Miðvikudagur, 6. janúar 2021
Langt gengið í lýðræðisátt
Lýðræði hvílir á lögmæti. Mótmæli eru mannréttindi. Valdið er hjá fólkinu. Bylting er misskilningur fremur en ásetningur; glæpur ef mistekst en annars hetjudáð.
Sundurlausar setningar atarna. Enda ekki heil brú í ástandinu.
![]() |
Múgur braust inn í þinghúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 6. janúar 2021
Meðalhóf Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga
Ríkisstjórn Katrínar nýtur 58 prósent stuðnings en samanlagt fylgi stjórnarflokkanna þriggja er 14 prósentustigum minna, eða 44%.
Heildin verður stærri en einstakir hlutar þegar styrkur og ásjóna heildarinnar er meiri og geðþekkari en partanna.
Styrkur stjórnarsamstarfs Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga liggur í meðalhófinu sem pólitíska þríeykið hefur tamið sér innan eigin flokka. Katrín er meðvituð um að hún er formaður flokks sem að eðli og upplagi er andstöðuflokkur, mælskur fúll á móti, sbr. Steingrím J., Svavar Gests og Einar Olgeirsson. Katrín tamdi sér lágvært raunsæi í flokki eldhuga. Bjarni veit að hófleg íhaldssemi er hið breiða grunnlag móðurflokksins sem helst stuðast af tvennu; háum sköttum annars vegar og hins vegar róttækri frjálshyggju. Þarna á milli stendur hagsýna húsmóðirin sem einu sinni bjó í vesturbænum en núna í Hlíðunum, út á Nesi eða í Garðabæ og er enn bakbein flokksins. Sigurður Ingi hefur Reykjavíkur-Lilju til jafnvægis við Landsbyggðar-Framsókn.
Þegar hver formaður finnur meðalhóf í eigin flokki verða málamiðlanir milli flokka einfaldari. Það er lykillinn að farsælu stjórnarsamstarfi.
![]() |
8% atkvæða myndu falla niður dauð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 5. janúar 2021
Dauði og lýðsstjórn
Um 700 manns deyja árlega á íslenskum hjúkrunarheimilum, svona að meðaltali. Á liðnu ári, veiruárinu, var látið líta svo út að fólk dæi varla nema vegna Kínaveiru. Nú á bólusetningarári heldur fólk áfram að deyja og þá hlýtur það að vera bóluefninu að kenna.
Eða er það ekki?
Nei, gamalt fólk deyr án veiru eða bóluefna. Það er einfaldlega lífsins gangur.
Í fyrra var búin til veirugrýla til að hræða lýðinn til fylgilags við margvíslegar takmarkanir á daglegu lífi. Núna gengur draugurinn aftur sem bóluefnagrýlan.
Lýðsstjórn er snúið handverk. Hræðsla, vakin upp með skelfingaráróðri, verður ekki auðveldlega kveðin í kútinn.
Farsælast í bráð og lengd er að umgangast almenning ekki eins og hálfvita. Þótt sumir séu það.
![]() |
Mjög óvarleg tilkynning frá Lyfjastofnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 5. janúar 2021
Baráttan við báknið, Viðreisn til hægri
Stofnandi og fjárhagslegur bakhjarl Viðreisnar, auðmaðurinn Helgi Magnússon, skrifar breiðsíðu gegn bákninu í Fréttablaðið, sem er málgagn flokksins. Þar segir m.a.
Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi hafa komið sér saman um að nær þrefalda framlög til sín sjálfra. Á fjárlögum 2021 eiga 728 milljónir króna að renna til rekstrar stjórnmálaflokkanna. Auk þess greiðir ríkissjóður laun 28 aðstoðarmanna þingflokkanna. Lengst gengur endaleysan á því sviði hjá þingflokki sem telur tvo þingmenn en hefur þrjá aðstoðarmenn á launum hjá skattgreiðendum!
Gagnrýni Helga á sjálftekt stjórnlyndra úr sjóðum almennings er sígilt stef hægrimanna. Ef lætur að líkum mun Viðreisn taka snarpa hægribeygju á kosningaári og gera óhefta útþenslu ríkisins að meginmáli.
Fái stefnubreytingin hljómgrunn verða aðrir hægriflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, að svara. Og það svar getur ekki orðið annað en að taka undir varnaðarorð um stjórnlausan vöxt opinbera báknsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 4. janúar 2021
Valkvæð túlkun á dauða vegna bólusetningar og veiru
Þeir sem fengu COVID-19 og dóu fengu opinbert og margauglýst dánarvottorð um að hafa fallið fyrir veirunni.
Þeir sem fengu bólusetningu og dóu fá þá umsögn að ,,ekkert útlit sé fyrir áðurnefnt orsakasamhengi..."
Vísindin segja það. Bráðum fáum við vísindalega staðfestingu á meyfæðingunni.
![]() |
Þrír nú látist eftir bólusetningu hér á landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 4. janúar 2021
Góða fólkið uppljóstrar og leggur í einelti
Sumir styðja sóttvarnir af þegnskap. Það er dygð af hraustu fólki á besta aldri óttalaust um Kínaveiru að leggja á sig sóttvarnir í þágu þeirra sem ekki eru við hestaheilsu eða ellihrumir.
Aðrir styðja sóttvarnarreglur til að sækja sér vopn að berja samborgara sína með. Góða fólkið er þar áberandi. Það telur í kirkjur, hnýsist í einkamál og fylgist með biðröðum gagngert til að úthrópa þá sem stíga feilspor.
Eftir afhjúpun tekur við einelti, jafnvel með stuðningi fjölmiðla.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 4. janúar 2021
Sígandi lukka er best í sóttvörn
Heilt yfir tókst Íslendingum vel sóttvörnin. Takmarkanir íþyngdu helst ungum og öldnum. Líkur standa til að þeir aldurshópar komist nær daglegu lífi fyrstu vikur ársins. Ferðaþjónustan varð fyrir mestum búsifjum atvinnugreina en aðstæður erlendis höfðu ekki síður áhrif þar en staðan innanlands.
Um áramótin berast þær fréttir að frændur okkar Norðmenn verða að grípa til róttækra samfélagslegra lokana til að stemma stigu við útbreiðslu Kínaveirunnar. Þá eru þjóðir sem þóttu framalega í sóttvörn um miðbik liðins árs, s.s. Japanir, með allt í hers höndum þessa dagana.
Bóluefni eru komin á markað en framleiðslan annar ekki eftirspurn. Prófanir á virkni fá skemmri skírn og þar með aukast líkur á að bóluefnin þjóni ekki tilgangi sínum og feli mögulega í sér slæmar aukaverkanir.
Hraðleiðin úr faraldrinum er ekki í boði. Að hætti forfeðra skulum við gera ráð fyrir að þreyja þorra og góu.
![]() |
Telur bráðaleyfi koma til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 3. janúar 2021
Bólublús Katrínar og Frankensteinvísindi
Svandís heilbrigðis setti allt sitt traust á Evrópusambandið í útvegun bóluefnis. Það voru mistök. ESB er ónýtt skrifræði ólíkra hagsmuna. Katrín forsætis tók til við að hringja út og suður eftir bóluefni. Þórólfur sótti og Kári galdramaður voru gerðir út af örkinni til Pfizer að herja út efni.
Áhöld er um hvort Ísland fái nægt bóluefni í tæka tíð til að komast með þeim fyrstu í mark í spretthlaupinu eftir hjarðónæmi.
En fleira hangir á spýtunni. Bólefnin á markaði eru hraðvinnsla. Dæmi eru um að lyf sem ekki eru prófuð nægilega valdi meiri miska en bata. Kínaveiran veldur fæstum hraustum manneskjum skaða. Heilbrigður einstaklingur getur aftur orðið veikur fái hann drasl sprautað i líkamann.
Enginn veit hvort einhver bóluefnanna á markaði valdi langvarandi aukaverkunum. Menn vita ekki heldur um langtímavörn bóluefnanna. Tíminn einn leiðir það í ljós. Til lítils er að koma fyrstur í mark en hníga svo dauður niður.
Katrínu forsætis er nokkur vandi á höndum. Flýti hún sér ekki nógu mikið í útvegun bóluefnis fær hún gagnrýni en fari hún of geyst gæti óvandað efni ratað í skrokk landsmanna.
Sýnum Katrínu landsmóður skilning andspænis krefjandi stöðu.
![]() |
Hafa ekki rætt veitingu bráðaleyfis á undan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 2. janúar 2021
Frelsi til og frelsi frá
Alþjóð bíður í ofvæni eftir frelsi frá Kínaveirunni. Á meðan baráttan stendur yfir er frelsi til athafna á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins takmarkað.
Í alþjóðlegum samanburði sleppa Íslendingar nokkuð vel frá ófrelsinu sem fylgir sóttvörnum. Engu að síður: aldraðir eru í félagslegri einangrun og skerðing er á frelsi ungmenna að hitta jafnaldra sína í leik og námi.
Fólk lagar sig að veruleika farsóttar. Jákvæðar fréttir, t.d. af færri dauðsföllum á hjúkrunarheimilum, eru bældar vegna þess að árangurinn er dýru verði keyptur. Þeir sem fæstar stundir eiga af jarðvist fá ekki að hitta sína nánustu nema með ströngum skilyrðum.
Hugmyndir okkar um frelsi, ábyrgð og val breytast með Kínaveirunni.
![]() |
Fleiri komu en kerfið réði við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 2. janúar 2021
Með Brexit hrynur EES
Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, kippir stoðunum undan EES-samningnum sem bindur Ísland og Noreg við regluverk sambandsins. Upphaflega var EES ætlaður fyrir ríki á leið inn í ESB. Þess vegna kom aldrei til greina fyrir Breta að gangast undir samninginn eftir Brexit. Það væri eins og að ganga teinréttur út um aðaldyrnar til að skríða á fjórum fótum inn um bakdyr sambandsins.
Brexit boðar stórpólitísk umskipti á okkar heimssvæði, Norður-Atlantshafi. Bretar munu gera sér far um að styrkja stöðu sína. Eina útibú ESB í þessum heimshluta er Írland sem mun leggja allt kapp á að halda Bretum góðum.
Bretland er Íslendingum mikilvægara í sögulegu og menningarlegu tilliti en Þýskaland og Frakkland, fyrir utan að vera okkar helsta viðskiptaland í Evrópu.
Allt ber að sama brunni. Forgangur utanríkismála okkar næstu ár er þríþættur. Í fyrsta lagi samskiptin við Bandaríkin, í öðru lagi við Bretland og í þriðja lagi að koma okkur undan EES-samningnum.
![]() |
Bretar formlega gengnir úr ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)