Smáríki í ESB snúast gegn Grikkjum

Eystrasaltsríkin í Evrópusambandinu, Eistland, Lettland og Litháen eru búin að fá nóg af heimtufrekju Grikkja og vangetu við að hrinda í framkvæmd efnahagsumbótum.

Þýskir fjölmiðlar, SZ og Spiegel, birta fréttir um að smáríkin í Evrópusambandinu, einkum þau í norð-austur Evrópu vilji þvo hendur sínar af Grikkjum.

Grikkir einangrast jafnt og þétt í evru-samstarfinu, sem tekur til 19 þjóða. Líkurnar aukast fyrir því að Grikkir verði látnir sigla sinn sjó. 


mbl.is Engar nýjar tillögur frá Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkir vilja láta kasta sér úr evru-klúbbnum

Evrópskir fjölmiðlar segja Grikki koma tómhenta til leiðtogafundarins í Brussel. Engar tillögur til að réttlæta milljarðaframlög til gjaldþrota þjóðríkis.

Evrópskir þjóðarleiðtogar segja hver um annan þveran að Grikkir verði að koma með raunhæfar tillögur til lausnar á skuldavandanum í Grikklandi þar sem bankar eru lokaðir í viku.

Að Grikkir komi tómhentir til Brussel þýðir aðeins eitt: þeir vilja láta kasta sér úr evru-samstarfinu enda þora þeir ekki fara sjálfviljugir út.

 


mbl.is Tsipras beðið með eftirvæntingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnska skólamódelið í uppnámi

Frá aldamótum er Finnland Mekka skólamanna á Vesturlöndum. Ástæðan er að finnsk ungmenni skoruðu hæst á alþjóðlegum prófum, kenndum við PISA, í stærðfræði, læsi og vísindalæsi. Stórþjóðir Evrópu sendu til Finnlands skólamenn í flugvélaförmum að læra hvað Finnar gerðu rétt.

Ameríkanar fóru líka til Finnlands, kannski ekki með jafn mikla glýju, en samt, Finnar toppa PISA-listann.

Á síðustu árum tapa Finnar þeirri forystu sem þeir höfðu í PISA-prófum. Og það er eins og við manninn mælt að stórfelld endurskoðun er hafin á finnska skólamódelinu. Skýrslur, eins og frá Centre for Policy Studies, segja að finnska módelið byggði á gömlum gildum, ekki nútíma kennsluháttum, og að sein samfélagsþróun Finna hafi viðhaldið gömlum aga í skólum sem flest önnur vestrín ríki voru búin að glata. Gamli skólaaginn skilaði Finnum PISA-forystunni.

Þýskir fjölmiðlar benda á að þegar velgengni finnskra nemenda, skv. PISA, var hvað mest þá hafi kannanir sýnt hvað mesta vanlíðan finnskra skólaungmenna. Valið, samkvæmt þeim þýsku, virðist standa á milli vanlíðunar í skóla og góðs námárangurs annars vegar og hins vegar að þrífast vel en skila síðri námsárangri. 

Yfirveguð bandarísk greining á finnska skólastarfinu setur það í samhengi við nægjusemi Finna, virðingu kennara í samfélaginu, góðan tíma sem kennarar hafa til að ræða málin og samfélagslega samkennd.

Niðurstaða: skólar eru samofnir hverju samfélagi og verða ekki greindir nema í samfélagslegu samhengi. Það er ekki til neitt eitt skólamódel sem hentar öllum samfélögum.


Grikkir breyta ESB-umræðunni á Íslandi

Vandræði Grikkja með evruna, þjóðaratkvæðagreiðslan og erfiðleikar ESB að ráða fram úr myntsamstarfinu mun breyta til frambúðar ESB-umræðunni hér á landi.

ESB-sinnar á Íslandi héldu fram evru og ESB-reglum sem valkosti við krónu og fullveldi. Um tíma eftir hrun fengu þessi rök meðbyr í samfélaginu. Viðvarandi vandræðaástand Grikkja í sjö ár og vangeta ESB að búa til haldbært myntsamstarf kippir stoðunum undan málflutningi ESB-sinna.

Á Íslandi verður það sjónarmið ráðandi að best sé að bíða og sjá hvernig evrunni og ESB reiðir af á næstu fimm til tíu árum. Enginn áhugi verður hér á landi á nýrri ESB-umræðu næstu árin.


mbl.is Grikkir leggja fram tilboð á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran, fjárkúgun og valdastjórnmál

Evran er gjaldmiðill byggður á pólitík, ekki lögmálum hagfræðinnar. Eftir að evran varð lögeyrir Evrópusambandsins, um aldamótin, er stöðugt reynt að smíða í kringum gjaldmiðilinn regluverk sem heldur.

En það gengur ekki, einmitt vegna þess að evran er byggð á pólitík.

Pólitík er rekin áfram af tilfinningum, fremur en yfirvegun og rökum. Forystumenn grísku ríkisstjórnarinnar líktu ESB við hryðjuverkasamtök. Það er hreinræktuð lýðskrum.

Ef Grikkir verða sigurvegarar í deilunni við forráðamenn evrunnar, sem eiga heima í Brussel, Frakklandi og Þýskalandi, er komið fordæmi fyrir fjárkúgun smáþjóða gagnvart stórþjóðum í evru-samstarfinu. Engin hætta er á öðru en að það fordæmi verði nýtt.

Stórþjóðirnar hafa ekki efni á sigri Grikkja í evru-deilunni. Litlu breytir þótt Tsipras fórni fjármálaráðherra sinum til að friðþægja goðin. Öllum er ljóst að Grikkir stunda fjárkúgun í nafni lýðræðis.

Þjóðaratkvæðagreiðsla Grikkja raskar ekki hörðum veruleika valdastjórnmála.

 

 


mbl.is Hvað gera Grikkir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórt nei við ESB - en lýðræði borgar ekki skuldir

Grikkir segja afgerandi nei við Evrópusambandinu og lánaskilmálum þess. Já-hreyfingin í Grikkland barðist fyrir ESB-aðild og samningum við lánadrottna. Stórt nei þýðir að gríska þjóðin hafnar leið ESB-sinna.

Eftir nei-ið þarf að borga skuldir, þær hverfa ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu. Rökrétt afleiðing af nei-i er að Grikki lýsi yfir þjóðargjaldþroti, segi sig frá evru og ESB og taki upp nýjan gjaldmiðil.

En pólitíkin er ekki alltaf rökrétt, allra síst ESB-pólitíkin.


mbl.is Evrópusambandið „virðir niðurstöðuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landnám, sjálfsbjörg og einstaklingshyggja

Það aðgreinir okkur frá frændum okkar á Norðurlöndum, utan Færeyja, vitanlega, er að við erum afkomendur landnámsmanna en þeir ekki.

Landnámsmenn rækta með sér sjálfsbjörg í ríkum mæli og þar af sprettur einstaklingshyggja. Samhjálpin er þó landnámsmönnum ekki framandi, samanber hreppana sem voru skipulagðir á tíma þjóðveldis til fátækrahjálpar.

Á seinni tímum tökum við ýmislegt frá norrænum þjóðum, s.s. velferðarkerfið, en lögum það að okkar aðstæðum. Við höfum þó ekki tekið pólitíska rétttrúnaðarhugsun upp af sömu ákefð og t.d. Svíar. Líklega er einstaklingshyggjan nokkur vörn þar.

Á öðrum sviðum göngum við lengra í jafnræði en Norðurlöndin, jafnvel þannig að sumum þyki nóg um. Við tökum síður mið af langskólaprófum, en Norðurlönd og þjóðir engilsaxa, þegar við skiptum launakökunni í þjóðfélaginu. Það fyrirkomulag virðist séríslenskt.


mbl.is Íslendingar líkari Kanadamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei við ESB er já við fullveldi

Ef gríska þjóðin segir nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni hafnar hún Evrópusambandinu. Um leið segir það já við fullveldi, þótt stjórnvöld í Aþenu segja annað; að nei haldi Grikklandi í evru-samstarfinu og ESB.

Grikkland er gjaldþrota, hvort heldur innan ESB eða utan. Möguleikar Grikkja til að brjótast úr kreppunni felast í fullveldinu. Úrsögn úr ESB og nýr gjaldmiðill eru uppskriftin.

Ef Grikkir halda áfram innan ESB verður kreppan viðvarandi næstu áratugina.

Öfgahópurinn sem leiðir ríkisstjórnina í Aþenu er ekki líklegur til að móta framtíð Grikkja næstu árin, eins og sagnfræðingurinn Mark Mazower útskýrir skilmerkilega í New York Times.

Grísku hamfarirnar undanfarin hálfan áratug mun breyta Evrópusambandinu til frambúðar. Önnur tveggja leiða verður farin, að stækka og dýpka evru-samvinnuna eða að vinda ofan af samrunaferlinu.

Aukin evru-samvinna felur í sér klofning á Evrópusambandinu, þar sem þær þjóðir sem ekki eru með evru verða viðskila við evru-þjóðirnar.

Ef samrunaferlið er á enda komið er bjartsýni að trúa að umsnúningurinn verði án verulegra pólitískra og efnahagslegra vandræða.

 

 


mbl.is Grikkir greiða atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáar fréttir af stærsta sigri íslensks stjórnmálamanns

Stærsti áfanginn í uppgjörinu við hrunið er afnám hafta á gjaldeyrisviðskipti. Þessum áfanga var náð með tvennum lögum um gjaldþrotabú föllnu bankanna. Þráðbein lína er á milli lykta Icesave-deilnanna og afnáms hafta.

Aðeins einn stjórnmálamaður íslenskur er með 100% feril frá Icesave-deilunum til dagsins í dag. Þegar aðrir voru sífellt á röngunni, t.d. allir stjórnmálamenn vinstriflokkanna, og sumir misstigu sig, t.d. formaður Sjálfstæðisflokksins, sem samþykkti seinni Iceseve-lögin, þá var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarsóknarflokksins ávallt á réttunni.

Sigmundur Davíð og traustir bandamenn hans í þingliði framsóknarmanna, t.d. Vigdís Hauksdóttir, biluðu aldrei í ferlinu frá baráttunni við Breta og Hollendinga í Icesave og fram til loka haftanna.

Sigur Sigmundar Davíðs í þessu máli er stærsti sigur íslensks stjórnmálamanns í seinni tíma sögu okkar. Að fjölmiðlar skuli ekki bera forsætisráherra á höndum sér með viðhafnarviðtölum og ítarlegri greiningu á ferlinu frá Icesave-deilum til haftaloka sýnir að íslenskir fjölmiðlar eru ekki starfi sínu vaxnir.


mbl.is Sigmundur ánægður með samstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánsveð eyðilögð - unga fólkið tapar

Lánsveð, þar sem foreldrar lánuðu veð í sínum eignum til barnanna, voru eyðilögð með því að foreldrar sem áttu óskilvís börn lögðust upp á ríkisvaldið og heimtuðu að almannafé yrði notað til að skera foreldrana úr snörunni.

Afleiðingin er sú að lánsveð eru bönnuð og þar með takmarkast möguleikar ungs fólks á lánum til að fjármagna íbúðarkaup.

Og blessuð börnin sitja áfram heima á hótel mömmu og djúpvasa pabba.


mbl.is Tæplega 40% búa enn heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband