Mánudagur, 18. maí 2020
Trúarmenning múslíma og nútíminn
Vestræn mannréttindi eru ósamrýmanleg karlaveldi múslíma. Í trúarmenningu múslíma er konan á forræði karlmanns: föður, bróður og eiginmanns.
Múslíminn og fræðimaðurinn Hamed Abdel-Samad segir vanda múslíma þann að vestræn upplýsing á nýöld fór framhjá þeim og því kemur samskiptatæki nútímans af tvöföldu afli inn í trúarmenningu þeirra.
,,Heiðursmorð" er birtingarmynd múslímsks karlaveldis. Þeir sem annars þykjast uppteknir af mannréttindum á vesturlöndum, frjálslyndir vinstrimenn og femínistar, sjá í gegnum fingur sér við múslímska karlaveldið. Það er aftur vestrænn menningarsjúkdómur.
![]() |
Drepnar eftir birtingu á samfélagsmiðlum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 17. maí 2020
Mannúð og vísindi: Trump og Svíþjóð
Á Íslandi eru fá dauðsföll vegna COVID-19. Þríeykið og ráðherrar votta aðstandendum samúð á blaðamannafundum þegar þau eru tilkynnt. Það er mannúð. En margir deyja án þess að veikjast af kórónuveirunni og fá ekki samúðarkveðjur frá æðstu stöðum. Er það skortur á mannúð?
Obama fráfarandi forseti Bandaríkjanna sakar eftirmann sinn um skort á mannúð vegna dauðsfalla af COVID-19. Skortur á mannúð jafngildir pólitískum dauðadómi. Fólk kýs ekki mannvonskuna. Er Obama mannvinur eða aðeins að slá pólitískar keilur?
Svíar eru almennt taldir mannvinir. Þeir telja sig stunda farsóttarvarnir sem til lengdar eru haldbetri en þær ráðstafanir sem nágrannaþjóðir grípa til. Dauðsföll af COVID-19 eru á talandi stundu fleiri í Svíaríki en í sambærilegum ríkjum. Ræður mannvonska ferðinni?
Vísindin eru ekki með eitt svar við farsóttinni heldur mörg. Þeir sem segja Trump og Svía afneita vísindum í baráttunni við kórónuveiruna gætu allt eins krafist þess að ráðum stjörnuspekinga yrði hlýtt.
Það er einfaldlega ekki vitað hvernig best sé að taka samfélög í gegnum farsótt eins og kórónuveiruna. Engu að síður eru fjarska margir sérfræðingar í því sem ekki er vitað. Þar liggur hundurinn grafinn.
![]() |
Ekkert lát á blóðtöku Svía |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 16. maí 2020
Icelandair ekki of stórt til að falla
Aðalhlutverk Icelandair er sögulega ekki að moka ferðamönnum til Íslands, heldur tryggja flugsamgöngur til og frá landinu. En flugsamgöngur eru ekki háðar sömu lögmálum og fyrr þegar ríkisflugfélög á borð við British Airways, Air France, Lufthansa og SAS réðu háloftunum í samkeppni við bandaríska risa: Pan Am, AA og fleiri félög er voru rekin á markaðsforsendum.
Flugsamgöngur eru nú að heita eingöngu í höndum einkafyrirtækja. Markaðurinn ræður ferðinni, félög rísa og hníga eins og froða i eldhúsvaski.
Flugsamgöngur verða við Ísland þótt Icelandair fari í gjaldþrot og áfram koma ferðamenn til landsins.
Alveg eins og bankar mega aldrei aftur verða of stórir til að falla er beinlínis óæskilegt að nokkurt flugfélag komist í þá stöðu.
Þegar ferðamálastjóri ýjar að þeirri hugsun, að Icelandair sé of stórt til að falla, gerir hann engum greiða nema þeim sem vilja flugfélagið feigt. Því hvenær ef ekki núna ætti flugrisaeðla að taka sitt síðasta flug? Himinhvolfið er hvort eð er svo gott sem tómt af flugvélum.
![]() |
Óvíst hvort einhver myndi fylla í skarð Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 16. maí 2020
Auðmenn, fjölmiðlar, RÚV og ríkisfé
Auðmennirnir Björgólfur Thors Björgólfsson, Róbert Wessman og Helgi Magnússon fjárfesta í fjölmiðlum til að hafa áhrif á skoðanamyndun.
Það er sjálfsagaður réttur, bæði ríkra og fátækra, að setja pening í þann rekstur sem hugurinn stendur til. Almannavaldið ætti að tryggja gagnsæi í eignarhaldi fjölmiðla þannig að lesendur og áheyrendur viti hver fjármagnar skoðanamyndunina.
Aftur er ekki hlutverk ríkisins að niðurgreiða fjölmiðla. Stærsta meinsemdin í ríkisaðstoð við fjölmiðla er RÚV. Á Efstaleiti situr fólk sem beitir fjölmiðlavaldi í þágu sértækra sjónarmiða s.s. að Ísland eigi að verða ESB-ríki og Eflingar-sósíalismi sé framtíðarlandið.
![]() |
Novator helsti bakhjarl DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 15. maí 2020
Mennt, mannúð og spilafíkn
Rauði kross Íslands, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands starfa í þágu mennta og mannúðar.
En afla sér tekna með aðferð sem elur á spilafíkn.
Einföld löggjöf gæti bannað þennan ósóma.
Er ekki kominn tími til að tengja, alþingismenn?
![]() |
85,5% vilja spilakassa lokaða til frambúðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 15. maí 2020
Gréta orðin sérfræðingur í COVID-19
Sjónvarpsstöðin CNN setur Grétu Thunberg á háborð sérfræðinga til að ræða farsóttina sem herjar á heimsbyggðina.
Sænska Gréta er 17 ára og áður tilefnd sem sérfræðingur í loftslagsvísindum af Sameinuðu þjóðunum.
Sænska undrið verður að líkindum leiðtogi sameinaðra trúarbragða frjálslyndra vinstrimanna fyrir tvítugt.
Vel gert, Gréta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14. maí 2020
Hamfarahlýnun: 10-15°C á 20 árum
,,Ískjarnarnir benda til þess að á síðustu ísöld, fyrir u.þ.b 25-40 þúsund árum, kunni lofthiti á Grænlandi að hafa hækkað um 10-15°C á skömmum tíma, jafnvel ekki nema tveimur áratugum."
Tilvitnunin er úr meðfylgjandi frétt.
Fyrir 25-40 þúsund árum var maðurinn að vísu kominn til sögunnar en spjó fremur takmörkuðu magni koltvísýrings út í andrúmslofið.
Samt varð hamfarahlýnun á henni jörð.
Einhver hlýtur að segja Grétu Thunberg, Gumma umhverfis og þingflokki Vinstri grænna frá þessum makalausu tíðindum.
![]() |
Hekluaska og loftslagsrannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 14. maí 2020
ASÍ vill banna tölupóst og upplýsingar
Kjaradeilur eru að stórum hluta reknar í fjölmiðlum. Samningsaðilar koma sér í fréttir með boðskapinn og reyna að hafa áhrif á bakland sitt og almenningsálitið.
ASÍ er sátt við það og tekur raunar virkan þátt.
En ASÍ vill alls ekki að tölvupóstur sé notaður til að koma upplýsingum á framfæri. Í tölvupósti er hægt að koma fyrir ítarlegri upplýsingum en koma fram í fréttum.
Upplýsingar eru hættulegar að áliti ASÍ. Nokkuð undarleg afstaða.
![]() |
Alvarlegar athugasemdir gerðar við bréf Boga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 14. maí 2020
Kreppukærir vinstri grænir
Vinstri grænir eru í grunninn trúfélag. Maðurinn er syndugur, er kennisetningin, drepur bæði náunga sinn og náttúruna.
Kreppa er refsing fyrir syndugt líferni. Þjáningin sem fylgir er áminning um að maðurinn verði að snúa af helvegi tortímingar.
Stöðvun mannvirkjagerðar Nató framlengir farsóttarkreppuna, ekki síst á Suðurnesjunum. Sem er sérstaklega syndugur hreppur í augum Vinstri grænna.
![]() |
Höfnuðu framkvæmdum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. maí 2020
Flugfreyjur og Efling
Efling gat hótað sveitarfélögum að loka leikskólum til eilífðarnóns. Sveitarfélögin geta ekki skilað inn rekstarleyfum leikskóla og lýst sig gjaldþrota.
Flugfreyjufélag Íslands getur sett Icelandair stólinn fyrir dyrnar.
En Icelandair er ekki sveitarfélag.
![]() |
Grafalvarlegt inngrip í kjarasamningsviðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)