Sigurbjörg á tveim kennitölum í nefndarvinnu

Rannsóknanefnd alþingis um Íbúðarlánasjóð kostaði skildinginn. Karl Garðarsson þigmaður spurði ráðherra um einstaka kostnaðarliði. Í töflu sem fylgdi kostnaðaryfirliti vegna verktaka eru fjórir liðir, sbr. hér að neðan.

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur er skráð fyrir 1,7 m.kr. greiðslu sem verktaki. Annar verktaki, Góðir stjórnsýsluhættir, er skráður fyrir 3,8 m. kr. greiðslu. En seinni verktakinn, Góðir stjórnsýsluhættir, er einkahlutafélag Sigurbjargar samkvæmt ríkisskattstjóra.

Það teljast varla góðir stjórnsýsluhættir að fela greiðslur til eins og sama aðila með því að skrá þær á tvær kennitölur.

 

Verktaki Upphæð Viðfangsefni
Góðir stjórnsýsluhættir ehf. 3.793.500 Ráðgjöf og textavinna
Kvant ehf. 6.390.390 Textavinna og rannsóknir
PricewaterhouseCoopers ehf. 5.218.595 Rannsóknarvinna
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir 1.773.000 Ráðgjöf og rannsóknarvinna

 


RÚV leitar að vitnum gegn Sigmundi Davíð

Fréttamaður RÚV hringdi í fræðimenn í dag til að fá þá til að vitna gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Tilefnið var að Sigmundur Davíð svaraði fyrirspurn frá fjölmiðli vegna umræðu um það hvort ríkissaksóknari ætti rannsaka lekamál í Samkeppniseftirlitinu.

Fréttmaður RÚV reyndi að fá fræðimenn með sér í leiðangur til að sýna fram á að forsætisráðherra virti ekki þrískiptingu valdsins og reyndi að hafa óeðlileg áhrif á ákæruvaldið. Engar fréttir komu í kvöldfréttatímum RÚV um málið þannig að fræðimenn sáu í gegnum fréttahönnun RÚV og neituðu að taka þátt í þessum tilbúningi.

Vinnubrögð fréttastofu RÚV eru anda þeirrar stefnu að búa til pólitískan veruleika í stað þess að upplýsa á hlutlægan hátt um stöðu mála.


Morð sem tjáning

Íslamska ríkið myrðir saklaust fólk með köldu blóði og dreifir aftökum netinu. Íslenskt lén var notað til að í þessu skyni en þegar tekið var fyrir það þá töldu einhverjir að um skerðingu á tjáningarfrelsi væri að ræða.

Morð er tjáning og nauðgun raunar líka. En þeir eru fáir, nema kannski Píratar á Íslandi, sem líta svo á að í nafni frelsis eigi að standa vörð um rétt morðingja til að birta tjáningu sína á netinu.

Múslímar á vesturlöndum verða að átta sig á því að veraldlegur réttur, rétturinn til lífs og mannréttinda, kemur á undan rétti trúarinnar, skrifar huguð múslímsk kona í Die Welt.

Múslímarnir í Íslömsku ríki átta sig ekki á þessari grunnforsendu vestræns lýðræðis og stunda það múslímska hobbí að drepa þá sem eru ekki rétt innréttaðir í trúnni. Píratar, og aðrir sem verja rétt morðingja til tjáningar, skilja heldur ekki þessa grunnforsendu.


Hreiðar Már og auðmannaútgáfan

Hreiðar Már Sigurðsson var dæmdur í Al-Thani málinu í meira en fimm ára fangelsisvist. Hreiðar Már viðurkenndi ekki sekt sína heldur hélt fram sakleysi. Vörn Hreiðars Más var vegin og úrskurðuð léttvæg.

Maður sem er nýbúinn að fá á sig dóm er nokkuð djarfur að ryðjast fram í auðmannaútgáfunni, sem heitir Fréttablaðið, með ásakanir um aðrir hafi ekki farið eftir settum reglum.

Auðmannaútgáfan af sannleikanum er sambærileg við guðsorðið sem skrattinn finnur í Biblíunni.


mbl.is SÍ sakar Hreiðar um ósannsögli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkissaksóknari á að segja af sér

Ríkissaksóknari gerði embættið að pólitísku verkfæri vinstrimanna með því að taka þátt í atlögunni að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í tilbúningi sem kallast ,,lekamálið".

Eins og dómsmálaráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, bendir á hlýtur Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að láta jafnt yfir alla ganga og stökkva nú til að rannsaka leka úr Samkeppniseftirlitinu til Kastljóss á ríkisútvarpi vinstrimanna.

Ef ríkissaksóknari bregst ekki við áskoruninni viðurkennir embættið að leki sé aðeins rannsakaður þegar vinstriflokkunum liggur á að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Og ef ríkissaksóknari rannsakar Samkeppniseftirlitið þá grefur eitt embætti almennings undan öðru embætti almennings aðeins til að þóknast sértækum hagsmunum þeirra sem svindla  almenningi í skjóli fákeppni.

Hvort heldur sem er þá vinnur embætti ríkissaksóknara undir forystu Sigríðar Friðjónsdóttur gegn almannahagsmunum.

