RÚV virkjar vinnufélaga Sigríðar F. í þágu DV-herferðarinnar

Orðspor fréttastofu RÚV er háð því að innanríkisráðherra segi af sér enda hefur RÚV tekið undir árásir DV  á ráðherra. Núna þegar böndin berast að stórundarlegum samskiptum Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og DV grípur RÚV til vopna og kallar fram fyrrum vinnufélaga Sigríðar til að vitna henni í vil.

Valtýr Sigurðsson og Sigríður Friðjónsdóttir voru vinnufélagar hjá embætti ríkissaksóknara frá janúar 2008 til til febrúar 2011. Frá september 2008 var Sigríður vararíkissaksóknari Valtýs, sem var ríkissaksóknari.

Frétt RÚV í hádeginu, þar sem Valtýr skorar á Hönnu Birnu að víkja úr sæti ráðherra, getur þess í engu að hér er vinnufélagi að rétta fyrrum samstarfsmanni hjálparhönd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Formenn stjórnmálaflokka á að kjósa á landsfundum flokkanna nú eða í almennum atkvæðagreiðslum meðal flokksmanna ef þær reglur gilda. Formenn sitja eða segja ekki af sér, vegna þess að einhverjir blaðamenn hafa skoðun á þeim.

Reynir Traustason hefur aðra skoðun á málinu. Hann virðist halda að hann hafi guðlegt vald. Það er hans að ,,taka menn niður" eins og það er víst kallað á DV. Blaðið skrifaði 600 níðgreinar um Bjarna Benediktsson, en það tóku bara ekki nógu margir mark á blaðinu. Nú er það Hanna Birna. Margir hafa kynnst þessum ,,taka niður" aðferðum Reynis, sem eiga sér sennilega rót í óstjórnlegri vanmálttarkennd ritstjórans.

Nú er það Hanna Birna. Það kemur ekkert á óvart að RÚV og Baugsmiðlarnir taki undir. Það byggir á þeirra hlutleysi. Þeim kom ekki til hugar að Jóhanna Sigurðardóttir ætti að segja af sér eftir að hafa neytt Svavarssamninginn í gegnum Alþingi, og síðar þeimm gjörningi hafnað með 98% í þjóðaratkvæði. Það er að vísu rétt að Jóhanna uppskar ekkert nema fyrirlitningu þjóðar sinnar fyrir framgögnu sína.

Hanna Birna stendur þetta af sér og mun njóta virðingar fyrir verk sín að loknu þessu kjörtímabili.

Sigurður Þorsteinsson, 2.8.2014 kl. 13:25

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú vílar RÚV ekki fyrir sér að nýta kunningjasamfélagið, þótt aðrir megi ekki kasta kveðju þvert yfir götuna.

Ragnhildur Kolka, 2.8.2014 kl. 13:27

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það setti að manni aulahroll við að hlusta á þáttinn "Í vikulokin" og síðan fréttatímann á ruv, í dag, laugardag. Þvílíkt og annað eins offors! Trúverðugleiki þessarar óþörfu stofnunar og bagga á skattgreiðendum, er að engu orðinn og kominn tími til að leggja þetta bákn niður, með öllu sem því fylgir. Það er fjandi hart að þurfa að greiða kostnaðinn af þessari ósvinnu.

Halldór Egill Guðnason, 2.8.2014 kl. 13:56

4 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Þegar það verður æ ljósara hve vond vinnubrögð hafa tíðkast í innanríkisráðuneytinu, ráðherra hefur sagt þinginu ósatt og skipt sér af rannsôkn málsins, þá virðist blindur hópur stuðningsmanna fara gjörsamlega úr lîmingunum. Fróðlegt að fylgjast með þessu.

Eiður Svanberg Guðnason, 2.8.2014 kl. 15:43

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það virðist ætla að lifa góðu lífi hjá náhirðum pólitíkusa, viðhorfið að stjórnmálamenn séu að "standa eitthvað af sér" með lofsverðum kjarki þegar þá skortir þann pólitíska siðgæðisþroska sem hjá menningarþjóðum er talinn eins sjálfsagður og að borða með hníf og gaffli.

Sjálfur hef ég enga trú á því að innanríkisráðherrann Hanna Birna hafi orðið sek um neitt óheiðarlegt. Mér finnst hún blátt áfram vera dæmigerð frekjudós, einlæg, hreinskilin, óðamála og heiðarleg.

Mér finnst bara að samskipti stjórnvalda og okkar sem teljumst til almennra borgara eigi að vera með þeim brag að á meðan efasemdum um vafasamt athæfi hinna fyrrnefndu er eytt með opinberri rannsókn, dragi þeir sig í hlé.
Hanna Birna er ekki ómissandi á þeim tíma sem þetta tekur. 
Það er misskilningur að hún sé að standa af sér stórsjói.

Árni Gunnarsson, 2.8.2014 kl. 16:10

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hverjir eru þá ”náhirðar pólitíkusa hr. Árni Gunnarsson;? Þér finnst já að þú sem telst til almennra borgara,eigi kröfu á að pólitíkusarnir dragi sig hlé,meðan þú prúðmennið spúir ruddafengnum lýsingarorðum af grófustu gerð.um þá sem verja stjórnmálamenn.

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2014 kl. 05:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband