Hamfarahlýnun: 10-15°C á 20 árum

,,Ískjarn­arn­ir benda til þess að á síðustu ís­öld, fyr­ir u.þ.b 25-40 þúsund árum, kunni loft­hiti á Græn­landi að hafa hækkað um 10-15°C á skömm­um tíma, jafn­vel ekki nema tveim­ur ára­tug­um."

Tilvitnunin er úr meðfylgjandi frétt.

Fyrir 25-40 þúsund árum var maðurinn að vísu kominn til sögunnar en spjó fremur takmörkuðu magni koltvísýrings út í andrúmslofið. 

Samt varð hamfarahlýnun á henni jörð.

Einhver hlýtur að segja Grétu Thunberg, Gumma umhverfis og þingflokki Vinstri grænna frá þessum makalausu tíðindum. 


mbl.is Hekluaska og loftslagsrannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Þetta eru fjarri því að vera ný tíðindi, þvert ámóti. Rannsóknir á Grænlandsjökli sýna að loftslag þar hefur verið óvenju stöðugt síðustu ellefu þús. árin, miðað við hundruð þúsundir ára þar á undan. Engum hefur dottið í hug að kenna manninum þar um, enda væri það fjarstæða.

Hvers vegna loftslagið hefur verið svona stöðugt síðustu ellefu þús. árin og hve lengi það varir enn, er ekki gott að segja, en ekki er ólíklegt að menningin hafi einmitt getað þróast í skjóli þessa stöðuga loftslags.

Það hefur enginn, mér vitanlega, haldið því fram að loftslagið geti ekki breyst, jafnvel umturnast, án afskipta mannsins, en það er ekki þar með sagt að það geti ekki umturnast af völdum hans.

Hvað stúlkubarnið, Gréta Thunberg, eða Vinstri grænir vita þar um, skiptir engu máli.                 Inside the Experiment: Abrupt Change and Ice Cores               

Hörður Þormar, 14.5.2020 kl. 22:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skiptir ekki máli,eru ekki tíðindi Hörður? Hvað VG,Gummi og Gréta vita um sannanir vísindamanna sem hafa rannsakað sýni sem safnað var 2015-2016,úr hafsbotni,stöðuvötnum og djúpt í iðrum Grænlandsjökuls.Þó ekki væri nema til að láta okkur í friði með sína heimsendistrú. -Var að lesa grein Sunnivu Rutledal sem verður ekki véfengd.- Ef það eru ekki tíðindi að það varð hamfarahlýnun þar sem maðurinn bjó og spjó ekki meiri koltvísýring út í loftið en skaparinn gerði hann,hvers vegna eru hámenntaðir vísindamenn að skrifa þetta á vefnum Geoforskning,ef þetta er ekki mikilvæg frétt?

Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2020 kl. 01:39

3 Smámynd: Hörður Þormar

Helga Kristánsdóttir.

Ég ráðlegg þér að smella á linkinn sem ég lét fylgja með athugasemd minni. Þar er bútur úr fyrirlestri sem danski jöklafræðingurinn Jörgen Steffensen hélt um rannsóknir sínar á Grænlandsjökli og sýnir að 15 gr. ársveifla gat verið árlegur viðburður fyrir tugþúsundum ára. Hvernig væri að lifa við slík loftslagsskilyrði í dag? 

Vonandi er hún Gréta litla búin að taka fram kennslubækurnar sínar, eigum við ekki bara að láta hana í friði. Eða er hún búin að smita aðra með þráhyggju sinni?

Hörður Þormar, 15.5.2020 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband