Fimmtudagur, 16. júlí 2015
Styrmir og sekir sjálfstæðismenn
Fámennur hópur sjálfstæðismanna vill koma Íslandi undir erlend yfirráð. Þessir sjálfstæðismenn eru sporgöngumenn Una danska sem reyndi að koma Íslandi undir Harald hárfagra.
Á þessa leið er greining Styrmis Gunnarssonar fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins á þeim sjálfstæðismönnum sem vilja Ísland í Evrópusambandið.
Af orðum Styrmis má ráða að seku sjálfstæðismennirnir kveinki sér undan þeirri einkunn sem þeir fá; að vera sekir um meiriháttar dómgreindarbrest og trúa á bábiljur um að ESB sé félagsskapur sem vinni aldrei gegn grundvallarhagsmunum aðildarríkja. Gríski harmleikurinn er dæmisaga um misþyrmingu smáþjóðar innan ESB.
Seku sjálfstæðismennirnir senda Styrmi einkaskilaboð. Þeir þora ekki að koma fram á opinberum vettvangi að ræða pólitíska afstöðu sína.
Seku sjálfstæðismennirnir eru líka huglausir. Almennir flokksmenn ættu að hafa það í huga þegar valið er á framboðslista Sjálfstæðisflokksins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 16. júlí 2015
Minna Grikkland, meira ESB
Grikkland smækkar með því að völd Grikkja í eigin málum verða æ minni. Eftir því sem líður á evru-kreppuna yfirtekur Evrópusambandið æ meira af lagasetningavaldi sem einu sinni var í Aþenu.
Í þýskum fjölmiðlum er sagt hreint út: Weniger Griechenland, meher Europa. Grikkland varð að minnka í ESB-samhenginu, annað hvort með því að fara úr evru-samstarfi og ESB eða að láta ESB yfirtaka grísk málefni.
Grikkir sjá að baki 185 ára frelsis með samningunum við ESB. Forsætisráðherra þeirra var ýmist sagður ,,barinn hundur" eða ,,krossfestur" í Brussel af ráðandi öflum í ESB, samkvæmt frásögn í EU-Observer.
Evrópusambandið sigraði Grikki en stórskaðaði sig sjálft í leiðinni. Eftir grísku stjórnarbyltinguna er aðeins einn vegur fær fyrir ESB: að krefjast síaukinna valda yfir fjármálum evru-ríkjanna 19. Við það eykst klofningurinn við þau ESB ríki sem ekki nota evru, t.d. Bretland, Svíþjóð, Danmörku og Pólland.
Evrópusambandið verður risi á brauðfótum, sem kúgar smáþjóðir en ræður ekki við sjálfan sig.
![]() |
Staðráðinn í að ná samkomulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 15. júlí 2015
Dulnefni ekki sama og tilbúin persóna
Útgáfan Hringbraut lýgur að lesendum sínum með því að skálda upp persónu sem heitir Ólafur Jón Sívertsen og birta með ljósmynd og netfangi. Hringbraut vil að lesendur trúi að Ólafur Jón sé holdi klæddur maður með kennitölu hjá þjóðskrá og skrifi í Hringbraut.
Vörn Sigmundar Ernis, stjóra Hringbrautar, að löng hefð sé fyrir dulnefndum dálkum í fjölmiðlum, s.s. Staksteinar og Svarthöfði, er algerlega út í bláinn. Dulnefni og skálduð persóna er tvennt ólíkt.
Sigmundur Ernir ætti að biðja almenning afsökunar á Lyga-Ólafi Jóni Sívertsen og láta af blekkingunni.
![]() |
Skrifin á ábyrgð ritstjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 15. júlí 2015
Hjúkrunarkonur og kvenlæknar - stál í stál
Áratugir eru síðan hjúkrunarfræðingar (nær eingöngu konur) og læknar (sem þá voru alflestir karlar) skiptu með sér völdum í sjúkrahúsum. Um árabil var sátt milli þessara stétta þ.m.t. launamuninn.
Árið 2012 var ,,þjóðarsátt" um hækkun launa til hjúkrunarfræðinga, einkum með þeim rökum að þeim buðust svo góð kjör í Noregi að til vandræða horfði. Í framhaldi urðu læknar, stétt sem óðum kvenvæðist, ókátir og efndu til verkfalla sem gáfum þeim um 30% kauphækkun.
Hjúkrunarfræðingar sjá ofsjónum yfir síðustu kauphækkun lækna og finnst þau 20% sem þeim bjóðast, eins og almenna markaðnum, ótæk.
Víxlkaupkröfur tveggja kvennastétta í sjúkrahúsum landsins eru ekki eingöngu kjaradeila, heldur valdatogstreita. Kynjabreyting læknastéttarinnar einfaldar ekki málið. Laun eru ekki eingöngu peningar heldur líka spurning um virðingu starfsins.
![]() |
Hann kolféll bara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. júlí 2015
Grikkir úr evru í drökmu; Grexit yfirvofandi á ný
,,Tsipras er gangandi stórslys," segir í uppslætti Die Welt um forsætisráherra Grikkja sem gerði samkomulag í Brussel um helgina en mætir í sjónvarpsviðtal í Aþenu í gær og segist ekki trúa á samkomulagið.
Ef forsætisráðherrann er ekki sannfærður um samkomulagið þá er það svo gott sem dautt. Grískir bankar munu ekki opna á næstunni enda engar evrur að fá frá Seðalbanka Evrópu. Der Spiegel segir að um helgina hafi Grikkland nærri fallið útbyrðis úr evru-samstarfinu.
Upplausn er í grískum stjórnmálum, aðstoðarráðherrar segja af sér og stjórnflokkurinn er í uppnámi. Við þessar aðstæður eru ekki forsendur að gera þá uppstokkun sem er forsenda fyrir stuðningi evru-þjóða við Grikkland.
Evrópska verkefnið sem heitir ESB stendur í ljósum logum, skrifar Paul Krugman, og mun ekki ná sér eftir gríska harmleikinn.
![]() |
Samkomulag byggt á sandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. júlí 2015
ESB-sinni gefst upp á evru
Fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson á 365 miðlum er genginn af evru-trúnni. Þorbjörn er opinskár ESB-sinni og tekur einnig að sér fréttahönnun í þágu málstaðarins og Samfylkingar. En nú er Þorbirni nóg boðið. Hann skrifar í Fréttablaðið
Samkomulagið sem gert var í Brussel aðfaranótt mánudags er niðurlæging fyrir Grikki en um er að ræða víðtækasta inngrip í fjárhagslegt fullveldi ríkis í sögu evrópsks samstarfs á 20. og 21. öld.
og dregur eftirfarandi ályktun
Lærdómur síðustu ára er aftur á móti sá að evran sé ekki fýsilegur kostur. Ég á erfitt með að sjá að meirihluti Íslendinga muni nokkurn tímann sætta sig við jafn víðtækt inngrip í fjárhagslegt fullveldi íslenska ríkisins og evrusamstarfið felur í sér og atburðir síðustu vikna eru til vitnis um.
Eina röksemd ESB-sinna á Íslandi fyrir aðild að Evrópusambandinu, sem eitthvað kvað að, var evran. Nú þegar evran er orðin helsta ástæðan fyrir því að Íslendingar ættu EKKI að ganga í ESB þá er allur málatilbúnaður ESB-sinna ónýtur.
Samfylkingin situr uppi ónýtan málstað en fattar það ekki. Samfylkingin, sem á að heita flokkur háskólamanna, er of treg til að skilja fréttir frá útlöndum og hvaða þýðingu þær hafa fyrir íslenska pólitík.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 14. júlí 2015
Skattaafsláttur foreldra vegna íbúðakaupa barna
Launakerfið í landinu hyglar þeim eldri sem fá hærri laun, bæði út á lífaldur og starfsaldur. En það eru þeir yngri sem standa frammi fyrir stórum fjárfestingum, fyrstu íbúð, og útgjöldum vegna barna.
Launakerfið í landinu tekur ekki breytingum í bráð. Á hinn bóginn er hægt að auðvelda tilfærslu á fjármunum foreldra til barna sem kaupa sína fystu íbúð.
Það mætti t.d. veita skattaafslátt til foreldra sem leggja fjármuni í fyrstu íbúð barna sinna.
![]() |
Hvernig á ungt fólk að kaupa íbúð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 14. júlí 2015
Hringbraut skáldar upp pistlahöfund - og vitnar í hann
ESB-miðillinn Hringbraut er ómerkilegasta útgáfan á Íslandi um þessar mundir. Hringbraut skáldar upp pistlahöfund, Ólaf Jón Sívertsen, og vitnar í hann sem heimild fyrir uppslætti á forsíðu.
Jóhannes Þór Skúlason afhjúpar svikamyllu Hringbrautar með strámanninn Ólaf Jón í aðalhlutverki.
Fjölmiðill sem blekkir lesendur eins og Hringbraut er eins og sníkjudýr í umræðunni og óalandi og óferjandi eftir því.
Svei þér, Hringbraut.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 14. júlí 2015
Túrismi heltekur miðbæinn - engin stefnumótun
Fréttamaður RÚV fann varla Íslending í miðborg Reykjavíkur þegar hann tók vegfarendur tali. Öll uppbyggin miðbæjarins undanfarin ár miðar við túrisma. Hótel og lundabúðir ryðja í burtu verslunum og þjónustu sem íbúar sækjast eftir.
Borgaryfirvöld sýna andvaraleysi yfir þessari þróun og gefa út yfirlýsingar um bjargleysi gagnvart túristavæðingu miðborgarinnar. Hitt er líklegri skýring að engin stefna sé mótuð í málefnum miðborgarinnar og í skjóli stefnuleysis ráði einhlít peningasjónarmið.
Vinstrimeirihlutinn í ráðhúsinu er hlýtur að vera með önnur forgangsmál en þróun miðbæjarins. Forgangurinn er ábyggilega ekki viðhald gatnakerfisins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13. júlí 2015
Kunna Þjóðverjar að reka Grikkland?
Forsætisráðherra Grikklands samþykkti að gríska efnahagskerfið yrði stokkað upp að kröfu Þjóðverja gegn því að fá þriðja björgunarlánið á fimm árum.
Guardian segir að fyrir utan lækkaðan lífeyrisaldur og ýmis sparnaðarúrræði í ríkisútgjöldum þá verði Grikkir að breyta lögum um verslunartíma á sunnudögum. Einnig að brjóta upp skipulag mjólkurframleiðslu og samkepnnishættir bakara verða sömuleiðis endurkoðaðir.
Víðtæk útlensk (les: þýsk) inngrip í grískt samfélag gerir Grikkland ekki endilega betra. Raunar er ólíklegt að lagabreytingar um grísk innanríkismál muni gera annað en að auka andstyggð Grikkja að fylgja opinberri forskrift. Og fannst mörgum nóg um frjálslega umgengni Grikkja við lög og reglur.
Grískir samfélagshættir, lög og regla þar á meðal, eru niðurstaða grískra siða og venja og það sem mest eru um vert; grískrar málamiðlunar.
Það er ekkert sem bendir til að Þjóðverjar kunni betur en Grikkir sjálfir að reka Grikkland.
![]() |
Þið yfirgefið ekki herbergið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)