Sunnudagur, 20. desember 2015
Vonska, völd og stöðugleiki
Völd eru yfirráð einhverra yfir einhverjum. Lögmæt völd eru þar sem þeir valdbeittu viðurkenna stöðu sína. Viðurkenningin kemur fram í öðru tveggja, að viðvarandi valdhöfum (einvöldum konungum, einræðisherrum eða valdaflokkum)sé leyft að fara sínu fram ómótmælt eða að samkomulag sé um hvernig valdaskipti fara fram, samanber lýðræðisfyrirkomulag vestrænna ríkja.
Viðvarandi valdhafar tíðkast í öllum ríkjum nema lýðræðisríkjum. Sum ríki, t.d. Rússland, eru á mörkunum. Sami valdhafinn, Pútín forseti, situr varanlega þrátt fyrir kosningar.
Í ríkjum araba sátu til skamms tíma viðvarandi valdhafar. Menn eins og Gadaffi í Líbýu, Assad í Sýrlandi og Hussein í Írak. Í nær öllum tilvikum viðvarandi valdhafa styðjast þeir við vonsku af einhverju tagi, s.s. kúgun, mannréttindabrotum og oft pyntingum og morðum.
Stöðugleiki er forsenda viðvarandi valdhafa. Án stöðugleika eiga viðvarandi valdhafar á hættu að missa völdin. Stöðugleikinn er keyptur verði vonskunnar.
Stöðugleiki með vonsku er skárri kostur en óstöðugleiki og enn meiri vonska, eins og raunin hefur orðið á í Líbýu, Írak og Sýrlandi eftir að Bandaríkin og vestræn ríki ákváðu að steypa af stóli viðvarandi valdhöfum í þessum ríkjum.
Hilary Clinton, forsetaframbjóðandi og fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, réttlætti í sjónvarpskappræðum afsetningu Gadaffi í Líbýu með þeim orðum að hann hefði framið grimmdarverk á eigin fólki.
Clinton þykir ekki haukur í utanríkismálum heldur hófsöm. Hún telst ekki heimsk, fremur skarpgreind. Engu að síður æpir nýliðin saga framan í hana þessari óhrekjanlegu staðreynd: viðvarandi valdhafar stjórna með vonsku. Valkosturinn við þá er óstöðugleiki og enn meiri vonska.
![]() |
Sanders bað Clinton afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. desember 2015
Jón Ásgeir dragbítur á Fréttablaðið/365-miðla
Ef Jón Ásgeir Jóhannesson, með sinn feril frá útrás til sérstaks saksóknara, ætti ekki Fréttablaðið/365-miðla væri sennilega enn verr komið fyrir RÚV en raun er á.
Ritstjóri Jóns Ásgeirs, Kristín Þorsteinsdóttir, skrifar leiðara um ánauð landsmanna af RÚV. Flest er þar maklega sagt.
En þegar fólk veltir fyrir sér valkostunum, RÚV eða Jóns Ásgeirs-miðlar, ber RÚV af eins og gull af eiri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 19. desember 2015
Frjálslynda velferðarsamfélagið þolir ekki fjölmenningu
Frjálslynda velferðasamfélagið byggir á einsleitni þjóðmenningar þar sem traust og samstaða ríkir. Þótt bótsvindl þekkist er allur almenningur meðvitaður um að opinber þjónusta er greidd af almannafé og þegnskapur að fara vel með.
Í fjölmenningarsamfélagi, þar sem ólíkir menningarhópar eru hvattir til að rækta sinn menningararf og iðka sínar venjur, er nær ómögulegt að reka velferðarsamfélag.
Danir, og raunar mörg önnur ríki í Vestur-Evrópu, standa frammi fyrir vali. Annað tveggja að afleggja velferðarsamfélagið eða steypa fjölmenningunni í þjóðmenningu. Allur þorri almennings er á móti fyrri kostinum og þann seinni tekur nokkrar kynslóðir að framkvæmd.
Á meðan ætla Danir að hirða fémæti af flóttamönnum þannig að þeir falli að dönsku þjóðmenningunni, en víki frá hefðum heimahaganna þar sem einn fugl í hendi er betri en tveir í skógi.
![]() |
Snýst ekki um demanta og skart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. desember 2015
Slátrun í Sýrlandi - spurningin er hver hverjum
Alavítar eru um 12 prósent Sýrlendinga. Assad-feðgar eru alavítar og ráðandi í Sýrlandi í bráðum hálfa öld. Utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, segir um Assad forseta:
Hvernig getur þessi maður sameinað þjóð sem hann hefur að að hluta slátrað? Sú hugmynd að hann bjóði sig aftur fram í kosningum er óásættanleg.
Ef Assad hrekst frá völdum verður alavítum slátrað af súnnum, fái þeir völdin í Sýrlandi. Aðrir minnihlutahópar eru Kúrdar, Drúsar, kristnir Arabar, Túrkmenar, Armenar og fleiri.
Engin leið er að stjórna Sýrlandi nema einn hópur sitji yfir hlut annarra. Spurningin er aðeins hvaða hópur það eigi að vera.
![]() |
Hvergi minnst á Assad í ályktun ráðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 18. desember 2015
Jón Gnarr lítilsvirðir aðra í þágu sjálfsupphafningar
Jón Gnarr er vörumerki í samkeppni við önnur vörumerki. Til að auka verðmæti vörumerkisins reynir Jón Gnarr að setja saman ímynd um sigurvegara í andstreymi. Jón sigraði ,,freka karlinn" sem frægt varð.
Í nýjustu afurð vörumerkisins Jóns Gnarr er þemað unglingurinn sem kemst til manns þrátt fyrir vítisvist á Núpi.
Þeir sem þekkja til á Núpi bera brigður á frásögn Jóns. Af ástæðum, sem liggja í augum uppi, hefur vörumerkið lítið tjáð sig um sannleiksgildi ímyndarinnar.
Föstudagur, 18. desember 2015
Þjóðverjar vilja Pútín með gegn múslímum
Þjóðverjar vilja friðmælast við Rússa og ná bandalagi við þá gegn upplausninni í ríkjum múslíma, sem bæði veldur flóttamannastraumi til Evrópu og hryðjuverkum í evrópskum borgum.
Leiðtogi kristilegra demókrata í Bæjaralandi, Horst Seehofer, mun á nýju ári fara í tvær heimsóknir til Pútíns forseta Rússlands. Af því tilefni segist Seehofer efins um refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi.
ESB setti viðskiptabann á Rússland vegna deilna um forræðið yfir Úkraínu, sem er land í upplausn á mörkum áhrifasvæða ESB og Rússa í Austur-Evrópu. Þótt milljónir flóttamanna streymi frá Úkraínu vegna átakanna þar, flestir fara til Rússlands, er ekki sama uppnámið vegna þeirra og múslímsku flóttamannanna er sækja til Evrópu. Ríki Evrópu eru vön fólksflæði sín á milli - múslímar eru ekki hluti þeirrar sögu.
Seehofer segir nauðsynlegt að eiga Rússa sem bandamenn í glímunni við ófrið hér og hvar í heiminum. Pútín gerði Rússa að áhrifavaldi í mið-austurlöndum með sterkri viðveru í Sýrlandi.
Heimsóknir Seehofer til Rússlands og efasemdir um viðskiptabann ESB á Rússa sýna að Úkraínudeilan er orðin að aukaatriði. Baráttan við öfgar múslíma er aðalmálið í alþjóðastjórnmálum um þessar mundir.
![]() |
Pútín sparar ekki stóru orðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 17. desember 2015
Árni Páll stekkur á RÚV-vælubílinn
RÚV er of stór stofnun með fréttastofu sem heldur ekki faglegu máli. RÚV svarar gagnrýni með málssókn.
RÚV lítur svo á að stofnunin sé með áskrift að ríkisframlagi. Ef stofnunin fær ekki sínu framgengt er skrattinn málaður á vegginn og talað um pólitískar ofsóknir.
Auðvitað stekkur formaður Samfylkingar upp í RÚV-vælubílinn.
![]() |
Allt árásir og pólitískar aðfarir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 17. desember 2015
Allsherjabrot kalla á víðtækar rannsóknir
Í aðdraganda hrunsins voru framin margvísleg efnahagsbrot, fyrst og fremst af fjármálafyrirtækjum en líka stórfyrirtækjum með margslunginn rekstur.
Við þær aðstæður verður ríkisvaldið að fá víðtækar heimildir til rannsókna og taka fremur meira fyrir en minna.
Í öllum meginatriðum eru rannsóknir mála og dómsúrlausnir í samræmi við efnahagsbrotin sem framin voru.
![]() |
Gagnrýndi veiðiferðir ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 17. desember 2015
Hagfræðitilraun lýkur - ESB í kreppugír
Hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum markar endalok hagfræðitilraunar - að koma hjólum efnahagslífsins í gang með núllvöxtum og peningaprentun. Tilraunin ól af sér stóraukna misskiptingu tekna enda þeir ríku í betri aðstöðu til að nýta sér ókeypis peninga en launafólk.
Tilraunin með núllvexti og peningaprentun var hleypt af stokkunum í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Markmiðið var að koma í veg fyrir að bankakreppan leiddi til kreppu í raunhagkerfinu með því að fyrirtæki fengju ekki lán.
Enginn veit hvaða afleiðingar vaxtahækkun felur í sér. Sjö ár með núllvexti er langur tími. Þýska útgáfan Die Welt segir að þriðjungur þeirra sem starfi í Wall Street, fjármálahverfi Bandaríkjanna, þekki vaxtahækkanir aðeins úr kennslubókum.
Hitt er vitað að vextir í hagkerfi evrunnar verða í núlli fram til 2017. ESB er enn í kreppugír með hátt atvinnuleysi og lítinn hagvöxt.
Fyrir Íslendinga þýðir þetta að dollarinn mun hækka en evran lækka.
![]() |
Stýrivextir hækka vestanahafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. desember 2015
Orð, morð og múslímar
Múslímar myrtu saklausa í nafni trúar löngu áður en Donald Trump hóf pólitískan feril sinn. Vandi múslíma er ekki orð manna eins og Trump heldur vangeta múslíma að endurtúlka trú sína í samræmi við lýðræði og mannréttindi veraldlegs samtíma.
,,Trú sem ekki breytist er ekki trú heldur fordómar," skrifar Hassan Radwan í Guardian og harmar miðaldamenningu múslíma. Morð múslíma á saklausum eru réttlætt með trú sem er blóðþyrst enda er höfundur trúarinnar, Múhameð spámaður, hermaður í arabísku borgarastríði.
Trúarmenning múslíma er bókstafstrú. Múslímar verða sjálfir að brjóta af sér hlekki miðalda. Bann við að þeir komi til Ameríku myndi ábyggilega flýta fyrir þeirri þróun. Hver vill ekki komast til Ameríku?
![]() |
Malala svarar Donald Trump |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)