Forseti ASÍ er í pólitík, ekki verkalýðsbaráttu

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASí er í bullandi pólitík en ekki verkalýðsbaráttu þegar hann lýsir almennu vantrausti á ríkisstjórnina, sbr. viðtal við Gylfa á RÚV (auðvitað) í apríl:

Við höfum ekki lagt fram neinar kröfur á stjórnvöld einfaldlega vegna þess að í baklandi hjá mér er ekki það traust á ríkisstjórninni að það hafi haft einhvern tilgang. Og þess vegna höfum við ekki gert neina kröfu á stjórnvöld, sem ég hef ekki upplifað í þann aldarfjórðung sem ég hef tekið þátt í þessu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.

Gylfi Arnbjörnsson er ekki með umboð frá almenningi til að gefa stórkarlalegar yfirlýsingar um ríkisstjórn Íslands. Gylfi er kosinn af fámennum hópi verkalýðsrekenda sem að auki stýra lífeyrissjóðakerfinu til helminga á móti Samtökum atvinnulífsins.

Gylfi og verkalýðsrekendur vita ósköp vel hvað fyrirtækin geta borgað í laun enda eiga lífeyrissjóðirnir stærstan hluta fyrirtækja í Kauphöllinni.

Í stað þess að reka verkalýðsbaráttu á faglegum forsendum og stuðla að sjálfbærum kjarasamningum rekur forseti ASí óábyrga vinstripólitík óánægjuaflanna í þjóðfélaginu, sem fyrirgefa þjóðinni ekki kosningaúrslitin 2013.


mbl.is Nýtt stöðu sína í pólitískum tilgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hverju ordi sannara.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 24.5.2015 kl. 15:16

2 identicon

Ef þú heldur að verkalýðsbarátta sé ekki pólítík, þá ertu í þeim hópi, sem hefur fengið greininguna af menningarmálaráðherra með einhvers konar: "Rof milli raunveruleika og skynjunar". Verkalýðsbarátta er hrein pólítík!

Sigurður Oddgeirsson (IP-tala skráð) 24.5.2015 kl. 16:09

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Samningsumboð kjarasamninga eru ekki hjá ASÍ heldur einstökum verkalýðsfélögum. Svokallaður blaðamaður Páll ætti kannski að átta sig á þvi eftir alla umfjöllunina undanfarnar vikur.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.5.2015 kl. 20:57

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gamaldags barátta sem einkennist af valdabrölti, persónulegri óvild og gersamlega úr takti við raunveruleikann.Mikil skömm að svona baráttuaðferðum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.5.2015 kl. 22:09

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Já Heimir ekkert er þessu líkt sem við erum að sjá.Yfirlýsingar forseta ASÍ í RÚV.eru forkastanleg hegðun,líkt og sú sem við sjáum til stjórnarandstöðu á þingi.  Það sjá allir landsmenn hvað þetta þýðir hjá þeim augljóslega:"Rústum efnahag andskotans föðurlandsvinanna sem komu í veg fyrir að við skiptum á fullveldi þessa lands og stórra valdadrauma okkar".--- Við andstæðingar ESBinnlimunar munum halda áfram að verja okkar ástkæra land

Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2015 kl. 01:44

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mæltu heil, Helga.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.5.2015 kl. 01:48

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda fólki á að ASÍ er ekki samningisaðili að einum eða neinum samningi sem nú er í gangi. Þar sem menn hafa alið á hatri gagnvart ASÍ og Gylfa þá eru hvert félag og sérsambönd í sjálfstæðum deilum. Gylfi hefur leyft sér að nefna samstarf eins og SA og Ríkisstjórn óskar eftir þ.e. þannig að hægt væri að semja við heildina en því var hafnað af öllum innan ASÍ. Þannig að staðan í dag er eins og fólk hefur unnið kerfisbundið að skapa. Að allir séu í sínu horni og ekki hægt að semja við neinn því enginn vill vera fyrstur ef að nærsti skildi fá meira.  Þannig að til hamingju Páll og félagar með árangurinn!

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.5.2015 kl. 11:06

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Fólkið þekkir þá verkalýðsforingja sem hafa áunnið sér virðingu,vert að óska þeim til hamingju.Þ.e. Vilhjálmur á Akranesi og Aðalsteini á Húsavík. 

Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2015 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband