Verkó eyðileggur verkfallsréttinn

Ótæpileg notkun á verkfallsréttinum eyðileggur þessa aðferð til að bæta kjör launþega. Æ sjálfsagðara verður að setja lög á verkföll og æ skynsamlegra er að ráða vinnuafl sem verktaka en ekki launþega.

Verkalýðshreyfingin getur engum kennt um nema sjálfri sér. 

Verkfallsréttur er ekki mannréttindi heldur afleiddur réttur sem getur aldrei orðið almannahagsmunum yfirsterkari.


mbl.is Lög sett á verkfall flugvirkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Aldrei hafa verkföll lamað starfsemi Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar en samt á að útvista allri starfsemi þar til verktaka út í bæ.

Undarlegt er samt að UTR skuli fá alla þessa peninga fyrir að senda þjónustubeiðnir til handvalinna verktaka

Mun ódýrara og skilvirkara væri ef t.d. skólarnir keyptu þessa þjónustu milliliðalaust og hefðu bara sína eigin tölvudeild til að sinna staðbundinni þjónustu. Ég nefni skólana sérstaklega því skólastjórar bera einir ábyrgð á upplýsingaöryggi og fylgni við persónuverndarlögin inna skólans.

Grímur Kjartansson, 27.11.2020 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband