Laugardagur, 6. febrúar 2016
Bandaríkin/ESB tapa í Sýrlandi, Rússar sigra
Með stuðningi Rússa og Írana er stjórnarher Assads búinn að umkringja stærstu borg Sýrlands, Aleppo, sem að stærstum hluta hafa verið undir stjórn uppreisnarmanna sem njóta stuðnings Bandaríkjanna og Nató.
Falli Aleppo yrði það stórsigur Rússa. Að sama skapi er umræðan í Bandaríkjunum afar gagnrýnin á frammistöðu Obama forseta og hann sakaður um svik við uppreisnarmenn.
Pútín Rússlandsforseti ákvað að beita sér í Sýrlandi af krafti í framhaldi af Úkraínudeilunni við Bandaríkin og ESB.
Sterkari staða Rússa í Sýrlandi bætir stöðu Pútíns á alþjóðavettvangi, þar með talið í Úkraínudeilunni.
Evrópusambandið er að kikna undan straumi flóttamanna frá Sýrlandi. Án samkomulags við Rússa verður enginn friður í miðausturlöndum. Lausn í miðausturlöndum er nátengd Úkraínudeilunni.
![]() |
Sýrlendingar streyma að landamærunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 6. febrúar 2016
Vinstrapopúlistaáhlaup Kára misheppnaðist
Pólitískir hópar i landinu eru í grófum dráttum þrír: vinsrimenn, hægrimenn og miðjumenn. Til að búa til samstöðu um eitthvert þjóðþrifamál þarf að ná tveim af þrem þessum hópum. Það tókst í Icesave-málinu; í framhaldi var skipt um ríkisstjórn og Ólafur Ragnar var endurkjörinn forseti á sömu forsendum.
Kári Stefánsson fékk með sér í undirskriftarsöfnunina vinstrihópinn heilan og óskiptan, en fáa miðjumenn og enn færri hægrimenn.
Kári viðurkenndi ósigur í hádegisfréttum RÚV og við getum snúið okkur að næsta umræðefni.
![]() |
Þessi skítur er á minni ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. febrúar 2016
Helgi Hjörvar vill formennsku Samfylkingar
Helgi Hjörvar þingmaður óskar sér formennsku í Samfylkingu, nú þegar ljóst er að dagar Árna Páls eru taldir í embættinu.
Helgi þekkir baklandið sitt og veit að samfylkingarfólk er öðru heimskara þegar kemur að hagfræði. Um daginn tefldi hann fram verðtryggingarfrumvarpi sem var samstundis skotið niður af formanni i veikri stöðu. Helgi fékk sínar fimmtán sekúndur í sviðsljósinu að hafa rangt fyrir sér á skynsemismælikvarða en slá um leið pólitískar keilur innanflokks.
Áfram heldur Helgi að lesa sig inn í hagfræðiheimsku flokksfélaganna og skrifar um nauðsyn þess að taka upp annan gjaldmiðil. Engum hagfræðingi dettur í hug að ráðleggja fullvalda þjóð að taka upp framandi gjaldmiðil, enda hníga öll rök til þess að sjálfstæður gjaldmiðill sé forsenda fyrir efnahagslegum bjargráðum. Noregur er nýjasta dæmið um þjóð sem notar gjaldmiðilinn til að aðlagast breyttum efnahagsaðstæðum. Finnland, á hinn bóginn, er ekki með sjálfstæðan gjaldmiðil og lendir í efnahagskreppu þrátt fyrir að gera allt annað rétt.
Helgi Hjörvar á alla möguleika að verða næsti formaður Samfylkingar. Hann er prýðilegur fulltrúi hagheimskasta stjórnmálaflokks Íslandssögunnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. febrúar 2016
Áhlaupsréttlæti
Nauðgun er svívirðilegur glæpur. Það er einnig svívirðilegt að rífa æruna af einhverjum með röngum sakargiftum.
Nógu slæmt er þegar einstaklingur ber rangar sakir á annan. En þegar fjölmiðlar ganga fram með þeim hætti sem Fréttablaðið gerði í þessu máli er fokið í flest skjól.
Það er alltaf til fólk tilbúið að taka Lúkas á einhvern sem stendur vel til höggs. Fjölmiðlar ættu að vera yfir það hafnir.
![]() |
Málið ekki líklegt til sakfellingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 5. febrúar 2016
Staðgenglastríð Bandaríkjanna/Nató og Rússa í múslímalöndum
Sýrlenska ríkisstjórnin, með aðstoð Rússa, sækir fram gegn súnní múslímum. Íranar, sterkasta ríki sjíta, styður sýrlensku stjórnina. Á móti hóta Sádi-Arabar, öflugasta ríki súnna, að senda landher inn í Sýrland, í samvinnu við súnnaríkið Tyrkland, sem er í Nató.
Bandaríkin eru bakhjarlar Sádí-Araba og Tyrkja. Stríðið í Sýrland og Írak er staðgenglastríð stórveldanna þar sem víglínan liggur á milli ólíkra afbrigða múslímatrúar. Bandaríkin eru í öfgadeildinni með Sádum, sem fjármagna wahabisma um víða veröld og er andleg næring hryðjuverkahópa.
Staðgenglastríð voru síðast háð að einhverju marki á dögum kalda stríðsins; í Kóreu, Víetnam og milli Egypta og Ísraelsmanna.
![]() |
Ástandið er skelfilegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 5. febrúar 2016
Bannað að skipta um formann í Samfylkingu
Samfylkingarskútan er strand, fylgisrýr upp á skeri, en lög flokksins banna að skipt sé um manninn í brúnni.
Formannskosningar eru aðeins leyfðar kortéri fyrir kosningar til að draga úr líkum að bátnum sé ruggað.
Stjórnlyndið í lögum Samfylkingar er ígildi sjálfstortímingar. Formaður sem fiskar ekki skal samt stýra strandaða fleyinu.
![]() |
Landsfundur óraunhæfur á þessu ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 4. febrúar 2016
Jón Ásgeir notar eiginkonuna sem skjöld
Eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrrum Baugsstjóra heitir Ingibjörg Pálmadóttir. Ingibjörg er athafnakona, komin af Pálma stofnanda Hagkaupa, og rekur hótel og veitingahús ásamt fjölmiðli.
Jón Ásgeir vill hlutast til um hver dæmir í Aurum-málinu, þar sem hann er sakborningur, með þeim rökum að Ingibjörg, eiginkona hans, eigi fjölmiðil sem flutti fréttir af eiginkonu dómarans.
Ingibjörg kemur hvergi nærri daglegri ritstjórn Fréttablaðsins. Engar heimildir eru um að hún sitji ritstjórnarfundi og ákveði hvaða fréttir skuli fluttar og með hvaða sjónarhorni. Þá þarf Jón Ásgeir að útskýra hvernig fréttir, sem slíkar, valdi vanhæfi.
Fréttir eru, þrátt fyrir allt, aðeins hlutlaus frásögn af atburðum líðandi stundar.
Er það ekki?
![]() |
Dómari víki vegna fréttaflutnings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. febrúar 2016
Píratar eru verkfæri til valda
Með 35 prósent fylgi og þar yfir eru Píratar verkfæri til valda. Ýmsir hópar í samfélaginu hugsa sér gott til glóðarinnar að nýta sér fylgi Pírata til valdeflingar.
Píratar eru, enn sem komið er, óskrifað blað og óflekkaðir af valdapólitík. Þeir geta ekki leyft sér lengi enn að vera jómfrúin sem tekur öllum vonbiðlum vel en þorir engan að hryggbrjóta.
Vald byggt á skoðanakönnunum er hverfult. Varanlegur valdagrunnur fæst með bandalögum. Spurning Pírata er með hverjum og um hvað.
![]() |
Sögusagnir um yfirtöku frjálshyggjumanna úr lausu lofti gripnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 4. febrúar 2016
Úkraína, Sýrland og flóttamenn er sami pakkinn
Liðsmenn Ríkis íslam flýja Sýrland til Líbýu til að komast undan loftárásum Rússa og vaxandi styrk stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. Friðarviðræður um framtíð Sýrlands eru settar í bið vegna þess að uppreisnarmenn, sem Bandaríkin og Nató styðja, fara halloka.
Varnarmálaráðherra Breta heldur því fram að Ríki íslams styrkist með loftárásum Rússa. Þar fyrir utan þykist varnarmálaráðherrann ekkert skilja í pólitík Rússa í Sýrlandi.
Pólitík Rússa í Sýrlandi verður helst skýrð með Úkraínu, sem Bandaríkin og Nató vilja ná forræði yfir. Úkraína er bakgarður Rússa og lítill áhugi í Mosku að fá þar herlið frá Nató. Rússar færðu sig upp á skaftið í Sýrlandi til að þrengja kost Bandaríkjanna og Nató á svæðinu.
Nýjasta útspil Bandaríkjanna og Nató er að auka vígbúnað við landamæri Rússlands. Bandaríkin tilkynntu fjórföldun á mannafla og vígbúnaði í Austur-Evrópu til að þrýsta á Rússa.
Flóttamannastraumurinn til Evrópu stafar af átökum í miðausturlöndum, einkum Sýrlandi. Rússar vita að stjórnmálaelítan í Evrópu er miður sín vegna uppgangs öfgahreyfinga sem berjast gegn múslímavæðingu álfunnar.
Svar Rússa við vopnaskaki Bandaríkjanna og Nató í Austur-Evrópu verður í miðausturlöndum. Vaxandi ókyrrð þar setur aukinn þrýsting á evrópska stjórnmálamenn að halda aftur af herskáum Bandaríkjamönnum sem vilja nýtt kalt stríð.
Stjórnmálamenn, eins og Horst Seehofer í Bæjaralandi, gera sér ferð til Moskvu að hitta Pútín forseta og leysa Úkraínudeiluna. Þegar hún er leyst verður hægt að ræða af viti um Sýrland. Þangað til heldur skálmöldin áfram.
![]() |
Stál í stál í friðarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. febrúar 2016
Píratar: enginn markaður, engin velferð
Í grunnstefnu Pírata er ekki að finna neitt um markaðinn eða efnahagsmál almennt; ekki heldur neitt um ríkisrekstur eða velferð.
Grunnstefnan, segir Helgi Hrafn þingmaður Pírata, er sameiginleg undirstaða Pírata. Með því að efnahags- og velferðarmál er þar hvergi að finna þá liggur það í hlutarins eðli að Píratar eru opnir bæði fyrir frjálshyggjumönnum og sósíalistum.
En með því að hafa enga stefnu í efnahagsmálum og velferð eru Píratar ekki alvöru stjórnmálaflokkur.
Píratar eru málfundafélag. Jónas Kristjánsson útskýrir hvernig það málfundafélag mun þróast.
![]() |
Frjálshyggjumenn alltaf verið í Pírötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)