Laugardagur, 28. nóvember 2020
Biden velur vanþekkingu
Það er ekki hægt að vera sérfræðingur í því sem ekki er þekkt. Slík ,,sérfræðiþekking" er verri en engin. Stefnumótun á grunni vanþekkingar er öll út í bláinn og er vís með að valda stórkostlegum skaða.
Joe Biden, væntanlegur forseti Bandaríkjanna, velur John Kerry til að verða ,,loftslagsfulltrúi" landsins og breyta veðurfari á jörðinni undir forystu Bandaríkjanna. Þegar hroki og heimska fara saman er voðinn vís.
Við skiljum ekki veðurfar jarðarinnar, segir loftslagsvísindamaðurinn John Christy. Veðurspár, sem mark er á takandi, eru aðeins til nokkurra daga. Það er ekki til nein heildstæð kenning um lögmál loftslagsins. Spálíkön um þróun hitastigs jarðar síðustu áratugi eru sannanlega röng, eins og Christy rekur í grein sinni. Enginn veit, eða hefur gefið yfirlýsingar um, hvert sé kjörhitastig jarðarinnar. Enda slíka tölu hvergi að finna í náttúrunni.
En John Kerry, Gréta Thunberg, Al Gore og aðgerðarsinnar gefa sér að veðurfar jarðkringlunnar sé manngert og vilja lækka hitastigið.
Við höfum sögulega vitneskju um veðurfar jarðar. Rómverska hlýskeiðið, miðaldahlýskeiðið og litla ísöld, frá 1300 til 1900, eru sögulegar staðreyndir. Maðurinn kom hvergi nærri loftslagsbreytingum. Náttúran var ein að verki. Hún er enn að og við skiljum ekki lögmálið að baki.
En núna, sem sagt, eigum að trúa því að mannlegur máttur geti lækkað hitastig jarðar um tvær eða þrjár gráður næstu áratugi ef við aðeins fylgjum leiðbeiningum Kerry, Thunberg og Gore.
Vegferðin endar út í mýri. Spurningin er aðeins hve tjónið verður mikið.
![]() |
Bandaríkin snúin aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 27. nóvember 2020
Verkó eyðileggur verkfallsréttinn
Ótæpileg notkun á verkfallsréttinum eyðileggur þessa aðferð til að bæta kjör launþega. Æ sjálfsagðara verður að setja lög á verkföll og æ skynsamlegra er að ráða vinnuafl sem verktaka en ekki launþega.
Verkalýðshreyfingin getur engum kennt um nema sjálfri sér.
Verkfallsréttur er ekki mannréttindi heldur afleiddur réttur sem getur aldrei orðið almannahagsmunum yfirsterkari.
![]() |
Lög sett á verkfall flugvirkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 27. nóvember 2020
Trump vinnur sinn stærsta sigur í ósigri
Í 4 ár, allt frá kjöri 2016, var Trump úthúðaður sem algjörlega ómarktækur. Flestir fjölmiðlar og sameinuð hjörð frjálslyndra og vinstrimanna klappaði nótt sem nýtan dag þann stein að orð forsetans væru lygar út í eitt og að engu hafandi.
Allt breyttist þetta í einni svipan eftir kosningarnar 3. nóvember síðast liðinn. Þá varð samhljómur um að orð Trump væru gulls ígildi. Ef hann aðeins segði einu setningu, ,,ég viðurkenni ósigur", myndi blasa við björt veröld, fögur og ný.
Heimsbyggðin bíður með öndina í hálsinum eftir því að meitla orð meistarans í stein.
Mikill er máttur orðsins - og orðið var hjá Trump.
![]() |
Viðurkennir ósigur kjósi kjörmenn Biden |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 26. nóvember 2020
Tobba Kata níðist á krónunni - aftur
Íslenska krónan ber ábyrgð á kreppunni vegna Kínaveirunnar, segir formaður Viðreisnar efnislega.
Í Evrópu er engin verðbólga eins og hér á Íslandi, kemur úr koki Tobbu Kötu.
Formaðurinn veit ekki, eða þykist ekki vita, að Evrópu glímir við verðhjöðnun, sem er margfalt verri en verðbólga. Allir sem eitthvað kunna í hagfræði, lögverndaðir eða ekki, vita þetta.
Tobba Kata kann ekki hagfræði og heldur ekki einföldustu atriði um áhrif Kínaveirunnar á eftirspurn í ferðaþjónustu - sem kemur krónunni nákvæmlega ekkert við.
En Tobba Kata kann að spila golf, ójá, enda hvorki verðbólga né verðhjöðnun á vellinum í Hveragerði. Ónei, sei, sei.
![]() |
Eina þjóðin í Evrópu sem upplifir verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 26. nóvember 2020
Kynbundið ofbeldi í múslímatrú
Konur verða fyrir skipulögðu ofbeldi í trúarmenningu múslíma. Þeim er víða gert að hylja ásjónu sína, þær eiga helst ekki að sjást utan dyra nema í fylgd karlmanns. Kóraninn segir að konan skuli vera karlmanninum auðsveip. Viðurlagið er refsing - ofbeldi.
Múslímaríki viðurkenna ekki mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi múslímaríkja eru skráð í Kairó-yfirlýsinguna, sem m.a. segir karlmanninn höfuð heimilisins. Hlutverk konunnar er annað og minna, svona almennt og yfirleitt í lífinu.
Sameinuðu þjóðirnar segja okkur að vera vel vakandi fyrir ofbeldi gagnvart konum. En við eigum ekki, bara alls ekki, að tala skipulagt ofbeldi gagnvart konum í trúarmenningu múslíma.
Hræsni.
![]() |
Vekur athygli á átaki gegn kynbundnu ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 25. nóvember 2020
Inga Sæland og samfylkingarfólk
Dæmigerður stuðningsmaður Ingu Sæland er öryrki kominn af léttasta skeiði. Samfylkingartýpan er háskólamenntuð, dreymir um starf í Brussel, hjá ríkinu til vara og borgaralaun til þrautavara.
En í kófinu má ekki á milli sjá hvor harðari í afstöðu sinni öryrki Ingu eða samfóisti Loga. Lokum landinu og setjum á útgöngubann ef þurfa þykir til að kveða í kútinn Kínaveiruna.
Farsóttin öryrkjavæðir mjúka vinstrið sem má ekkert aumt sjá án þess að gera úr því volæði.
![]() |
Inga Sæland höfð að háði og spotti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. nóvember 2020
Ólæsu strákarnir hennar Lilju ráðherra
Ólæsir strákar fara í iðnnám. Þeir ráða einfaldlega ekki við bóknám til stúdentsprófs. Lilja ráðherra mennta ætlar að bjarga málinu með því að hleypa ólæsu strákunum með iðnskólapróf beint í háskóla frá og með næsta ári. Þá fáum við ólæsa sérfræðinga með háskólapróf.
Bitamunur en ekki fjár, kynnu sumir að segja. Háskólaelítan er ólæs á einföldustu hluti í náttúrunni og trúir þeirri sænsku Grétu að veðurfar sé manngert. Aungvu að síður: sérfræðingar eiga að kunna að lesa.
Lilja og ráðuneyti hennar tipla á tánum í kringum þá staðreynd að kvenmenning grunnskóla er stráka lifandi að drepa.
Nýjasta dæmið er frétt menntamálaráðuneytisins um skráningu nemenda í framhaldsskóla í haust. Uppslátturinn er að 31 prósent skrá sig í starfsnám. Ef flett er upp á heimildinni fyrir frétt ráðuneytisins kemur í ljós að tveir af hverjum þremur nemendum skráðum i iðnnám (starfsnámi) eru strákar.
Ekki nóg með það. Ólæsu strákarnir fylla líka undirbúningsnámið í framhaldsskólum en þangað fara þeir sem koma úr grunnskóla óhæfir í eðlilega námsframvindu. Í heimildinni, sem er frá Menntamálastofnun stendur þetta skýrum stöfum:
Þar sést að karlkyns nemendur sækja mun heldur í starfsnám en kvenkyns nemendur. Auk þess er hærra hlutfall karlkyns nemenda í undirbúningsnámi og á starfsbrautum. Kvenkyns nemendur eru hins vegar fjölmennari í almennu bóknámi.
Starfsbrautir eru, skyldi einhver ekki vita það, fyrir fatlaða. Af ástæðum, sem þyrfti að skýra, eru tvöfalt fleiri strákar en stelpur á námsbraut fatlaðra. Náttúran bjó ekki svo um hnútana að annað kynið sé tvöfalt fatlaðra en hitt.
Strákarnir okkar eru í verulega slæmum málum. Lilja, þú ert á vaktinni.
Málið er flókið og viðamikið og verður ekki leyst í einni hendingu. Við verðum að viðurkenna að grunnskólinn stuðlar að ójafnrétti kynjanna. Það hallar á drengi og það ekki lítið.
![]() |
Iðnmenntaðir fái aðgang að háskólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 24. nóvember 2020
Getnaðarlimur, 18 ára og yngri
Ekki skal umskera getnaðarlimi 18 ára og yngri, það er okkar sannfæring.
Þannig hljómar leiðari Jótlandspóstsins í Danaveldi. Forhúð getnaðarlims, hvort skorin skuli og þá hvenær, er sem sagt opinbert umræðuefni í gamla ríki Kristjána og Friðrika.
Í gömlu hjálendunni spyrja menn sig hvernig í veröldinni kom til þess að limlestingar sveinbarna urðu bráðnauðsynlegt og stórpólitískt deiluefni hjá fyrrum herraþjóð.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 24. nóvember 2020
Framhaldsskólar og fínstilling veiruvarna
Kínaveiran gerir síst skaða meðal ungs fólks. En unga fólkið, ásamt öldruðum, eru aldurshóparnir sem sem vera fyrir mestum skakkaföllum vegna sóttvarna.
Líf og starf ungmenna á aldrinum 16-24 ára hverfist um skólanám. Í skólann sækja þau menntun og félagsskap jafnaldra. Að sýna sig og sjá aðra er unglingum mikilvægari en ráðsettum. Þroski er að stórum hluta félagsleg samskipti.
Gera má ráð fyrir því að heimili unglinga séu undir hvað mestu álagi allra fjölskyldna landsins.
Á hinn bóginn er það svo að komi upp veirusmit í framhalds- eða háskóla breiðist það út eins og eldur í sinu.
Það er flókið mál að fínstilla veiruvarnir þannig þær þjóni tilgangi sínum, að vernda meira en þær skaða. Það sést best á stöðu þeirra sem landið erfa.
![]() |
Undanþágubeiðni FG hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 23. nóvember 2020
RÚV: almannavörn er upplýsingaóreiða
Félag fréttamanna á RÚV segir um hlutverk stofnunarinnar sem fréttamiðils:
Þegar dregið er úr getu fjölmiðla til að stunda gagnrýna blaðamennsku er hætta á að aðgengi almennings að nákvæmum og greinargóðum upplýsingum skerðist. Þetta er sérstaklega hættulegt á tímum upplýsingaóreiðu.
RÚV er hluti af almannavarnakerfinu...
Hugmyndir fréttamanna RÚV um ,,gagnrýna blaðamennsku" eru að vera fúll á móti annars vegar og hins vegar Gróa á Efstaleiti. Við þurfum ekki þannig blaðamennsku.
Ef hlutverk fréttastofu RÚV er almannavörn þá skýtur skökku við að fréttastofan dreifir óhróðri, hálfkveðnum vísum og tilhæfulausum fréttum sem auka upplýsingaóreiðuna en draga ekki úr henni.
Tilfellið er að á seinni árum er fréttastofa RÚV félagsmiðill starfsmanna fremur en faglegur fjölmiðill.
![]() |
Starfsmanni í launadeilu sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)