Hlutverki Evrópustofu lokið

Evrópustofa átti að styðja við bakið á aðlögunarferli ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. inn í Evrópusambandið, einkum með því að fegra kosti aðildar. Evrópustofa fjármagnaði ýmsa viðburði og bar fé í fræðimenn til að mæla með ESB-aðild.

Hvorki Evrópustofa né vinstristjórn Samfylkingar og Vg fengu framgengt fyrirætlunum sínum og aðlögunarferlið rann út í sandinn löngu fyrir hléið sem var formlega gert á ferlinu í aðdraganda þingkosninganna 2013.

Vinstriflokkarnir urðu fyrir rothöggi í þingkosningunum og Evrópustofa mátti að ósekju pakka saman þegar í kjölfarið. Heilabúið í risaeðlum er lítið í hlutfalli við stærð skepnunnar og Brussel tók sér hálft kjörtímabil að fatta breytingarnar á afstöðu Íslands til aðildar.

 


mbl.is Evrópustofu hugsanlega lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr kæri Páll - og þó fyrr hefði verið !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.5.2015 kl. 11:39

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Verður ekki betur sagt.

Ragnhildur Kolka, 5.5.2015 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband