Mánudagur, 20. júlí 2015
Facebook-réttlæti
Þjófar og misindisfólk á erfiðara uppdráttar þegar upptökur nást af lögbrotum þeirra og hægt að birta á samfélagsmiðlum eins og Facebook. Flestir gemsar eru með upptökuvél og þá er víða að finna staðbundnar upptökuvélar í eigu einstaklinga og fyrirtækja.
Réttlæti í höndum einstaklinga er á hinn bóginn vandmeðfarið. Einkaaðilar eru ekki með rannsóknaheimildir og ekki þjálfaðir, líkt og lögregla og saksóknarar, að fara með opinbert vald.
Við búum við þá réttarfarslegu meginhugsun að betra sé að níu sekir sleppi fremur en að saklaus sé dæmdur. Í Facebook-réttlæti er hætt við að þessi hugsun fari fyrir lítið.
![]() |
Fann þjófana með hjálp Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. júlí 2015
Kjósendur Framsóknarflokksins hamingjusamastir
,,Þá má sjá að kjósendur Framsóknarflokksins eru mun hamingjusamari en kjósendur annarra flokka," segir í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu.
Kemur ekki á óvart.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 20. júlí 2015
Stór-Evrópa er pólitískur ómöguleiki
Aðeins 19 ríki af 28 Evrópusambandsríkjum notar evru sem lögeyri. Tillaga Hollande forseta Frakklands um að evruríkin komi sér upp sameiginlegri ríkisstjórn er tillaga um að kljúfa Evrópusambandið.
Ríki sem standa utan evru-samstarfsins eru t.d. Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Pólland. Þessi ríki eru ekki á leiðinni í Stór-Evrópu evruríkjanna. Ríki sem standa utan evrunnar telja sig heppin að vera ekki þátttakendur í þessari vanhugsuðu tilraun með einn gjaldmiðil fyrir ólík hagkerfi.
Tillaga Hollande er til marks um örvæntinguna sem gripið hefur um sig á evru-svæðinu. Kreppunni í Grikklandi er hvergi nærri lokið. Lítill hagvöxtur í mörgum evru-ríkjum og slæm skuldastaða stærri ríkja, eins og Frakklands, mun auka á vandann sem fyrir er.
Pólitískur vilji til Stór-Evrópu er lítill sem enginn í ríkjum evru-svæðisins. Þvert á móti eflast öfl andstæð auknum samruna víða í Evrópu. Þýskir fjölmiðlar hafa varla fyrir því að ræða tillögu Frakklandsforseta.
Stór-Evrópa er rökrétt framhald evruvæðingu 19 af 28-ríkjum ESB. En Stór-Evrópa er pólitískur ómöguleiki um fyrirsjáanlega framtíð.
![]() |
Sameiginleg ríkisstjórn evruríkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 19. júlí 2015
Ólafur Jón og blekkingar Sigmundar Ernis
Á Hringbraut birtast reglulega pistlar undir höfundarnafninu Ólafur Jón Sívertsen. Hann segist lengi hafa búið erlendis en renni til rifja hvernig komið er fyrir opinberum málum á Fróni.
Ólafur Jón vill að lesendur trúi því að hann hafi dvalið svo lengi í útlöndum að hann sé ekki lengur skráður með kennitölu hér á landi. En hann sé engu að síður með trausta heimildamenn í stjórnarráðinu sem láti Ólafi Jóni í té upplýsingar um gang mála á bakvið tjöldin. Upp úr þessum heimildum skrifar Ólafur Jón pistla og Hringbraut gerir úr pistlunum fréttauppslátt.
Sigmundur Ernir Rúnarsson er dagskrár- og ritstjóri Hringbrautar. Í viðtali við mbl.is segir Sigmundur Ernir Ólaf ,,kunna að vera huldumann". Orðrétt:
Þetta kann að vera huldumaður.Það eru margir slíkir sem skrifa í blöðin og vefmiðlana. Meðal annars í staksteina, segir Sigmundur um skrif Ólafs.
Nú er augljóst að Ólafur Jón er ekki hvorttveggja í senn einstaklingur með fullt nafn og fortíð annars vegar og hins vegar huldumaður.
Sigmundur Ernir stundar vísvitandi og af yfirlögðu ráði blekkingar gagnvart almenningi. Síðast þegar að var gáð þótti sú iðja ekki sæma fjölmiðli.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 19. júlí 2015
Samfylkingarþingmenn latastir þingmanna
Samfylkingin rekur svo lestina, en þingmenn hennar mættu á 63 fundi hver að meðaltali síðastliðinn þingvetur.
Ofanritað er úr Kjarnanum.
Latastur þingmanna Sjálfstæðisflokksins er ESB-sinninn Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Skylt er skeggið hökunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 19. júlí 2015
Evran er nýja kókið - og ætti að taka úr umferð
Framleiðendur vinsælasta gosdrykkjar veraldar, Coca Cola, reyndu nýja uppskrift að kók um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Nýja kókið var svar við ágengri markaðsherferð Pepsi. Óhemju fé var var varið í markaðssetningu nýja kóksins, sem kynnt var neytendum í apríl 1985.
Fólk vildi ekki nýja kókið og miðsumars 1985 var það tekið úr vöruhillum og gamla uppskriftin sett í staðin - enda var hún búin að sanna sig í áratugi. Viðskiptaritstjóri Guardian, sem er breskt blað hlynnt ESB, segir að evran sé nýja kókið og eigi að taka úr umferð.
Tilgangslaust sé að berja höfðinu við steininn. Evran er búin að fá 16 ára reynslu og virkar ekki. Hún vinnur þvert gegn tilgangi sínum, að sameina Evrópu, eins og best sést á því að Þjóðverjahatur tröllríður Evrópu nú um stundir þótt almenni Þjóðverjinn sé ekkert betur settur með evruna en aðrir íbúar evru-svæðisins.
Fyrir daga evrunnar naut Evrópusambandið velvildar almennings í álfunni. Velvildin var notuð af ESB-sinnum til að stórauka samruna ESB-ríkja þar sem evran átti að vera lykilverkfæri. Kreppan undanfarin fimm ár sýnir að stjórnmálaleiðtogar veðjuðu á rangan hest. Þótt sú leið sé hugsanleg, til að halda evrunni á lífi, að búa til miðstýrt fjármálakerfi með sameiginlega skattheimtu og fjármálastjórn á öllu evru-svæðinu, sem telur 19 ríki, þá er pólitískt óhugsandi að almenningur í Norður-Evrópu samþykkti slíkan leiðangur.
Evran er nýja kókið sem almenningur vill ekki. Því fyrr sem leiðtogar evru-ríkjanna átta sig á mistökunum og bregðast við þeim því betra, skrifar viðskiptaritstjóri Guardian.
![]() |
Yfir helmingur Þjóðverja óánægður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 19. júlí 2015
Eftirkapítalisminn - von píratískra vinstrimanna
Kapítalisminn rennur sitt skeið, rétt eins og miðaldir fyrir hálfu árþúsundi. Eftirkapítalisminn býður vinstriflokkum, einkum pírataútgáfunni, tækifæri til að verða forystuafl þjóðfélagsbreytinga.
Þrjár meginbreytingar á kapítalismanum eru þegar hafnar og munu breyta samfélaginu til frambúðar í fyllingu tímans. Í fyrsta lagi er vinnan ekki sú nauðsyn sem hún var. Allsnægtir án aukinnar vinnu eru mögulegar þökk sé sjálfvirkni.
Í öðru lagi grafa upplýsingar undan getu markaðarins til verðlagningar. Markaðurinn byggir á skorti sem altæk upplýsingamiðlun kemur í veg fyrir að verði nýttur til ábata.
Þriðji þátturinn í afbyggingu kapítalismans er deilihagkerfið, sem starfar eftir öðrum lögmálum en markaðarins.
Ofangreind pæling er frá Paul Mason, sem er breskur fréttamaður og samfélagsrýnir, með marxíska fortíð. Kjarninn í nýrri bók hans, Postcapitalism, birtist í Guardian.
Framtíðarpæling Mason er um margt trúverðug. Vinnan er ekki lengur það sem hún var. Ungt fólk, jafnvel á Íslandi sem er fremur vinnusamt samfélag, finnur leiðir til að vinna minna og lifa á bótum.
Deilihagkerfið er orðin staðreynd og allar líkur að það vaxi. Deilihagkerfið grefur undan markaðshagkerfinu eins og við þekkjum það. Þjónusta og verðmæti skipta um hendur án þess að peningar koma við sögu. Deilihagkerfið er nokkurs konar nútímalegur sjálfsþurftarbúskapur. Munurinn er sá að í íslenska landbúnaðarsamfélaginu í gamla daga kom sjálfsþurftin til af skorti en núna er ástæðan ofgnótt.
Kapítalisminn er í kreppu. Það sé t.d. á stóru einokunarrisunum í tæknigeiranum sem vinna gegn nýsköpun þegar hún ógnar einkaleyfum risanna. Tollabandalag Bandaríkjanna og ESB, TTIP, er með öll einkenni kapítalískra kreppuviðbragða. Hvort kreppan leiði fram aðlögun kapítalismans, líkt og hann sýndi við umbreytinguna úr framleiðslusamfélaginu í þjónustusamfélagið, eða hvort kreppan kollvarpi kapítalismanum er enn alls óvíst.
Aðrir þættir í pælingu Mason eru ekki eins sannfærandi. Til dæmis að altæk upplýsingamiðlun grafi undan mörkuðum. Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, Robert J. Schiller, sýndi fram á að verðlagning markaða byggir ekki á rökréttu samhengi upplýsinga heldur órökvísri skynjun markaðsafla á stöðu mála. Þessi órökvísa skynjun er nátengd sjálfri mennskunni og mun ekki breytast þótt allar heimsins upplýsingar séu komnar í einn tölvukubb.
Pæling Mason stendur nógu traustum fótum til að verða hluti af umræðu næstu ára um hvert stefnir með þá samfélagsgerð sem varð óumdeild á seinni hluta síðustu aldar. Breytingar eru í aðsigi.
Við, í merkingunni vestræn samfélög, stöndum frammi fyrir meiri breytingum á hag- og samfélagskerfi okkar en við höfum gert frá því fyrir fyrri heimsstyrjöld. Og það er allnokkuð verkefni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 18. júlí 2015
Habermas: ESB í pólitískri gildru
Jürgen Habermas heimspekingur og samfélagsrýnir er stórt nafn í vinstrikreðsum í Evrópu, og raunar víðar, svo sanngirni sé gætt. Hann er einarður ESB-sinni og telur sambandið nauðsyn Þjóðverjum vegna sögulegra erfiðleika þeirra að vera til friðs í Evrópu, sbr. 1914-1918 og 1939-1945.
Habermas er grimmur gagnvart þýskum stjórnvöldum fyrir meðferðina á Griikjum og segir í viðtali við Guardian að Merkel og Schäuble sólundi evrópskum velvilja til Þýskalands er tók áratugi að byggja upp eftir seinna stríð. Grikkland sé í reynd leppríki ESB, dæmt í varanlega kreppu.
Habermas segir Evrópusambandið fast í pólitískri gildru:
Aðeins leiðtogar ríkja í ráðherraráðinu geta brugðist við. En einmitt þeir eru ófærir um að bera fram sam-evrópska hagsmuni enda eru þeir bundnir þjóðarvilja. Við erum fastir í pólitískri gildru.
(Only the government leaders assembled in the European Council are in the position to act, but precisely they are the ones who are unable to act in the interest of a joint European community because they think mainly of their national electorate. We are stuck in a political trap.)
Æ fleiri hallast að þeirri greiningu að Evrópusambandið sé komið langt fram úr sjálfu sér með yfirþjóðlegu valdboði. Því verði að endurskoða starf ESB frá grunni og draga úr yfirþjóðlega þætti sambandsins.
Habermas kýs öndverðan kost. Hann segir nauðsyn á að ,,kjarna-Evrópa" myndi pólitískt sambandsríki með evru sem gjaldmiðil. Það sé lærdómurinn sem megi draga af Grikklands-kreppunni.
,,Kjarna-Evrópa" Habermas er um það bil það svæði sem Napoleón lagði undir sig í byrjun 19du aldar og var undir stjórn Hitlers laust fyrir miðja síðustu öld.
Þýski heimspekingurinn boðar klofna Evrópu.
![]() |
Skipti út ósammála ráðherrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 17. júlí 2015
Vinstrimenn vantar nýjan draum - og flokk
Evrópusambandið er ekki lengur draumur íslenskra vinstrimanna, ekki eftir grísku martröðina. Gunnar Smári, sem dreymdi um að Ísland yrði fylki í Noregi, og stofnaði til þess flokk, segir að nú verði að dreyma nýja valdadrauma.
Samfylkingin getur ekki dreymt nýjan valdadraum án ESB. Flokkurinn er of tengdur misheppnuðustu umsókn Íslandssögunnar.
Finni vinstrimenn ekki nýjan draum á næstunni er útséð um möguleika þeirra í þingkosningunum 2017.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 17. júlí 2015
Jón Gnarr vegvísir deyjandi fjölmiðils
Áður en Jón Gnarr varð stjórnmálamaður þótt hann liðtækur brandarakall. Stjórnmálin breyttu Jóni úr uppistandara í vegvísi í opinberum málum undir vörumerkinu ,,borgarstjórinn úr eftirhruninu."
365 miðlar er deyjandi fjölmiðill. Fyrirtækið reynir að hasla sér völl á vettvangi símaþjónustu og hittir þar fyrir stönduga keppinauta.
Jóni Gnarr er ætlað að vísa 365 miðlum til endurnýjunar lífdaga. Jón Ásgeir, eigandi 365 miðla, er orðinn býsna örvæntingarfullur.
![]() |
Jón Gnarr ráðinn til að hafa áhrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)