Til að spara okkur frekari leiðindi ætti Sigríður Friðjónsdóttir að viðurkenna það sem liggur í hlutarins eðli; að hún ræður ekki við embættið sem henni var falið.


mbl.is Ríkissaksóknari: Vísbendingar um brot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ójöfnuður og fátækt; íslenska samhengið

Ójöfnuður samfélags vísar til þess hve breitt bil er á milli þeirra ríkustu og efnaminnstu. Á hinn bóginn er fátækt æ oftar skilgreind þannig að þann flokk fylla þeir sem eru með lægstu tekjurnar.

Alveg sama hve ríkt þjóðfélag félag er þá eru alltaf tíu prósent með lökust kjörin. Fátæklingar í einu landi geta verið með tekjur og lífskjör millistéttar í öðru landi.

Á Íslandi höfum við lagt áherslu á jöfnuð, t.d. með því að leggja ofurkapp á að bæja frá atvinnuleysi. Ólíkt Evrópu búum við ekki við stéttskiptingu og andstætt Bandaríkjunum er tekjudreifingin jafnari hér á landi.

Ísland er fyrirmyndarsamfélag m.t.t. efnahagslegs jafnaðar. Það sorglega er að þeir sem kenna stjórnmálaskoðanir sínar við jafnaðarmennsku neita að viðurkenna þessa staðreynd. Svokallaðir jafnaðarmenn á Íslandi reyna ítrekað að koma okkur í Evrópusambandið sem elur á fátækt og ójöfnuði í gegnum atvinnuleysi.


mbl.is Ójöfnuðurinn sá mesti í öld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking í 20 ára gömlum leiðindum

EES-samningurinn tók gildi 1994 og fullseint fyrir Samfylkinguna að efast um hvort samningurinn standist stjórnarskrána 20 árum seinna.

EES-samningurinn þótti skásti kosturinn í viðskiptasambandi Íslands og Evrópusambandsins á þeim tíma. Ef samningnum verður sagt upp þá taka gildi fyrri samningar um fríverslun Íslands og ESB.

Með því að rótast í EES-samningnum reynir Samfylkingin að bæta sér upp gjörtapaða vígstöðu í Evrópumálum. Meiri reisn væri yfir Samfylkingunni að viðurkenna mistök sín og styðja afturköllun umboðslausu ESB-umsóknarinnar frá 16. júlí 2009.

En reisn og Samfylking eiga ekki samleið núna frekar en fyrri daginn.


mbl.is Telja EES-samninginn ekki standast stjórnarskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjarðhegðun, hagfræði og fjármál

Hagfræði er að hluta gisk á hvaða hjarðhegðun sé líklegust á hlutabréfamörkuðum í það og það skiptið. Síðustu daga eru engir þeir stóratburðir á ferðinni sem einir og sér geta útskýrt fall hlutabréfa.

Á hinn bóginn er vitað að peningaflæði frá bandaríska seðlabankanum hélt uppi verði hlutabréfa á alþjóðamörkuðum og bjó í leiðinni til pappírsauðæfi. Í Washington var tilkynnt fyrir nokkrum mánuðum að ódýrir dollarar yrðu ekki lengur í boði.

Um tíma var haldið að evrópski seðlabankinn hlypi í skarið fyrir þann bandaríska og byði upp á peninga eins og hver vildi á núllvöxtum. Það reyndist óskhyggja.

Pappírsauðæfin hverfa þess dagana án þess að nokkur gæti séð það fyrir með vissu. Það segir nokkra sögu um þau órökrétta hjarðhegðun í heimi fjármála.  


mbl.is Adam var ekki lengi í Paradís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matarskatturinn ekki prinsippmál

Það getur ekki verið prinsippmál Sjálfstæðisflokksins að hækka skatt á matvæli. Þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram sagði formaður flokksins í fjölmiðlum að umræðan myndi slípa frumvarpið.

Nú hefur umræðan sýnt fram á að rökin fyrir hækkun matarskatts halda ekki. Það er engin eftirspurn í samfélaginu eftir ,,einfaldara skattaumhverfi" ef það felur í sér hækkun á matarverði.

Skynsamlegast er að lagfæra fjárlagafrumvarpið þannig að matur verði áfram í lægra vsk-þrepi. 

Sjálfstæðisflokkurinn er þrátt fyrir allt að stofni til íhaldsflokkur. Og íhald er að halda í það sem reynst hefur vel. Enginn kvartaði undan fyrirkomulagi matarskatts. Hvers vegna að breyta því sem virkar?


mbl.is Vill Bryndísi ekki úr flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bryndís og matar-mistök Sjálfstæðisflokksins

Það voru mistök af hálfu Sjálfstæðisflokksins að berjast fyrir hækkun virðisaukaskatts á matvæli í nafni einföldunar á skattkerfi.

Í fyrsta lagi fann almenningur ekki fyrir flóknu vsk-kerfi; hér var ekki um pólitískt vandamál að ræða. Í öðru lagi misheppnaðist algjörlega, ef það var þá reynt, að færa rök fyrir nauðsyn breytinga á vsk-kerfinu.

Hækkun á matvöru er viðkvæmt mál sökum þess að enginn getur án matar verið. Sterk rök þarf til að hækka skatta á matvæli. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki kynnt þau enn. 

Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók að sér að leiðrétta matar-mistök flokksins. Hún ætti að fá lof en ekki last frá félögum sínum.  


mbl.is Bryndísi sárna ummæli Brynjars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband