Birgitta, Árni Páll, upphlaupið og öflin tvö í stjórnmálum

Líkur eru á að hannaða reiðibylgjan vegna bréfs utanríkisráðherra um afturköllun ESB-umsóknar hnígi um helgina. Í fyrradag var ríkisstjórnin sökuð um fasisma, í gær var ákall um stuðning ESB við valdatöku vinstrimanna en í dag er röflað um orðalag.

Tvö meginöfl takast á í íslenskum stjórnmálum. Hægriöfl með heimilisfestu í stjórnarflokkunum sem vilja fullveldi og íslenskt forræði yfir auðlindum þjóðarinnar annars vegar og hins vegar bandalag vinstriflokk sem líta til Evrópusambandsins eftir leiðsögn í samfélagsmálum.

Hægriöflin eru vel sett með foringja. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru öflugir talsmenn fullveldissjónarmiða.

Birgitta Jónsdóttir og Árni Páll Árnason öttu kappi um hvort yrði aðaltalsmaðurinn í upphlaupsmálinu sem hófst á fimmtudag. Birgitta stal senunni með því að svelgjast á kvöldmatnum og storma niður á Austurvöll á meðan Árni Páll kappræddi við Bjarna Ben. í Kastljósi og kom út eins og frammíkallandi götustrákur með lýðræðishalla frá 16. júlí 2009.

 

 


Pólitískt forsetaembætti hentar ekki grínista

Framlag Jóns Gnarr til íslenskra stjórnmála er grín með uppreisnarívafi, nokkurs konar búsáhaldabrandarapólitík.

Jón virkaði skamma stund eftir hrun þegar öngþveitið var algjört og étið-skít-húmorinn þótti við hæfi. Þegar örvæntingin sjatnaði reyndist Jón ekki með neitt annað innihald en útúrsnúningatilsvör. Hann treysti sér ekki í hversdagspólitíkina um malbiksholur og skólamál enda þjónustuhlutverkið við borgarana Jóni framandi.

Í tíð Ólafs Ragnars er forsetaembættið orðið pólitískt. Og það hentar ekki grínistum.


mbl.is Jón Gnarr ekki í forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstriflokkar óska eftir stuðningi ESB við valdatöku

Minnihlutinn á alþingi leitast við að taka fram fyrir hendur meirihluta þings og ríkisstjórnarinnar og biðlar til Evrópusambandsins að viðurkenna forræði minnihlutans í utanríkismálum.

Bréf vinstriflokkanna til Evrópusambandsins er beiðni um stuðning við valdatöku.

Landsdómur hefur verið kallaður saman af minna tilefni.


mbl.is Stjórnarandstaðan sendir ESB bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin fær erlenda krata til íhlutunar í íslensk málefni

Evrópusambandið vílar ekki fyrir sér íhlutun í innanríkismáli fullvalda ríkja og nægir þar að nefna Úkraínu þar sem ESB fjármagnaði hópa sem steyptu löglegri kjörinni ríkisstjórn. Hér heima er hópur sem heitir Samfylking og hafði formaður þess liðs í frammi hótanir í sjónvarpsviðtali í gær um að spilla fyrir lögmætri ríkisstjórn.

Þingflokkur jafnaðarmanna á Evrópuþinginu heggur í sama knérunn með ályktun í að íslensk stjórnvöld eigi að vera betur í takt við ESB-sinna og svarar þannig ákalli Árna Páls frá í gær.

Íslenska þjóðin kaus meirihluta á alþingi Íslendinga við síðustu kosningar sem var með skýra stefnuskrá um að hag landsins væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

Samfylkingin sekkur æ dýpra í ESB-fenið.

 

 


mbl.is Evrópskir jafnaðarmenn vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar (22%) efast um Nato; gefa Sigmundi Davíð afmælisgjöf

Leiðtoga Pírata svelgdist á kvöldmatnum í gærkveldi og sagði í viðtali við mbl.is um afturköllun ESB-umsóknar

Þetta hlýt­ur í raun og veru að setja all­ar þings­álykt­an­ir um alþjóðasamn­inga í upp­nám, þar á meðal og til dæm­is álykt­un­ina um að ganga í NATO.

Píratar mælast með næst mest fylgi stjórnmálaflokka, 22%, og eru þeirrar skoðunar að vafi leiki á stöðu Íslands í Nato, sem Ísland hefur tilheyrt frá 1949, eða í 66 ár, fyrst ESB umsóknin er afturkölluð.

En, bíðum við, stjórnmálaskýringar Birgittu pírataleiðtoga eru djúptækari en flestra dauðlegra manna. Í vísi.is birtist viðbótaranalísa frá konunni með svelginn

Þetta grefur undan þingræðinu og ég skil bara ekki hvernig þeim dettur í hug að gera þetta. Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs,“ segir Birgitta.

Þjóð með stjórnmálaflokk eins og Pírata og leiðtoga með skopskyn Birgittu er ekki alls varnað.

 

 

 


mbl.is „Fólk hljóp bara frá kvöldmatnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

12,9% umsóknin in memoriam

Samfylkingin sendi umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu 16. júlí 2009 með svindli þingmanna Vinstri grænna og án þess að spyrja þjóðina.

Þjóðin fékk tækifæri við síðustu þingkosningar að lýsa stuðningi við umsókn Samfylkingar. Aðeins 12,9% þjóðarinnar sögðu já.

Evrópusambandinu var tilkynntur pólitískur veruleiki á Íslandi. Við það brjálast minnihluti þjóðarinnar sem heldur að hann sé meirihluti.

 


mbl.is Ísland ekki lengur umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vigdís nappar ríkisforstjóra í ohf sælgætisbúðinni

Vigdís Hauksdóttir sagði ríkisforstjóra eins og ,,smákrakka í sælgætisbúð" þegar þeir kæmust í hlutafélög á vegum ríkisins - svonefnd ohf félög.

Ríkisforstjórarnir standa í þeirri trú að ohf-félög séu lénsveldi þeirra sjálfra. Fulltrúar almennings, bitlingafólk á vegum stjórnmálaflokkanna, eru með í þessum leik forstjóranna annað tveggja af heimsku eða meðsekt nema hvorttveggja sé.

Tímabært er að ohf sælgætisbúðirnar verða teknar af forstjórunum.


mbl.is Einkafyrirtæki á ábyrgð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðshreyfingin hækkar laun forstjóranna

Í gegnum lífeyrissjóðina stendur verkalýðshreyfingin fyrir launahækkun stjórna sem leiðir beint til hækkun forstjóralauna og síðan millistjórnenda. Verkalýðshreyfingin stjórnar lífeyrissjóðum landsins til jafns við atvinnurekendur.

Tíu prósent hækkun launa stjórna og forstjóra skilar sér beint í kröfugerð launþega.

Líkleg niðurstaða í kjarasamningum er einmitt tíu prósent launahækkun á línuna.


mbl.is Launin hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýnun eða kólnun; hugmyndafræði og vísindaiðnaður

Ef maður efast um hlýnun jarðar af mannavöldum er maður kominn í flokk orkusóða. Fallist maður á hlýnunarfræðin tekur maður undir vísindaiðnað sem veltir milljörðum og er hugmyndafræðilegur þar skil á milli vísinda og áróðurs er ekki glöggur.

Varkár millivegur er að gefa sér hvoruga niðurstöðuna og minnast þess að veðurfar á jörðinni tekur náttúrulegum breytingum og hefur gert í tugþúsundir ára. Á hinn bóginn er ábyrgðarlaust að neita þeirri staðreynd að starfsemi mannsins, sem tegdunar, frá iðnbyltingunni felur í sér stórfelld inngrip í ferla náttúrunnar.

Við eigum góðu heilli íslenska vísindamenn sem skrifa á skiljanlegu máli um þessi fræði án þess að fórna fræðilegum fyrirvörum. Hér er eitt dæmi

Líklegast er að þessa hlýnun megi rekja til losunar gróðurhúsalofttegunda.

Milliríkjanefndin lagði mat á hvort þessa hlýnun mætti rekja til innri orsaka, svo sem tilviljanakennds náttúrulegs breytileika. Niðurstaðan er sú að það er afar ólíklegt að hlýnun síðustu 50 ára megi útskýra án breytinga í ytri aðstæðum. Samanlögð áhrif náttúrulegra þátta, það er eldgosaösku og breytinga á styrk sólar, hefðu líklega valdið kólnun á tímabilinu.

Vísindaumræða er sjaldnast hrein vísindi, og má raunar efast um hrein vísindi séu til, heldur er umræðan tengd margvíslegum hagsmunum sem lita hana.

Á hinn bógin eru margir sem tilbúnir eru til þess í nafni vísindanna að leggja til lög og reglur sem banna þetta og hitt í nafni náttúruverndar. Dísel sem eldsneyti er eitt yngsta dæmið um áróður sem miðar af því að hafa áhrif  á opinbera stefnumótun og þykist byggja á vísindum er gerir ekki.

Meðalhófið á við hér, líkt og á flestum sviðum mannlífsins.

 

  


mbl.is Jöklarnir 12% minni en áður talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur ímyndar sér endalok Davíðs og Sigmundar Davíðs

Össur Skarphéðinsson er ímyndarstjórnmálamaður. Hann ímyndar sér hluti og vonar að hugarburðurinn verði að veruleika ef nógu margi taka undir slúðrið.

Össur kemur ímyndun sinni á framfæri við ýmsa aðila og gína sumir við beitunni. Gísli Baldvinsson, til dæmis, tekur oft agn frá Össuri enda er hann kallaður Gössur. Fyrir þrem árum endurvarpaði Gísli slúðri frá Össuri um að Davíð Oddsson hætti ,,bráðlega" á Morgunblaðinu.

Núna ímyndar Össur sér endalok stjórnmálaferils Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Össuri tókst ekki að selja þessa tröllasögu og varð því að birta hana sem feisbúkk færslu, Eyjan endurbirtir

Ímyndarstjórnmál Össurar endurspegla ótta fyrrum formanns Samfylkingar við málafylgjumenn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband