Miðvikudagur, 7. október 2015
ESB-aðild er aukaatriði
Forstjóri General Electric segir aukaatriði hvort Bretland haldi sér inni í Evrópusambandinu eða kjósi að yfirgefa það. Engin hætta sé á að Bretland einangrist þótt landið velji fullveldi fram yfir Brussel-yfirvald.
Hér á Íslandi var reynt að kynda undir þeirri grillu að viðskiptalífið þyrfti á ESB-aðild að halda.
ESB-aðild er orðið að aukaatriði enda Evrópusambandið í stórfelldum vandræðum og óvíst hvort það lifi af áratuginn.
![]() |
Veran í ESB skiptir ekki máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. október 2015
Vinnumarkaðurinn gerir árás á krónuna og lífskjörin
Vinnumarkaðurinn á Íslandi skipuleggur efnahagsglæp. Það liggur fyrir eftir þriggja ára vinnu SALEKS-hópsins hjá ríkissáttasemjara. Samtök atvinnurekenda, ASÍ-félögin og opinberir starfsmenn lýsa því formlega yfir að ekki sé hægt að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi.
Hagfræðingar SALEKS-hópsins skrifa minnisblað þar sem segir
Í sameiginlegu minnisblaði til SALEK-hópsins segja þeir að ef ekki verði brugðist við muni verðbólga vaxa, vextir hækka og gengi krónunnar falla.
Vinnumarkaðurinn ætlar sér meðvitað og yfirvegað að gera árás á krónuna og skerða lífskjör almennings. Yfirvofandi árás er fáheyrður efnahagsglæpur. Þeir sem bera ábyrgð á skipulagningu og útfærslu glæpsins hljóta að svara til saka.
![]() |
Slitnaði upp úr viðræðum SALEKS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. október 2015
Lýðræði, Hitlers-þáttur og ESB-hættan
Lýðræði er skást af öllum tilraunum mannsins að smíða umgjörð um yfirvald. Lýðræði er hvergi nærri fullkomið; Sókrates var dæmdur til dauða af lýðræðislegum dómstól og Hitler komst til valda í lýðræðiskosningum.
Stjórnmálamenn í Evrópu eru mótaðir af sögunni ekki síður en af samtíðinni. Hitlers-þátturinn í sögu evrópskra stjórnmála gefur stjórnmálamönnum tilefni til að sniðganga lýðræðislegan vilja þegar almenningur sýnist ekki kjósa ,,rétt".
Hættan við stjórnmálaelítuna í Brussel er að hún noti Hitlers-þáttinn til að grafa undan lýðræðinu. Slíkar tilraunir enda illa; Hitler ætlaði að bjarga Þjóðverjum frá kommúnisma.
![]() |
Nota ESB til að sniðganga lýðræðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 6. október 2015
2007-hroki peningamanna, stjórnmálamenn hræddir
Á tímum útrásar réðu auðmenn Íslandi. Stjórnmálamenn voru hræddir hérar sem lyftu ekki litla fingri til að vernda almannahagsmuni fyrir yfirgangi peningamanna. Brynjar Harðarson byggir til að spilla flugvelli og er með eftirfarandi skilaboð til innanríkisráðherra
Við höldum bara okkar striki og höldum áfram okkar framkvæmdum, eins og þetta hafi aldrei verið sagt. Ráðherrann sagði þetta og pólitíkusar halda áfram að segja hitt og þetta og það hefur bara sinn gang, sagði Brynjar í samtali við Morgunblaðið í gær.
Peningamenn tóku ekki mark á stjórnmálamönnum í útrás, sem endaði með hruni fyrir sjö árum.
Við höfum ekkert með stjórnmálamenn að gera sem láta peningamenn stjórna ferðinni.
![]() |
Valsmenn hf. halda sínu striki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 6. október 2015
Pólitík misskilnings vinstriflokka
Vinstriflokkarnir reka sína pólitík á misskilningi. Þeir misskilja Evrópusambandið, halda að það sé verndaður vinnustaður tilgangslausra háskólaborgara; stjórnarskrármálið var allsherjarmiskilningur þar sem vinstrimenn töldu að stjórnarskráin, sem að stofni er frá 1874, ætti sök á hruninu 2008.
Vinstriflokkarnir trúðu að Íslendingar væru haldnir slíku sjálfshatri að orðræðan um ,,ónýta Ísland" myndi slá í gegn. Flóttamannapólitík vinstriflokkanna er byggð á sömu forsendu - um að gera að fylla landið útlendingum enda lækkar hlutfall mörlandans.
Forsætisráherra er hvekktur að orð hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem skildust fullkomlega á þeim vettvangi sem þau voru flutt, skuli misskilin af íslenskum vinstrimönnum.
Nýrra bæri við ef vinstrimenn tækju upp á því að skilja hlutina í sínu rétta samhengi. En þá væru þeir ekki lengur vinstrimenn.
![]() |
Enginn í NY misskildi Sigmund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. október 2015
Ítalía hættulegt land, segir ráðherra
Íslenskir ferðamenn eru nógu góðir til að fara til Ítalíu og engar viðvaranir koma frá stjórnvöldum hér á landi að landið sé hættulegt.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir á hinn bóginn Ítalíu alltof hættulegt fyrir hælisleitendur.
Síðan hvenær varð Ítalía hættulegt land og hvers vegna er ekki tekið fyrir að Íslendingar ferðist þangað?
![]() |
Verða ekki sendir aftur til Ítalíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 5. október 2015
Launaskrið handa sumum, en ekki nærri öllum
Launaskrið er á höfuðborgarsvæðinu, svo nemur tugum prósenta, segir Heimir Kristinsson, varaformaður Byggiðnar. Í Vikudegi segir Heimir
Við gerðum könnun fyrir ári og þar kom fram bersýnilegur munur. Smiðir fá allt að 20% betur borgað fyrir sunnan. Þetta er of mikill munur og óþolandi ástand og er í raun ekki líðandi.
Hvort sem það er huggun harmi gegn eða staðfesting á himinhrópandi óréttlæti eru kennarar norðan heiða með sömu launin og þeir fyrir sunnan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. október 2015
Samfylking og Vg tapa næstu kosningum vegna ESB
Vinstriflokkarnir, Samfylking sérsataklega, en einnig Vinstri grænir, eru bundnir á klafa ESB-umsóknar Jóhönnustjórnarinnar. Fyrirsjáanlega verða nær eingöngu slæmar fréttir af Evrópusambandinu fyrir vorið 2017 þegar alþingskosningar verða hér á landi.
ESB-mál vinstriflokkanna, ásamt tveim tengdum málum, þ.e. Icesave og stjórnarskrármálinu, yfirskyggðu alla pólitík Jóhönnustjórnarinnar. Ekkert nema leiðindi og mistök er að sækja í reynsluna af kjörtímabilinu 2009 til 2013.
Hvorugur vinstriflokkanna þorði í uppgjör vegna ESB-mistakanna. Orðræðan sem bæði Samfylking og Vinstri grænir sitja uppi með gegnsýrð ESB-umsókninni.
Í pólitík gildir að stór mál skilgreina langtímaþróun. Í síðasta stórmáli, landhelgisstríðinu á áttunda áratug síðustu aldar, gættu allir stjórnmálaflokkar sig á því að vera réttu megin í máli sem varðaði þjóðarhagsmuni. Í ESB-málinu eru Samfylking og Vg út í móa.
Vinstriflokkarnir töpuðu stórt vegna ESB-málsins vorið 2013 og þeir munu einnig tapa stórt 2017.
![]() |
Gæti stutt úrsögn úr ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 5. október 2015
Batnandi heimur - en óstöðugleiki vex
Á 15 árum lækkar hlutfall jarðarbúa sem búa við hungurmörk úr 29 prósentum í 9,6. Árangurinn stafar helst af betri lífskjörum í sunnanverðri Afríku, sem jafnframt nýtur meiri stöðugleika en löngum áður.
Í norðanverðri Afríku, þar sem velmegun er meiri, og í mið-austurlöndum þar sem hún er enn meiri eru helstu uppsprettur pólitísks óstöðugleika á seinni árum. Arabíska vorið svokallaða hleypti af stað ferli sem ekki sér fyrir endann á.
Því miður fyrir heiminn er sambandið milli efnahagslegrar velmegunar og stjórnarfarslegs stöðugleika ekki ýkja sterkt.
![]() |
Besta sagan í heiminum í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. október 2015
Hernámi Ísraels fagnað - af hernumdu fólki
Bandaríkin kynntu undir ófriðarbálinu í Sýrlandi án þess að hyggja að leikslokum. Rússar eru komnir í spilið og freista þess að slökkva elda sem Bandaríkin bera ábyrgð á.
Gólanhæðir á landamærum Ísraels og Sýrlands eru setnar Ísraelsmönnum frá sex daga stríðinu 1967. Af sumum er svæðið kallað hernumið, líkt og Vesturbakkinn og Gasa.
Blaðamaður New York Times var á ferðinni í Gólanhæðum nýverið og tók íbúa þar tali. Þeir prísuðu sig sæla búa við ísraelskt ,,hernám" enda valkosturinn Ríki íslam eða Assad Sýrlandsforseti.
Ísrael gerir góðverk í stríðsþjáðum heimshluta en fær litlar þakkir.
![]() |
Íhlutun Rússlands nauðsynleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)