ASÍ vill banna tölupóst og upplýsingar

Kjaradeilur eru að stórum hluta reknar í fjölmiðlum. Samningsaðilar koma sér í fréttir með boðskapinn og reyna að hafa áhrif á bakland sitt og almenningsálitið.

ASÍ er sátt við það og tekur raunar virkan þátt.

En ASÍ vill alls ekki að tölvupóstur sé notaður til að koma upplýsingum á framfæri. Í tölvupósti er hægt að koma fyrir ítarlegri upplýsingum en koma fram í fréttum.

Upplýsingar eru hættulegar að áliti ASÍ. Nokkuð undarleg afstaða.

 


mbl.is Alvarlegar athugasemdir gerðar við bréf Boga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll,

Þér finnst semsagt eðlilegt að þegar tveir aðilar tali saman, að þriðji aðili  sem ekki  er aðili að samtalinu sé að grípa frammí.  Þér finnst allt í lagi að menn svíki gefin loforð. 

Icelandair er búið að vera í hruni undanfarin ár vegna óstjórnar.  Þeir vilja nota COVOD-19 til að keyra niður launakostnað og reyna að fela það gífurlega verðmætatap sem orðið hefur hjá félaginu undanfarin ár.  S.l. haust hafði félagið tapað 85% af hlutaverðmætu frá 2016 og síðustu tvö ár tapað 7 milljörðum á ári.  

Þú hefur tjáð gegn öllum fréttum um launabaráttu svo lengi sem ég man eftir. Þar sem þú titlar þig sem kennara og blaðamanns, sem hvorutveggja eru launþegastéttir, þá finnst mér það skondið í meira lagi að þú sérð eftir hverri krónu, sem kemur í hlut launþega.

Að sjálfsögðu kemur ekki til greina að ríkið sói alnannafé í þessa hít frekar en þegar WOW var í svipuðum sporum.  

J

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 14.5.2020 kl. 15:17

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Arnór, óstjórn félagsins er vegna þess að stettarfélög flugfólksins eru að ráðskast með reksturinn, forgansgsréttarákvæði, hafa ákvörðunarrétt um hvort leigðar séu inn leiguvélar, stofnuð dótturfélög ofl. ofl. Flugfólkið hjá Icelandair getur ekki reiknað með að búa við kjör og réttindi langt umfram þá sem starfa hjá samkeppnisaðilunum. Þetta reyndu farmenn á sínum tíma og útkoman varð sú að farskipaflotinn flutti úr landi, er nú rekinn af erlendum aðilum með erlendum áhöfnum sem ekki eru með vinnuréttarsamband við íslensk fyrirtæki og því skila engir skattar sér þeirra vegna inn í íslenskt samfélag. Séu starfsmenn svo frekir til fjárins að þau koma í veg fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins sem þeir starfa hjá þá lognast fyrirtækið út af. Viltu að skattgreiðendur dæli peningum inn í félagið bara svo flugfólkið geti verið á kjörum sem reksturinn ber ekki ?

Örn Gunnlaugsson, 14.5.2020 kl. 17:00

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

ASÍ (Drífa og co) vill stytta vinnuvikuna í áföngum þar til öll einkafyrirtæki fara á hausinn. Það eru engin mörk þegar vinnan snýst ekki lengur um framleiðni, heldur duttlunga "róttækra", hatri á einkafyrirtækjum og aðdáun á sósíalisma.

Sex tímar eru ekki átta tímar. Það er staðreynd. Því minna sem unnið er, því lægri eru launin? Nei, forseti ASÍ trúir að sex tímar breytist í átta tíma - með verkföllum.  

Einkafyrirtæki geta alls ekki keppt við "gjafmildi" ríkisins sem verður alltaf við öllum kröfum um kraftaverk sem skattgreiðendur borga með raðgreiðslum.  

Benedikt Halldórsson, 14.5.2020 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband