Lamaðir, fatlaðir og Össur

Össur Skarphéðinsson samfylkingarforingi er kominn í slag við stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

Um Össur verður ekki annað sagt en að hann velji sér andstæðinga sem standa honum jafnfætis.


mbl.is Endurráða ekki forstöðumanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín skilar auðu í utanríkismálum - Vg óþarfur flokkur

Flokkur sem ekki tekur afstöðu til þess hvort Ísland eigi heima utan eða innan Evrópusambandsins er í raun ekki með neina stefnu í utanríkismálum.

Aðild að ESB myndi festa Ísland við framtíð meginlands Evrópu sem býr við ógnir innan frá, samanber hryðjuverkin í París og uppnám evrunnar, og utan frá og nægir þar að vísa til Úkraínu-deilunnar við Rússa.

Þingflokkur Vg er á launum frá almenningi og flokkurinn á framfæri ríkissjóðs til að hafa skoðun á álitamálum samtímans. Stjórnmálaflokkur sem ekki tekur afstöðu til ESB-aðildar getur allt eins hætt í pólitík.


mbl.is Vilja enn þjóðaratkvæði um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslunin biður um ríkisstuðning

Verslun á Íslandi glímir við offjárfestingar og getur ekki rekið sig nema með mörg hundruð prósent álagningu. Af því leiðir getur verslunin ekki keppt við erlenda netverslun.

Ríkisvaldið á ekki að hreyfa litla fingur til hagsbóta fyrir verslunina. Það er verslunin sjálf sem þarf að stokka upp starfsgreinina þannig að hún geti starfað með hóflegri álagningu.

Verslunarstörf eru illa launuð og engin eftirsjá af þeim þegar atvinna er næg.


mbl.is Fataverslun nær ekki flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar kann og getur, Jón Gnarr er fyndinn

Ólafur Ragnar Grímsson er maðurinn sem bjargaði okkur frá Icesave-ánauðinni. Ólafur Ragnar talaði máli Íslands á alþjóðavettvangi þegar við vorum hrakyrt austan hafs og vestan og ekki var hlustað á aðra íslenska stjórnmálamenn.

Ólafur Ragnar er alvöru, Jón Gnarr er plat.


mbl.is Ólafur myndi tapa fyrir Jóni Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sviss býst við hruni evru

Svissneski frankinn var aftengdur evrunni sökum þess að Svisslendingar búast við að evran hrynji í verðgildi þegar Seðlabanki Evrópu tekur til við að prenta peninga í því skyni að bjarga efnahagskerfi meginlandsins.

Seðlabanki Evrópu fékk grænt ljós frá Evrópudómstólnum um að grípa til aðgerða vegna efnahagskreppunnar sem lamar Evrópu. Niðurstaða dómstólsins er umdeild enda leiðir hún til þess að ríkissjóðir evru-ríkja verða fjármagnaðir með peningaprentun seðlabankans.

Þjóðverjar eru andvígir þeirri lausn sem ítalskur seðlabankastjóri beitir sér fyrir. Seðlabanki Evrópu er ekki með lýðræðislegt umboð að fjármagna eyðslu evru-ríkja, segir í Frankfurter Allgemeine Zeitung og að slík lausn brjóti í bága við grunnsáttmála Evrópusambandsins.

Evru-kreppan er óðum að verða að pólitískri kreppu Evrópusambandsins.


Val múslíma, verkefni ríkisvaldsins

Múslímar á vesturlöndum standa frammi fyrir því vali að samþykkja veraldlegt samfélag, þar sem trú er einkamál og lög og réttur byggður á mannréttindum en ekki trúarsetningum, eða finna sér annað samfélag að búa í.

Á þessa leið eru skilaboð borgarstjórans í Rotterdam í Hollandi. Ahmed Aboutaleb er sjálfur múslími og veit gerst á eigin skinni hvaða kostir eru í boði.

Verkefni ríkisvaldsins undir þessum formerkjum er að upplýsa múslíma og aðra trúarhópa um hornsteina veraldlegs samfélags.

Það er ekki verkefni ríkisvaldsins að uppfræða almenning um trú múslíma til að komast hjá fordómum, líkt og örlaði á hjá sumum íslenskum stjórnmálamönnum sem kunna sér ekki hóf í ítroðslu í nafni pólitísks rétttrúnaðar.

 


Týnda hægrið er aula hægrið - flytur Benedikt J. til útlanda?

Benedikt Jóhannesson er ESB-sinni sem hrökklaðist úr Sjálfstæðisflokknum og ætlar að stofna flokk með því framtíðarnafni ,,Viðreisn". Skýrsla samin fyrir Benedikt fær umfjöllun í samfylkingarútgáfunni Kjarnanum undir fyrirsögninni Týnda hægrið með þessari skilgreiningu

einn hópur sem finnur sér hvergi heimili í því þjóðfélagi sem er í þróun hér á landi og það eru hófsamir hægri menn og allt að því jafnaðarmenn – „týnda hægrið.“

Hæfilegra nafn á þennan hóp er aula hægrið sem ekki getur gert upp á milli þess að kjósa Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu eða Bjarta framtíð.

Sérstaklega fyndið atriði í skýrslunni, sem huldufyrirtækið Verdicta er skráð fyrir, er hótun um landflótta tvístígandi miðaldra fólks.

Þá segir að þessi hópur fólks íhugi í auknum mæli að flytjast af landi brott, því þeim finnist margt í stjórnun landsins andstætt þeirra grunngildum um hvernig landið eigi að þróast.

Þvílíkur missir það yrði fyrir okkur að miðaldra fólk í leit að lífsfyllingu skuli hverfa af landi brott. Við sofnum ekki vært í nótt með þessa ógn yfir okkur. Og hvaða land ætli sé framtíðarland íslenska aula hægrisins?

 

 

 

 


Fréttablaðið er ruslpóstur

Fréttablaðið kemur óumbeðið innum póstlúgur íbúa höfuðborgarsvæðisins og er sem slíkt ruslpóstur.

Á ritstjórnartíð Gunnars Smára Egilssonar stóð til að dreifa helgarblaðinu eingöngu í þær póstlúgur þar þess var óskað. Fréttablaðið dreifði límmiðum í því skyni í öll hús með þeim skilaboðum að ef fólk festi ekki upp límmiðann fengi það ekki helgarútgáfuna. Fæstir settu upp límmiðann og Fréttablaðið hætti við þessa tilraun.

Skiljanlega er viðkvæmt á ritstjórn Fréttablaðsins að gera frétt um ruslpóst.


mbl.is Frétt Maríu Lilju var stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er fyrirgefið - samt gefumst við ekki upp

Myndin á forsíðu Charlie Hebdo trompar textann sem fylgir. Myndin er af spámanninum, sem múslímar leggja bann við að sé myndgerður.

Textinn fyrir ofan myndina eru skilaboð um fyrirgefningu en myndin sjálf er andspyrna við þá hugsun að trúarsetningar séu ofar tjáningarfrelsi.

Snjallir menn, þeir sem standa að Charlie Hebdo. 


mbl.is Hvað þýðir forsíða Charlie Hebdo?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland hf.

Læknar fengu launakröfum sínum framgengt sökum sterkrar stöðu, þeir geta jú ráðið sig til Noregs og Svíþjóð (þótt laun þar hafi lækkað um 10% sl. ár) og stuðningi frá stjórnarandstöðu og fjölmiðlum sem létu eins og náttúruhörmungar stæðu fyrir dyrum.

Ísland hf. hefur ekki efni á 30% launahækkun á línuna. Verkefni ríkisstjórnarinnar er að leiða almenningi fyrir sjónir að engar viðlíka hækkanir eru í boði fyrir aðrar starfsstéttir.

En jafn augljóst er að án nokkurra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði verða þar launahækkanir. Það er vegna þess að á Íslandi er ekkert atvinnuleysi og eftirspurn eftir fólki. Við getum þakkað krónunni og fullveldinu þá ánægjulegu stöðu mála.

Skammtímasamningar, þar sem læknasamningar verða vegnar og metnir í yfirvegun annars vegar og hins vegar almenn þróun efnahagskerfisins, eru skynsamlegasta niðurstaðan í vetur.


mbl.is Myndi valda kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband