Mánudagur, 4. ágúst 2014
Vinstristjórnarskráin rannsóknarefni vegna mistaka
Vinstristjórnarskráin, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sig. stóð fyrir í gegnum stjórnlagaráð, mistókst vegna lélegs undirbúnings, takmarkaðs umboðs, óljósra markmiða og lítils almenns stuðnings.
Þetta eru meginniðurstöður bandaríska prófessorsins Hélène Landemor sem Viðskiptablaðið greinir frá og vísar í lengri útgáfu á ensku í fræðitímariti og styttri í Slate.
Í einni setningu er niðurstaðan þessi: vinstrimenn eru of takmarkaður hópur til geta sett saman nothæfa stjórnarskrá.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 3. ágúst 2014
Blaðamennska og valdapólitík
Frétt mbl.is sem er upphafið að svokölluðu lekamáli er unnin á forsendum blaðamennsku, þar sem stuðst er við ýmsar heimildir s.s. samtakanna No Borders og minnisblaði ættuðu úr innanríkisráðuneytinu. Fréttin er málefnaleg og varpar ljósi á stöðu tiltekins hælisleitanda, sem vegna mótmæla No Borders var orðinn að fjölmiðlamáli.
Morgunblaðið stundar blaðamennsku, eins og hún er almennt skilin; að segja frá tíðindum nær og fjær og upplýsa almenning. Réttarkerfið stendur vörð um blaðamennsku, það kom fram í dómi Hæstaréttar þegar lögreglan krafðist þess að fréttastjóri mbl.is gæfi upp höfund og heimild fréttarinnar.
DV stundar ekki blaðamennsku í lekamálinu. Blaðamaður DV, Jón Bjarki Magnússon, kom fram á baráttufundi No Borders samtakanna, eins og Björn Bjarnason benti á. Þar með lýsir blaðamaður opinberlega yfir samstöðu með málaðila í lekamálinu. Jón Bjarki er einn þriggja aðalhöfunda síðustu DV-roku í lekamálinu, sem má kalla Stefánsþátt Eiríkssonar og byggðist á þeim uppspuna að Stefán hefði hætt sem lögreglustjóri vegna þrýstings frá Hönnu Birnu.
Björn hafði áður bent á tengsl DV við samtökin No Borders og fengið hótun frá Reyni Traustasyni ritstjóra um málssókn vegna þess. Að hóta málssókn er ekki blaðamennska heldur hrá valdapólitík.
DV stundar valdapólitík í lekamálinu og hefur sett sér það markmið að koma innanríkisráðherra fyrir pólitískt kattarnef. Í þeirri valdapólitík finnur DV sér bandamenn, t.d. ríkissaksóknara og RÚV sem jafnvel gengur svo langt að birta fésbókarfærslur Reynis ritstjóra eins og um heilagan sannleik væri að ræða.
Takist DV með hjálp bandamanna að flæma ráðherra úr ríkisstjórn Íslands fær DV-útgáfan stóraukið vægi í samfélagsumræðunni.
,,En við höfum svo sem pönkast á honum út í það óendanlega," sagði Reynir í frægu samtali við einmitt Jón Bjarka fyrir sex árum þegar þeim hafði sinnast í tilefni af frétt Jóns Bjarka sem Reynir sló af vegna utanaðkomandi þrýstings. Í sama samtali talar Reynir um að ,,taka menn niður" þegar hann lýsir starfsháttum DV.
Núna er DV að pönkast í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og vill taka hana niður. Takist DV ætlunarverk sitt verður verra að búa á Íslandi en áður vegna þess að þeir menn eru komnir með samfélagsvald sem ekki kunna að fara með það.
![]() |
Vantraust á ráðuneytið moldviðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 3. ágúst 2014
Ari fróði og elsta auglýsingabrella Íslandssögunnar
Fróðlegt verður að heyra rök Páls Bergþórssonar fyrir því að Ari fróði Þorgilsson sé höfundur Eiríks sögu rauða, sem geymir elstu auglýsingabrellu Íslandssögunnar.
Eiríkur rauði Þorvaldsson fór úr Noregi fyrir víga sakir, líkt og sumir aðrir landnámsmenn t.d. Ingólfur og Hjörleifur. Manndráp fylgdu Eiríki til Íslands og var gerður brottrækur af landi á Þórsnesþingi á Snæfellsnesi. Hann leitaði sér búsetu í landi vestan Íslands og er nafnahöfundur þess. Í Eiríks sögu rauða segir
Það sumar fór Eiríkur að byggja landið það er hann hafði fundið og hann kallaði Grænland því að hann kvað menn það mjög mundu fýsa þangað ef landið héti vel.
Snjöll nafngift getur skipt sköpum.
![]() |
Páll Bergþórsson í fornleifaleiðangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3. ágúst 2014
100 ára sjálfsmorð Evrópu
3. ágúst 1914 kl. 19:00 tókust þeir í hendur Wilhelm von Schoens sendiherra Þjóðverja og Rene Viviani forsætisráðherra Frakklands eftir að sá fyrrnefndi afhenti stríðsyfirlýsingu Þjóðverja. Þýska útgáfan Die Welt minnist atburðarins með fyrirsögninni Á þessum degi framdi Evrópa sjálfsmorð.
Víða í Evrópu var fagnað. Stríð var langþráð tilbreyting frá leiðinlegum hversdagsleika. Almannarómur var að stríðið stæði ekki nema i nokkrar vikur, líkt og síðasta stríð Frakka og Þjóðverja 1870/71. Stefan Zweig segir frá þýsk-austurrískri stríðshrifnæmi þessa sumardaga fyrir hundrað árum í bókinni Veröld sem var.
Zweig var austurrískur gyðingur og gerði það gott sem rithöfundur á árunum milli stríða. Ef einhver einn einstaklingur persónugerir sjálfsmorð Evrópu þá er það Stefan Zweig. Hann skrifaði um þýsk, frönsk og rússnesk skáld; Maríu Stúart drottningu Skota og lögreglustjóra Napoleóns. Viðfangsefnin sótti hann út um alla álfuna. Fyrst og fremst var hann þekktur fyrir smásögur sínar þar sem innri angist ef ekki sálfræðistríð keyrði áfram frásögnina.
Sjálfsmorð Evrópu dróst á langinn. Bandaríkin komu Evrópu til bjargar 1917 og ári seinna var saminn friður kenndur við Versali. Friðurinn stóð ekki lengi. Samlandi Zweig, maður að nafni Adolf Hitler, náði völdum í Þýskalandi undir þeim formerkjum að endurreisn með stríði væri hin rétta þýska aðferð.
Zweig flúði Hitler, fyrst til Bretlands, þá Bandaríkjanna og loks Brasilíu. Hann var einn mest lesni höfundur samtímans og þokkalega fjáður - ólíkt þorra flóttamanna. Zweig eignaðist nýja konu þrjátíu árum yngri og hélt skrifum áfram, lauk m.a. við Veröld sem var og Manntafl.
Sjálfsmorð Evrópu hófst með fyrri heimsstyrjöld og hélt áfram í þeirri seinni. Stefan Zweig fékk nóg af veröldinni eins og hún var orðin. Hann þreifst ekki í nýjum heimkynnum og örvænti um þau gömlu. Ásamt konu sinni, Charlotte Elisabeth Altmann, framdi Zweig sjálfsvíg þremur árum fyrir lok seinna stríðs.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. ágúst 2014
Valtýr stendur í þakkarskuld við Sigríði F.
Valtýr Sigurðsson stendur í þakkarskuld við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, sem nú stendur í ströngu vegna tengsla við DV-slúður um samskipti lögreglustjóra og innanríkisráðherra.
Valtýr var skipaður ríkissaksóknari í nóvember 2007. Ári síðar kom hrunið. Valtýr er faðir Sigurðar þáverandi forstjóra Exista, sem átti víða ítök í hrunfyrirtækjum s.s. Kaupþingi. Valtýr var frá og með hruni vanhæfur sem ríkissaksóknari enda stóðu á honum öll spjót. Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, krafðist afsagnar Valtýs, en hann neitaði. Í fjölmiðlaumræðu var Valtýr málaður út í horn.
Sigríður Friðjónsdóttir var vararíkissaksóknari frá 1. september 2008 þangað til að loksins, loksins að Valtýr sagði af sér embætti í febrúar 2011 og Sigríður fékk embættið.
Valtýr stígur núna fram til að bera blak af Sigríði, sem situr á skýrslu lögreglunnar um lekamálið og hjálpar þar DV að rífa æruna af innanríkisráðherra.
![]() |
Valtýr segir Hönnu Birnu eiga að víkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 2. ágúst 2014
RÚV virkjar vinnufélaga Sigríðar F. í þágu DV-herferðarinnar
Orðspor fréttastofu RÚV er háð því að innanríkisráðherra segi af sér enda hefur RÚV tekið undir árásir DV á ráðherra. Núna þegar böndin berast að stórundarlegum samskiptum Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og DV grípur RÚV til vopna og kallar fram fyrrum vinnufélaga Sigríðar til að vitna henni í vil.
Valtýr Sigurðsson og Sigríður Friðjónsdóttir voru vinnufélagar hjá embætti ríkissaksóknara frá janúar 2008 til til febrúar 2011. Frá september 2008 var Sigríður vararíkissaksóknari Valtýs, sem var ríkissaksóknari.
Frétt RÚV í hádeginu, þar sem Valtýr skorar á Hönnu Birnu að víkja úr sæti ráðherra, getur þess í engu að hér er vinnufélagi að rétta fyrrum samstarfsmanni hjálparhönd.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 2. ágúst 2014
Reynir bendlar Sigríði F. við DV-pönk
Reynir Traustason ritstjóri DV nánast segir berum orðum að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari standi á bakvið DV-slúðrið um að innanríkisráðherra hafi flæmt lögreglustjóra úr embætti.
Í leiðara DV, sem birtist í gærmorgun, áður en svarbréf innanríkisráðherra kom fyrir sjónir almennings, skrifar Reynir eftirfarandi
En Stefán Eiríksson fékk ekki frið. Hann hefur lýst því í samtölum við trúnaðarmenn sína, meðal annars ríkissaksóknara, að hann hafi verið boðaður á fundi til ráðherrans, oftar en einu sinni. Þá fékk hann símtöl sem snerust um Lekamálið.
Í tilvitnuðum orðum ber Reynir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara fyrir sig sem heimild um samtöl Stefáns Eiríkssonar og innanríkisráðherra. Sigríður er þar með komin í lið með DV í einkaherferð á hendur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Í ljósi þess að Stefán hefur margstaðfest að innanríkisráherra hafi ekki með nokkrum hætti haft óeðlileg afskipti af lögreglurannsókninni er kristaltært að uppspretta DV-slúðursins er hjá ríkissaksóknara.
Pólitískar kringumstæður leiddu til þess að Sigríður Friðjónsdóttir var gerð að ríkissaksóknara. Hún saksótti Geir H. Haarde fyrir vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og hlaut að launum embætti ríkissaksóknara vorið 2011.
Sigríður hlýtur að gera grein fyrir samskiptum sínum við DV og hvers vegna embætti ríkissaksóknara er uppspretta tilhæfulauss áburðar á hendur ráðherra og ráðuneyti. Umboðsmaður alþingis, sem verndari og eftirlitsmaður góðrar stjórnsýslu, verður að skrifa ríkissaksóknara fyrirspurnarbréf um samskiptin við DV.
Ríkissaksóknari fer með opinbert ákæruvald. Sé minnsti grunur um að ákæruvaldinu sé beitt í pólitískum tilgangi verður að velta við hverjum steini til að komast að hinu sanna.
![]() |
Gerir ekki athugasemdir við bréfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 1. ágúst 2014
DV-pönk í boði ríkissaksóknara
Ríkissaksóknari, Sigríður Friðjónsdóttir, lætur undir höfuð leggjast að ljúka lekarannsókninni, sem hún hóf í febrúar sl. Ríkissaksóknari heldur málinu opnu til að DV geti ,,pönkast" áfram á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.
Hanna Birna hefur mátt sitja undir stanslausu pönki frá DV án þess að geta tekið til varna. Hanna Birna segir í svari til umboðsmanns alþingis
Þegar rannsókn málsins hófst gaf ég út þá yfirlýsingu að ég myndi ekki tjá mig um málið fyrr en henni væri lokið, enda ekki við hæfi að ráðherra lögreglumála tjáði sig opinberlega um rannsókn á meðan hún stæði yfir. Meðal annars af þessari ástæðu hefur sá langi tími sem rannsóknin hefur tekið verið bagalegur og t.a.m. takmarkað möguleika mína til að svara ítrekuðum árásum sem ég hef orðið fyrir á opinberum vettvangi.
Í stað þess að Sigríður ríkissaksóknari ljúki málinu, hún er komin með lögregluskýrsluna í hendur fyrir mörgum vikum, þá heldur hún opinni skotlínu á ráðherra til að DV-pönkið með aðstoð RÚV vinni sem mestan pólitískan skaða.
Núna þegar umboðsmaður alþingis er búinn að fá svör við spurningum sínum hlýtur hann að bregðast skjótt við og svara strax í fyrramálið hvað hann hyggst gera í framhaldinu. Það tók umboðsmann alþingis aðeins einn sólarhring að bregðast við DV-slúðrinu. Ekki getur viðbragðið orðið lengra við svörum ráðherra.
Ef umboðsmaður alþingis þarf að ráðfæra sig við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, áður en hann bregst við svörum innanríkisráðherra, getum við treyst því að hann sé með gsm-númer Sigríðar á hraðvali.
![]() |
Hafði ekki áhrif á rannsóknina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 1. ágúst 2014
Kvaddur Árni Þór Sigurðsson
Karl Th. kveður Árna Þór þingmann Vg og segir m.a.:
Sorrí krakkar, en kræst: Hvað er hægt að vera mikill hentistefnu- og eiginhagsmunagaur?
Jónas kveður sama þingmann með orðunum
Löngu fyrir daga þessarar ríkisstjórnar var ljóst, að Árni Þór var þreyttur á hugsjónastússi. Hafði fundið lykt af peningum fyrir ekkert í sparisjóðasvindlinu, þegar hann seldi stofnfjárbréfin í Spron.
Við þetta er að bæta að Árni Þór var stjórnarmaður í Heimssýn þegar hann gekk til liðs við Össur Skarphéðinsson að koma Íslandi í Evrópusambandið - þvert á stefnu Vg og kosningayfirlýsingu um að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan sambandsins.
Árni Þór er sérstök tegund stjórnmálamanns.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 1. ágúst 2014
Skáld í ábyrgðalausu stríði
Þessi mánaðarmót marka hundrað ára afmæli upphafs fyrri heimsstyrjaldar. Á meginlandi Evrópu hófst stríðið með stríðsyfirlýsingu Austurríkis-Ungverjalands á hendur Serbíu 28. júlí en Bretar miða við 4. ágúst þegar þeir sögðu Þjóðverjum að stríðsástand væri á milli landanna.
Deilur um hver ber ábyrgð á fyrri heimsstyrjöld eru jafngamlar stríðinu. Svefngenglarnir eftir Christopher Clark segir enga eina þjóð bera ábyrgð. Stríð þótti af nægilega mörgum nærtækari kostur til að leysa sambúðarvanda Evrópuþjóða en friðsamlegri lausnir - og því voru vopnin látin tala.
Hávaðinn af vopnaviðskiptum náði raunir ekki til almennings. Herstjórnir beggja vegna víglínunnar lögðu sig fram um að afflytja stríðsfréttir. Orustan við Somme, þar sem Bretar misstu á fimmta hundrað þúsund manna, flesta á fyrstu dögum orustunnar var kynnt sem breskur sigur í dagblöðum heima fyrir.
Ekki fyrr en eftir stríðið varð alþjóð kunnugt um hverskyns fjögurra ára sláturtíð fyrri heimsstyrjöld var ungu mönnunum sem urðu þar að fallbyssufóðri. Skáld vígvallanna á Flandri voru menn eins og Robert Graves, Wilfred Owen og Sigefried Sassoon.
Þremenningarnir þekktust, og um tíma var náið á milli Graves og Sassoon. Vinskapnum lauk tíu árum eftir stríðið þegar Graves gaf út Goodbye to all that.
Graves særðist í orustunni við Somme og var ekki hugað líf. Times birti nafn hans yfir látna. Í dag birtir háskólabókasafnið í Cambrigde dagbækur Sassoon á netinu. Þar er færsla daginn sem hann fréttir af dauða vinar síns.
Og nú hef ég heyrt að Róbert dó í gær af sárum sínum eftir árásina á High Wood. Og ég verð að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Svo að hann og Jonnie eru saman og kannski kem ég brátt til þeirra.
Wilfred Owen dó 1918 á vígvellinum. Sassoon og Graves urðu aldraðir menn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)