Sunnudagur, 24. maí 2015
Forseti ASÍ er í pólitík, ekki verkalýðsbaráttu
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASí er í bullandi pólitík en ekki verkalýðsbaráttu þegar hann lýsir almennu vantrausti á ríkisstjórnina, sbr. viðtal við Gylfa á RÚV (auðvitað) í apríl:
Við höfum ekki lagt fram neinar kröfur á stjórnvöld einfaldlega vegna þess að í baklandi hjá mér er ekki það traust á ríkisstjórninni að það hafi haft einhvern tilgang. Og þess vegna höfum við ekki gert neina kröfu á stjórnvöld, sem ég hef ekki upplifað í þann aldarfjórðung sem ég hef tekið þátt í þessu, segir Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson er ekki með umboð frá almenningi til að gefa stórkarlalegar yfirlýsingar um ríkisstjórn Íslands. Gylfi er kosinn af fámennum hópi verkalýðsrekenda sem að auki stýra lífeyrissjóðakerfinu til helminga á móti Samtökum atvinnulífsins.
Gylfi og verkalýðsrekendur vita ósköp vel hvað fyrirtækin geta borgað í laun enda eiga lífeyrissjóðirnir stærstan hluta fyrirtækja í Kauphöllinni.
Í stað þess að reka verkalýðsbaráttu á faglegum forsendum og stuðla að sjálfbærum kjarasamningum rekur forseti ASí óábyrga vinstripólitík óánægjuaflanna í þjóðfélaginu, sem fyrirgefa þjóðinni ekki kosningaúrslitin 2013.
![]() |
Nýtt stöðu sína í pólitískum tilgangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 24. maí 2015
Dagdraumar í leðurbuxum - ristruflanir í stjórnmálum
Miðaldra karlar í stjórnmálum glíma við tvíþættan vanda. Æskuþokkinn er farinn en virðingin sem fylgir opinberum embættum skilar sér ekki sökum þess hve pólitíkin er alræmd nú um stundir.
Tvö dæmi úr liðinni viku: fjármálaráðherra er sakaður um geðvonsku og forsætisráðherra um geðveiki. Vinstribloggherinn beinir spjótum sínum að ríkisstjórninni en dregur öll stjórnmál niður í svaðið.
Dagur Bergþóruson Eggertsson borgarstjóri skrifar sig í leðurbuxur með tísti á Júróvisjónkveldi. Borgarstjóri mætir kynþokkafullur og ljósmyndavænn á þriðjudag í vinnuna og slær nokkrar pólitískar keilur.
Það er á huldu hvort leður sé redding stjórnmálamanna í lágu rykti. Nýjar rannsóknir á sviði mannlegrar reisnar vísa í aðra átt. Það kemur á daginn að kaffibolli eða tveir bæta atgervi manna til þjónustu við lífsmáttinn. Þeir sem eru eldri en tvævetur vita að með kaffi kemur spjall.
Niðurstaða: leður er fyrir dagdrauma. Stjórnmálamenn ættu að fá sér kaffibolla og ræða málin. Þeir myndu eflast að dug og þreki, bæði inn á við og á opinberum vettvangi. Kökusneið með kaffinu myndi ekki skemma.
![]() |
Ætlar að standa við stóru orðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. maí 2015
Kökustjórnmál í Frakklandi og Íslandi
- Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur, er haft eftir Maríu Antoinette í aðdraganda frönsku byltingarinnar. María sagði aldrei þessi orð um fólk í hungursneyð. Stjórnarandstaða þess tíma bjó þau til í áróðursskyni til að sýna fram á andstöðu allsnægtanna í Versölum og fátækar almennings.
Stjórnarandstaðan á Íslandi bjó til kökustjórnmál utan um forsætisráðherra. Svandís, Guðmundur, Róbert, Birgitta og málþófsliðið á alþingi ásakaði Sigmund Davíð um að borða heldur köku í matsal þingsins en hlusta á ræðuhöldin um fundarstjórn forseta.
Kökustjórnmálin í Frakklandi þjónuðu þjóðfélagslegum tilgangi. Þessi útgáfa stjórnmálanna hér á landi gerir ekkert annað en að auglýsa rætni stjórnarandstöðunnar.
![]() |
Telur árangurinn framar vonum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 23. maí 2015
Píratar í þægilegri innivinnu (staðfest)
Á vinnumarkaði ættu Píratar helst heima á vernduðum vinnustað, þar sem tekið er tillit til þess að þeir eru ekki eins og fólk flest. Píratar stunda helst ekki vinnuna, þeir eru án skoðana í öllum stærstu málum en rífa samt kjaft og heimta laun fyrir.
Þingmyndin af Pírötum, sem fylgir fréttinni, er af fólki með hendur í vösum, sem líkast til eru tómir eins og pólitíkin sem Píratar standa fyrir.
Píratar eru á alþingi fyrst og fremst fyrir sjálfa sig. Þeir eru á höttunum eftir þægilegri innivinnu þar sem ábyrgðin er engin og vinnuskyldan eftir því.
Aðeins umburðarlynd velmegunarþjóð gerir þjóðþingið sitt að vernduðum vinnustað.
![]() |
Píratar nýttu 45% nefndarfundardaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 22. maí 2015
Íslensk múslímatrú vekur andstyggð
Útflutningur á íslenskri múslímatrú er misheppnaður. Útflutningurinn vekur andstyggð á öllu íslensku enda er um að ræða menningarlega, trúarlega og sögulega fölsun með stimpli stjórarráðsins.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ber ábyrgð á þessari hörmung. Hann ætti að biðja Ítali, Feneyinga sérstaklega, afsökunar á dómgreindarleysi.
Gagnvart Íslendingum ætti Illugi að hugsa sín mál vel og vendilega. Starfsorka hans nýtist líklega betur hjá Orku Energy en á vettvangi stjórnmála.
![]() |
Moskunni í Feneyjum lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 22. maí 2015
Dauðvona fyrirtæki úr landi er gott mál
CCP er tískufyrirtæki í viðurkenndum bóluiðnaði leikjaframleiðenda. Fyrirtækið er dottið úr tísku og dauðvona eftir því.
Forstjóri fyrirtækisins hótar að flytja úr landi, eins og ekki hafi farið fé betra.
Það er landhreinsun þegar úrelt fyrirtæki fara af landi brott. Starfsmennirnir fara í nýtileg störf í stað þess að framleiða tap.
![]() |
CCP tapaði níu milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 22. maí 2015
Verkalýðsforystan einangruð - lífeyrissjóðir í hættu
Verkalýðsforystan er einangruð í kröfu sinni um verðbólgusamninga. Enginn pólitískur stuðningur er við verkalýðsforystuna á alþingi. Engar líkur eru á því að ríkisstjórnin setji lög á verkföllin og skeri þannig verkalýðsforystuna úr snörunni.
Verkalýðsforystan er með nokkra daga til að taka sönsum og semja á nótum stöðugleika. Ef til þess kemur að stóru verkföllin skella á verður minna til skiptanna enda mun strax sjá á ferðamannastraumnum til landsins.
Undir forystu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs er sterk samstaða í þjóðfélaginu að hverfa ekki til verðbólgu síðustu aldar.
Verkalýðsforystan ræður ferðinni í stærstu fyrirtækjum landsins í gegnum lífeyrissjóði. Hún ber því tvöfalda ábyrgð, á afkomu fyrirtækja annars vegar og hins vegar á kjarasamningum.
Með því að stefna afkomu fyrirtækja lífeyrissjóðanna í hættu með verkföllum er verkalýðsforystan að setja lífeyrir félagsmanna sinna í uppnám.
Ef verkalýðsforystan tekur ekki sönsum á næstunni hlýtur löggjafinn að taka lagaramma lífeyrissjóðanna til endurskoðunar enda öllum ljóst að þeir eru í höndunum á óábyrgum þjóðfélagsöflum.
![]() |
Möguleg áhrif á efnahagsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 21. maí 2015
ESB-sinni hættir á alþingi
ESB-sinni í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, sá eini yfirlýsti, ætlar að hætta á alþingi eftir kjörtímabilið.
Samkvæmt frásögn Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra á Seltjarnarnesi af ummælum Ragnheiðar Ríkharðsdóttur hefur Ragnheiður sagt ,,að hún gefi ekki áfram kost á sér að loknu þessu tímabili."
Ragnheiður gefur til kynna að sem kveðjugjöf vilji hún varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum.
Dream on.
![]() |
Ég er upp með mér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 21. maí 2015
Kaupþing var stærsta lygi bankanna þriggja
Stjórnvöld veðjuðu á Kaupþing í hruninu, að bankinn stæði af sér áhlaupið þegar bæði Íslandsbanki og Landsbanki hrundu. Kaupþing gaf þær upplýsingar að vera stöndugur banki og með hjálp stjórnvalda yrði hann starfhæfur til frambúðar.
í Al-Thani málinu sannaðist á stjórnendur Kaupþings sýndarviðskipti til að ljúga til sín traust með því að erlendir fjárfestar keyptu í bankanum - þegar þeir í reynd keyptu ekki. Í yfirstandandi markaðsmisnotkunarmáli sýnir saksóknari fram á að Kaupþing kerfisbundið hélt uppi verði á hlutabréfum bankans - beinlínis í þeim tilgangi að blekkja.
Stjórnendur Kaupþings blekktu ríkisvaldið til að styðja við bakið á gjaldþrota banka. Og það getur ekki verið refsilaust að svæla til sín opinbert fé til að eyða í fjárglæfra.
![]() |
Árni dregur ummæli um Björgólf til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. maí 2015
Björk ritskoðar í nafni Jesú Krists - samfylkingarfasismi
Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar segist vita fyrir hönd Jesú Krists hvaða skoðanir almenningur megi hafa í frammi í kirkjum.
Björk ætlar að kæra prest til biskups fyrir að lána húsnæði kirkjunnar til fólks með óæskilegar skoðanir.
Komist Björk og Samfylkingin til valda á Íslandi verður eflaust stofnað til trúarlögreglu sem fylgist með að trú og siðir þjóðarinnar falli að samfylkingarfasisma.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)