Þriðjudagur, 20. janúar 2015
Veðjað á fall evrunnar
Evran mun falla að verðgildi í ár og fara mögulega niður fyrir bandaríkjadal að verðmæti, gangi spár eftir.
Útflutningsiðnaður Evrópu mun hagnast á rýrari evru, og til þess er leikurinn gerður. Á hinn bóginn er harla ólíklegt að hagvöxtur taki við sér á meginlandinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkar hagvaxtarspá sína fyrir Evrópu og var ekki úr háum söðli að detta.
Verðfall evrunnar er ekki góðkynja heldur sjúkdómseinkenni á hagkerfi sem ekki sér til lands.
![]() |
Hækkun á hlutabréfamörkuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. janúar 2015
Ókeypis peningar bjarga ekki evrunni
Eftir fimm daga kjósa Grikkir þing sem vill ekki borga skuldir sínar. Eftir tvo daga tilkynnir Seðalbanki Evrópu um kaup á ríkisskuldabréfum upp á um 500 milljarða evra.
Grikkir vilja ekki borga skuldi sínar vegna þess að þeir standa ekki undir þeim. Seðlabanki Evrópu ætlar að búa til ókeypis peninga til að koma efnahagslífi meginlandsins í gang.
Geta þá ekki ókeypis peningar bjargað Grikkjum með skuldir sínar?
Nei, ókeypis peningar duga ekki til vegna þess að á evru-svæðinu ríkir verðhjöðnun. En það felur í sér að verð á vöru og þjónustu lækkar og skatttekjur dragast saman. Skuldir á hinn bóginn hækka sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og því gengur verr að borga af þeim.
Evru-hagkerfið er í vítahring samdráttar og verðhjöðnunar með skuldaáþján sem ætlar allt lifandi að drepa. Og á Íslandi eru snillingar í Samfylkingunni sem vilja gera okkur aðila að þessu bandalagi uppdráttarsýkinnar.
![]() |
Varar Grikki við að borga ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. janúar 2015
Danska krónan í hættu vegna evrunnar
Danski seðlabankinn tilkynnti um lækkun stýrivaxta, úr mínus 0,05% í mínus 0,2%. Danska krónan er tengd evrunni og gæti orðið fórnarlamb ákvörðunar Seðlabanka Evrópu á fimmtudag að prenta peninga til að koma hagkerfi álfunnar úr kreppuástandi.
Svissneski seðlabankinn varð að gefast upp á tengingu við evruna fyrir skemmstu og olli það verulegri ókyrrð á fjáramálamörkuðum.
Evran er eitraður gjaldmiðill enda ríkir óvissa um framtíð evru-samstarfsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. janúar 2015
Næstu tölublöð Herðubreiðar
Undir ritstjórn Björgvins G. og Karls Th. verða næstu tölublöð Herðubreiðar vígð eftirfarandi efnisþáttum:
Brussel frekar en Ásahreppur; sjóðirnir eru stærri og tækifærin fleiri
Spilling á Íslandi; innherjaupplýsingar
Samfylkingin, umboðslausa umsóknin og umboðslausa úttektin
Samfylkingin og siðvitið; persónulegt sjónarhorn
![]() |
Björgvin: Ekki fjárdráttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 19. janúar 2015
Karl Th. Birgisson, spillingin og Samfylkingin
Karl Th. Birgisson ritstjóri Herðubreiðar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingar var í vinnu hjá Björgvini G. Sigurðssyni í viðskiptaráðuneytinu.
Núna kemur Björgvin til liðs við Karl Th. og samfylkingarútgáfuna Herðubreið.
Má gera ráð fyrir að þeir félagar ráðist af alkunnum heilindum að opinberri spillingu og hefji siðferðisgildi Samfylkingar vegs og virðingar.
![]() |
Segir Björgvin hafa dregið sér fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19. janúar 2015
Jákvæðir fólksflutningar til Norðurlanda
Frá landnámsöld hafa Íslendingar sótt heim Norðurlönd til lengri eða skemmri tíma. Þjóðinni gagnast vel að sækja menntun og starfsreynslu til frænda og vina í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.
Heimskur er heimaalinn maður, segir í gömlu texta og það á enn við í dag. Við þyrftum fyrst að hafa áhyggjur ef Íslendingar steinhættu að flytja til Norðurlanda.
Íslendingarnir koma alltaf heim um síðir. Það er reynslan frá landnámsöld.
![]() |
Reikna út í mjólk og bensíni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. janúar 2015
Þóra býr til frétt um tómarúm Þorsteins
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fréttamaður á Stöð 2 bjó til frétt úr pistli Þorsteins Pálssonar sem vill Ísland inn í ESB-ríkið sem logar stafnanna á milli.
Fréttatilbúningur Þóru heldur ekki máli enda spyr hún ekki Þorstein um ástandið í sæluríkinu ESB heldur tekur upp spuna hans um meint tómarúm í stefnu ríkisstjórnarinnar.
Fréttahönnun af þessu tagi er hrein og klár pólitík klædd í fréttabúning.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 18. janúar 2015
Múslímaklerkur bannar snjókarl
Í héraðinu Tabuk í Saudi-Arabíu, nálægt landamærum Jórdaníu, snjóaði en það gerist ekki oft. Fjölskyldufaðir í héraðinu vildi vita hvort það samrýmdist múlímatrú að búa til snjókarl. Hann sneri sér til klerksins Mohammed Saleh al-Munadschid til að fá úrskurð þar um.
Úrskurðurinn, kallaður fatwa, var ótvíræður: það sammrýmist ekki trú múslíma að búa til snjókarl enda felur það í sér myndgerð manneskju og það samrýmist ekki trúnni. Úrskurðurinn var birtur á vefsíðu ætlaðri til að ráðleggja múslímum trúarlegt líferni.
Úrskurðurinn er þýskum blaðamanni Die Welt tilefni til að fjalla um trúarlega leiðsögn múslíma. Nánast hver sem er getur orðið múslímaklerkur enda enginn miðlægur aðili sem veitir trúarlega forystu, líkt og páfinn meðal kaþólikka og biskupar í lútherskum þjóðkirkjum.
Múslímaklerkar eru fyrirferðamiklir í ríkjum araba á kostnað annarra s.s. menntamanna og blaðamanna. Hófsöm öfl sem reyna að samhæfa trú og veraldarhyggju mega sín lítils gagnvart bókstafstrúnni.
Múslímar í araheiminum finna til vanmmáttar gagnvart öllu vestrænu og eru ginnkeyptir fyrir áróðri vopnaðra öfgasamtaka um heilagt stríð gegn vesturlöndum.
Trú sem bannar snjókarla en lofar hryðjuverk á ýmislegt óuppgert við sjálfa sig.
![]() |
Al-Qaeda hvarf í skuggann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 17. janúar 2015
Umsóknin um evru-horror er tilræði við þjóðarhag
Evru-þjóðirnar 19 stefna í uppgjör sín á milli. Aðeins tvær mögulegar niðurstöður gætu komið úr því uppgjör.
Í fyrsta lagi: að evru-svæðið verði Stór-Evrópa með sameiginlegu fjárveitingavaldi í Brussel líkt og fjárveitingavaldið í Bandaríkjunum er í Washington.
Í öðru lagi: evru-svæðið molnar í sundur þar sem ríku þjóðirnar í Norður-Evrópu verða aðgreindar frá fátæku þjóðunum í Suður-Evrópu. Opin spurning er hvoru megin hryggjar evran sjálf lendir.
Hvort heldur að úr verði Stór-Evrópa, þar sem meginlandið sameinast en Bretar standa utan auk Svía og Dana og Pólverja a.m.k. um sinn, eða að evru-samstarfið gliðni í sundur, þá er öllu sæmilega viti bornu fólki augljóst að engin þjóð, sjálfs sín ráðandi og ekki ógnað af stórveldi, lætur sér til hugar koma að sækja um evru-aðild undir núverandi kringumstæðum.
Vanhugsaða og illa undirbúna umsókn Össurar Skarphéðinssonar frá 16. júlí 2009 fór í gegnum þingið vegna þess að Vg-þingmenn svindluðu.
Íslendingar eiga að leyfa Evrópu á vinna sig úr þeim vanda sem steðjar þar að og vona að vel takist til. Þegar nýskipan mála er komin á í Evrópu, og það gæti tekið fimm til fimmtán ár, tökum við umræðu á ný stöðu Íslands í því samhengi.
En núna á að afturkalla umsóknina um evru-horrorinn enda er hún tilræði við þjóðarhag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 17. janúar 2015
Sviss fórnarlamb evrunnar; ESB í uppnámi
Kreppan á evrusvæðinu leiddi til þess að svissneski frankinn varð eftirsótt hæli fjármagnseigenda sem ekki treystu evrunni. Við það styrktist svissneski frankinn fram úr hófi og fjármálayfirvöld þar í landi gripu til þess ráðs að tengja frankann við evruna.
Svissneski seðlabankinn gafst upp á tengingunni við evru í vikunni. Í fjármálaheiminum er búist við stórfréttum af fundi Evrópska seðlabankans 22. jan þar sem verði tilkynnt um viðbrögð við verðhjöðnun í álfunni. Þrem dögum síðar kjósa Grikkir til þings með afleiðingum sem gætu leitt til brottreksturs Grikklands úr evru-samstarfinu.
Evran og framtíð gjaldmiðlasamstarfs evru-ríkjanna 19 er meginástæðan fyrir uppnámi svissneska frankans.
Evran, sem átti að vera aflvél Evrópusamrunans, er óðum að verða helsti veikleiki Evrópusambandsins. Andstæðir hagsmunir Norður- og Suður-Evrópu verða æ skýrari í evru-samstarfi. Suður-Evrópa þarf gengisfellinu evru upp á 20 til 40 prósent sem myndi þýða óásættanlegt verðbólguskot í Norður-Evrópu.
Á sama tíma og evru-samstarfi eykur ósætti innan ESB styrkir flóttamannavandinn, sem er tengdur hryðjuverkaógninni, stöðu þeirra pólitísku afla í Evrópu sem eru andstæð ESB. Viðskiptastríðið við Rússa vegna Úkraínu-deilunnar gerir illt verra.
Evrópusambandið sjálft er í uppnámi; evru-kreppan er aðeins birtingarmynd.
![]() |
Seðlabanki Sviss harðlega gagnrýndur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)