Nauðgun, ekki endilega kynferðisleg

Nauðgun er ekki endilega kynferðisleg. Það er hægt að nauðga tungumálinu; reynt var að nauðga Íslandi inn í Evrópusambandið og krónunni var nauðgað af auðmannabönkum í aðdraganda hruns.

Maðurinn sem merkti mynd af Agli með orðunum ,,fuck you rapist bastard" var sýknaður einmitt sökum þess að nauðgun er ekki endilega kynferðisleg heldur er orðið notað í yfirfærðri merkingu og flokkast þá sem gildisdómur.

Sunna Ben Guðrúnardóttir sagði á hinn bóginn um Egil

„Þetta er líka ekki árás á mann fyr­ir að segja eitt­hvað rangt, held­ur fyr­ir að nauðga ung­lings­stúlku ... Það má all­veg gagn­rýna það að nauðgarar prýði forsíður fjöl­rita sem er dreyft út um all­an bæ ...“

Fullyrðing um nauðgun unglingsstúlku er ekki gildisdómur heldur ásökun um refsiverðan verknað. Slík ummæli njóta ekki verndar málfrelsis.

Hæstiréttur er samkvæmur sjálfum sér í þessum tveim málum.


mbl.is Ummælin dæmd dauð og ómerk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunlexía no. 1: ekki selja Landsbankann

Ef það er eitthvað eitt sem má læra af hruninu þá er það þetta: íslenska einkaframtakið kann ekki að eiga banka. Íslenskir auðmenn eru einfaldlega of vanþroska til að eiga banka, þeir falla í þá freistni að nota banka til að stunda fyrir sig viðskipti og gera ekki greinarmun á einkahagsmunum og almannahag.

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans veit þetta og leggur til að útlendingar kaupi Landsbankann. Það er tómt rugl í bankastjóranum. Fyrr en varir myndu innlendir vanþroska auðmenn gera útlendingunum kauptilboð sem þeir gætu ekki hafnað. Innlendir auðmenn kunna að ræna banka innanfrá, þeir sýndu það í útrás, og engar líkur að þeir hafi aflært þá kunnáttu.

Arion og Íslandsbanki verða í eigu einstaklinga. Til að fyrirbyggja að bankakerfið allt komist áhættusjúklinga verður ríkið að eiga öflugan banka. 

Landsbankinn á um ókomna tíð að vera ríkisbanki. Ríkið á að leysa til sín þau hlutabréf sem starfsmenn Landsbanka fengu gefins.

Ef ríkisstjórnin skilur ekki hrunlexíu no. 1 þá getur hún allt eins pakkað saman strax.  


mbl.is Undirbúningur sölu þarf að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalda stríðið, Kúba og Úkraína

Samskipti Bandaríkjanna og Kúbu frusu í kalda stríðinu. Fidel Kastró, frelsishetja Kúbu, var í grunninn þjóðernissinnaður sósíaldemókrati, í anda þeirrar sænsku. Stuðningur Bandaríkjanna við kúbversku afturhaldsöflin hratt Kastró i faðm Sovétríkjanna.

Kúba er Bandaríkjamönnum það sem Úkraína er Rússum; stórt landssvæði sem liggur nærri og gæti ógnað öryggishagsmunum stórþjóðarinnar. Eftir fall Berlínarmúrsins reyndi ekkert erlent vald að sækja Kúbu heim og færa það undir áhrifasvæði sitt enda yrði það ekki litið hýru auga í Washington. Rússar, á hinn bóginn, eru látnir una því að Evrópusambandið hreiðri um sig í Úkraínu.

Ráðandi þjóðir í ESB, Frakkar og Þjóðverjar, réðust inn í Rússland á 19. og 20. öld. Rússum er ómögulegt að líta framhjá ógninni við öryggishagsmuni sína leggi ESB undir sig Úkraínu.

Kalda stríðið frysti samskipti þjóða. Það er kaldranalegt að þíðan leiðir til stríðsátaka sökum þess að ríki eins og Frakkland og Þýskaland þekki ekki sín takmörk.


mbl.is „Ég held að allt muni breytast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagvöxtur, ódýrt vinnuafl og samfélagsfriður

Kennisetningar um hagvöxt boða frjálsa för vinnuafls enda fæst það ódýrast þannig. Það gleymist að vinnuaflið er fólk sem tekur sér búsetu þar sem annað fólk er fyrir á fleti.

Um alla Evrópu er vaxandi andóf gegn frjálsri för vinnuafls.

Hagvöxtur byggður á ódýru vinnuafli stuðlar að samfélagsófriði.


mbl.is Fleiri telja áhrif innflytjenda neikvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræðin hættir að virka

Gamalt lögmál hagfræðinnar er uppnámi. Lögmálið segir að ef framboð á vöru eykst þá muni varan að öðru jöfnu lækka í verði. Þetta lögmál gildir einnig um peninga: aukið peningamagn í umferð lækkar verð þeirra - verðlækkunin heitir verðbólga.

Nei, segir Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman, þegar samdráttur er í hagkerfinu er allt í lagi að prenta peninga eins og enginn sé morgundagurinn; reynsla síðustu sex ára sýnir það.

Jú víst, segir Ambrose Evans-Pritchard: seðlabankar sem búa til óhóflega mikið af peningum framleiða verðbólgu þegar kurlin koma öll til grafar.

Baksvið deilu tvímenningana er að Bandaríkjamenn og Bretar unnu bug á kreppunni með blöndu af niðurskurði ríkisútgjalda og peningaprentun. Krugman og Evans-Pritchard eru sammála um engilsaxnesku meginstefnuna en þá greinir á hvenær skuli hætta peningaprentuninni.

Krugman telur óhætt að prenta meira af peningum, sem kallað er ,,quantative easing" en sá breski að nóg sé að gert. Mælikvarðar tvímenningana eru ólíkir, þeir mæla peningamagn i umferð ýmist með M1 sem er þröngur kvarði eða M3 sem tekur langtímafjármagn með í reikninginn.

Ágreiningur um grundvallarmál í hagfræði endurspeglar að kreppan sem hófst 2008 og þó sérstaklega viðbrögðin við henni eru fordæmalaus. Peningaútgáfa seðlabanka Bandaríkjanna og Bretlands (raunar Japans sömuleiðis) togar hagkerfin úr kreppu en menn vita ekki enn hver kostnaðurinn verður.

Krugman, sem þykir vinstrisinni á engilsaxnesku, virðist ekki gera sér rellu út af stórauknum ójöfnuði sem peningaútgáfan elur af sér. Þeir ríku hirða mest af nýjum peningum en brauðmolarnir hrjóta af borðum til þeirra efnaminni. Evans-Pritchard er hægrimaður sem kemur með tillögur sem eru til vinstri við hagspeki Krugman.

Vinstrimenn sem boða brauðmolakenninguna og hægrimenn sem vilja ríkisafskipti af atvinnulífinu eru talandi dæmi um að hagfræðin, eins við þekkjum hana, er hætt að virka.

 

 


ASÍ vill að ríkið haldi uppi fyrirtækjum

Samtök atvinnulífsins eru komin með öflugan bandamann að herja á ríkissjóð: Alþýðusamband Ísland krefst þess að ríkið útvegi þeim lægst launuðu ódýrt húsnæði til að fyrirtækin þurfi ekki að hækka launin.

ASÍ er óðum að verða handlangari forstjóraveldisins sem krefst þess að arður fyrirtækjanna gangi fyrir launagreiðslum til almennra starfsmanna. Þá fá eigendurnir sitt, sem oft eru lífeyrissjóðir, og æðstu stjórnendur fá auðvitað sitt en ríkissjóður á að halda almennum stafsmönnum góðum.

Ríkisstjórnin á vitanlega að segja forseta ASÍ, á kurteisan hátt, að éta skít.


mbl.is Setja úrslitakosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmenningarstefna er rasismi

Aðskildir en jafnir, var fjölmenningarstefna í Bandaríkjunum á síðustu öld sem fól í sér að hvítir og þeldökkir bjuggu ekki í sömu hverfum og notuðu ekki sömu opinberu þjónustuna nema að takmörkuðu leyti. Bandaríska fjölmenningarstefnan er ónýt, eins og sést á óöldinni þar nú um stundir.

Í Evrópu var fjölmenningarstefna reynd á eftirstríðsárunum sem leiddi til þess að innflytendur hrúguðust samfélagslega afkima með tilheyrandi útskúfun. Fjölmenningarstefnan er fordæmd af Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, einnig af Cameron forsætisráðherra Bretlands og sömuleiðis af fráfarandi forseta Frakklands, Sarkozy.   

Fjölmenningarstefna er rasísk í eðli sínu vegna þess að hún aðskilur menningarhópa og úthýsir minnihlutahópum sem búa við verri aðstæður efnahagslega, félagslega og menningarlega.

Atlaga vinstrisinna að þjóðmenningu Íslendinga er undir formerkjum fjölmenningarstefnu. Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vg, segir fullum fetum:

Við erum að stefna hérna að fjölmenningarsamfélagi 

Vinstrimenn á Íslandi standa sem sagt fyrir innflutningi á rasisma sem búið er að hafna í Ameríku og Evrópu.

Íslenskir vinstrimenn eru sérlega illa heppnað pólitískt fyrirbrigði; það er varla til sú ömurlega hugmynd sem þeir falla ekki fyrir.

 


RÚV hótar alþingi og þjóðinni

RÚV er með 3,5 milljarða kr. á fjárlögum og býr ekki við neina skerðingu. Engu að síður hótar valdaapparatið RÚV þingi og þjóð að ef fjárkúgun stofnunarinnar nær ekki fram að ganga þá hljótist illt af.

DV undir forystu RÚV-arans Hallgríms Thorsteinssonar er látið koma hótuninni á framfæri:

Þeir sem muna tímana tvenna í pólitíkinni segja að þá sannist það, sem vitað var áður, að pólitískar herferðir gegn RÚV svara aldrei pólitískum kostnaði.

RÚV ætlar sér sem fjölmiðill að vega að þingi og þjóð. Stofnun sem hagar sér svona á vitanlega ekki að vera á opinberu framfæri. Hendum RÚV á markaðinn og látum kvikindið spjara sig þar.

 

 


Svíar vilja ESB án evru - tvöföld mótsögn

Svíar láta sér ekki til hugar koma að taka upp evru, sem leiðir ómældar hörmungar yfir þau 18 af 28 þjóðríkjum Evrópusambandsins sem nota gjaldmiðilinn. Engu að síður vill meirihluti Svía vera áfram í Evrópusambandinu.

Það er tvöföld mótsögn í þessari afstöðu Svía.

Í fyrsta lagi vegna þess að Evrópusambandið krefst þess að þjóðir taki upp evru, sem er gjaldmiðill sambandsins. Um hríð geta þjóðir komist hjá þessari kvöð með efnahagstæknilegum undanþágum en það varir ekki lengi, - sjáið bara Litháa.

Í öðru lagi þá verður evrunni ekki bjargað nema með stóraukinni miðstýringu á ríkisfjármálum evru-ríkjanna. Og án evrunnar er ekkert Evrópusamband, það hefur Merkel kanslari Þýskalands sagt.

Svíar munu ekki lengi eiga þess kost að vera í Evrópusambandinu en án evru.


mbl.is Vilja vera í ESB en ekki evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgavinstrimenn í kúltúrstríði

Þingmaður Samfylkingar, Sigríður I. Ingadóttir,tekur undir með atlögu Lífar Magneudóttur á kristna þjóðmenningu Íslendinga.

Hófsamir vinstrimenn, til dæmis Guðmundur Andri Thorsson, vara við því að gera trúmál að pólitískum vígvelli.

Öfgavinstrimenn munu ekki láta segjast enda liggur það í eðli öfganna að taka ekki sönsum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband