræðings.

Lítið um neikvæðar athugasemdir síðast þegar ég leit þar við. 

Árni Gunnarsson, 21.5.2014 kl. 19:35

10 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Því miður held ég að verði lítið um umræður um tillögur ykkar Árni Gunnarsson. Þetta kallast þöggun og oftrú á vísindalegri vinnu. Það vantar eimitt alla umræðu um aðferðir Hafrannsóknastofnunar og þann grunn sem kvótakerfið er byggt á. Því miður hef ég litla trú á að það breytist á næstu árum.

Rúnar Már Bragason, 21.5.2014 kl. 22:03

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þöggunina þekkjum við félagar og áttum aldrei von á öðru. Þessi mál eru svo augljós að þau þola ekki umræðu fremur en nýju fötin keisarans enda er þetta "besta fiskveiðikerfi í heimi" bara nýtt form þeirrar sögu.
Keisarinn var ekki í neinum fötum og kerfið hefur skaðað þessa þjóð meira en nokkur þorir að nefna.

Ég get bara ekki á mér setið þegar menn eins og síðuhaldari setjast niður og blaðra um efni sem þeir þekkja ekki, hafa ekki vit á en skrifa bara það sem þeim vita að kemur sér vel fyrir húsbóndann.

Færeyingar trúðu ekki sínum eigin augum eftir að hafa skoðað keisarans föt í tvö ár.
Keisaragarmurinn íslenski var ekki í fötum.

Hann var á spottanum!

Árni Gunnarsson, 22.5.2014 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband