Þriðjudagur, 16. febrúar 2021
Metkuldi en samt glópahlýnun
Metkuldi er austan hafs og vestan. En samkvæmt áróðri sértrúarsafnaðarins um manngert veðurfar vofir sú hætta yfir heimsbyggðinni að við stiknum úr hita.
Sératrúarsöfnuðurinn og útsendarar þeirra á fjölmiðlum kappkosta að útskýra kuldakastið sem náttúrulegt fyrirbrigði. En þegar hitamet falla á sumrin eða það verður skógareldur er óðara tilkynnt að vandræðin stafi af hlýnun af mannavöldum.
Náttúran sér um veðurfar og loftslagsbreytingar. Maðurinn kemur hvergi nærri.
![]() |
Veðurviðvaranir í fjölmörgum ríkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 16. febrúar 2021
Bandaríkin: dauðastríð lýðveldis fremur en stórveldis
Bandaríkin eru hernaðarstórveldi og bandarísk tækni ræður stafrænu heimsbyggðinni. En í bandarískri stjórnmálamenningu stendur yfir illvíg borgarastyrjöld.
Að hluta snýst innanlandsófriðurinn um hlutverk Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. Fram til 2016 var ráðandi stefna að bandaríkjavæða heimsbyggðina. Hernaðarstefna í miðausturlöndum og Austur-Evrópu (Georgíu og Úkraínu) ásamt opingáttarstefnu í utanríkisviðskiptum og óhindruðu flæði fólks og fjármagns var birtingarmynd bandarískrar alþjóðahyggju. Að ógleymdri loftslagspólitík, sem réttlætti lögregluhlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavísu. Stóru flokkarnir, Demókratar og Repúblikanar, voru meira og minna samstíga.
Kjör Trump 2016 fól í sér stefnubreytingu. Bandaríkin fyrst, sagði Trump, og myndaðist til að afturkalla hernaðarpólitísku ævintýrin í útlöndum, lokaði landamærunum og hætti meðvirkni með loftslagsglópum.
Trump missti völdin í janúar 2021. Gamla stefnan gekk þó ekki í endurnýjun lífdaga átaklaust. Þungt og erfitt uppgjör við Trumptímann sýnir að ráðandi öfl í Washington eru hvergi nærri samstíga um hvað taki við.
Trump beitti forsetatilskipunum til að knýja fram stefnumál sín. Biden heldur uppteknum hætti og bætir um betur. Forsetatilskipanir Trump urðu samtals 220 en Biden er kominn með 29 á einum mánuði í embætti.
Í bandarísku borgarastyrjöldinni glittir í endalok lýðveldisins fremur en að veldissól stórveldisins hnígi hratt. Forsetaræði eykst en völd þingsins minnka, enda hver höndin upp á móti annarri í borgarastríðinu á þinghól alríkisins.
![]() |
Vill sams konar nefnd og eftir 11. september |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. febrúar 2021
Íhaldið ekki lengur skammaryrði
Morgunblaðið tilkynnti í dag, óbeint, að orðið íhald yfir Sjálfstæðisflokkinn er ekki lengur skammaryrði. ,,Kynslóðaskil í boði í prófkjörum íhaldsins," er fyrirsögnin á blaðsíðu fjögur um framboðsmál Sjálfstæðisflokksins.
Á millistríðsárunum varð ,,íhald" skammaryrði. Íhaldsflokkurinn þáverandi skipti um nafn og verð Sjálfstæðisflokkur.
Á erlendum málum vísar íhald í varðveislu, konservera.
Varðveisla er einmitt mál málanna eftir misheppnað alþjóðafrjálslyndi síðustu áratuga annars vegar og hins vegar kæfandi kófið í samtímanum.
Íhaldsmenn eru í góðri stöðu á kosningaári á Fróni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. febrúar 2021
Útlenskar mafíur, mannréttindi glæpamanna
Mafíumorð á Íslandi er hvorki góð landkynning né geðþekk viðbót við mannlífsflóruna. Íslendingar virðast á annarri leið en nágrannaþjóðirnar sem kappkosta að losa sig við erlendan glæpalýð.
Hér á Fróni eru mannréttindi glæpamanna frá útlöndum í hávegum.
Alþingi ætti fremur að festa í lög tafarlausa brottvísun erlendra glæpamanna en að bjóða þá velkomna. Ef sitjandi þingmenn taka ekki á sig rögg þurfum við að skipta þeim út í haust.
![]() |
Uppgjör í undirheimum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 14. febrúar 2021
Rósa Björk og frumhvötin
,,[É]g hef löngun til að láta að mér kveða og sækjast eftir forystu þar sem ég kem," skrifar Rósa Björk þingmaður sem skipti nýlega yfir í Samfylkingu og sóttist eftir að leiða framboðslista, annað hvort í Reykjavíkurkjördæmum eða Kraganum. Hvorugt varð, henni var skipað annað sætið.
Löngun til forystu er frumhvöt stjórnmálamanna. Þegar markmiðin nást ekki er það ekki þeim sjálfum að kenna. Rósa þreifaði fyrir sér í Kraganum, varð vel ágengt en, segir hún ,,eftir því sem á leið rann upp fyrir mér að harðasti kjarninn sem myndaði uppstillingarnefndina í Kraganum" vildi hana ekki. ,,Harðasti kjarninn" er annað orð yfir klíku.
En hvað hefur Rósa upp á að bjóða? Jú, hún vill leggja sitt ,,af mörkum fyrir græna atvinnustefnu, baráttuna gegn loftslagsbreytingum og fyrir femínisma og mannréttindum og önnur hjartans mál sem verða að komast sterkar á dagskrá en nú." (Undirstrikun pv)
Sérkennilega að orði komist atarna. Hjartans mál Rósu eru ekki nefnd á nafn, aðeins að þau séu til og verði að komast ,,sterkar á dagskrá." Hver skyldu ónefndu hjartans málin vera?
Eitt orð: völd. Löngun til forystu er löngun vil valda. Það er bara svo ósmekklegt að segja það upphátt. ,,Hjartans mál" er rósamál yfir frumhvötina.
![]() |
Ýmislegt sem Rósa Björk vill gleyma sem fyrst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 14. febrúar 2021
Trump og póstmódernísk stjórnmál
Lýðræðið er brothætt, sagði Biden forseti eftir sýknu Trump. Takmörk eru fyrir ósannindunum sem lýðræðið þolir. Ákæran á hendur Trump var pólitísk, rétt eins og fyrri ákæran um að Pútín Rússlandsforseti hefði tryggt honum kjör 2016.
Trump er fyrsti póstmóderníski forseti Bandaríkjanna. Hugmyndastefnan verður til á síðasta þriðjungi 20. aldar. Upphafsmenn hennar eru róttækir vinstrimenn sem gáfust upp á marxisma. Trump er hægrimaðurinn sem sýndi rökréttar afleiðingar póstmódernisma.
Ein helsta kennisetning póstmódernisma er að sannleikur sé hugmyndafræði án fótfestu i hlutlægum veruleika.
Bandarískur heimspekingur, Harry G. Frankfurt, greindi og útskýrði áhrif póstmódernisma í tveim smákverum sem komu út laust eftir aldamótin, Um kjaftæði og Um sannindi.
Fyrra kverið, Um kjaftæði, lýsir veldisvexti kjaftæðis í opinberri umræðu. Frankfurt skrifaði kverið, sem upphaflega var ritgerð, á níunda áratug síðustu aldar, löngu fyrir daga félagsmiðla. Seinni textinn, Um sannleika, kennir að án sanninda erum við glötuð, rötum ekki um samfélagið okkar.
Póstmódernísk stjórnmál tóku flugið eftir fall kommúnismans. Í kalda stríðinu voru til sannindi, ekki þau sömu, að vísu, fyrir sósíalista og borgaralega þenkjandi, en sannindi engu að síður. Eftir fall Berlínarmúrsins mátti hver syngja með sínu nefi þau sannindi sem hentug þóttu hverju sinni. Ef sannleikurinn er spurning um persónuleg viðhorf, nú þá er enginn sannleikur.
Til að gera langa sögu stutta notfærði Trump sér kjaftæði og ósannindahefð bandarískra stjórnmála og bjó til trúverðuga frásögn um stöðu mála. Út á þá frásögn fékk hann sigur 2016.
Réttarhöldin yfir Trump í febrúar 2021 eru pólitísk hefndaraðgerð. En kannski kviknar ljós í framhaldinu. Lýðræðið er brothætt. Til að ekki fari illa þurfum við sannindi.
![]() |
Donald Trump sýknaður öðru sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. febrúar 2021
Kratar út, nýliðar og vinstri grænir inn
Samfylkingin stokkar upp hjá sér í höfuðborginni, fargar þingmanni og grasrótarfólki en umfram allt krötum. Inn koma nýliðar og vinstri grænn þingmaður í leit að framhaldsábúð á Austurvelli.
Allt mun þetta vera eftir bók Loga formanns sem vill stýra skútunni til vinstri með það fyrir augum að ná saman fjögurra til fimm flokka vinstristjórn eftir kosningar í haust.
Alþýðuflokkurinn gæti boðið fram á ný í höfuðborginni.
![]() |
Helga Vala og Kristrún efstar hjá Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 13. febrúar 2021
Einar Kára fékk ekki símtal - Samfylking þakkar fyrir sig
Einar Kárason varaþingmaður Samfylkingar og rithöfundur segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við þá sem ráða á bakvið tjöldin í flokknum. Hann segir í Fréttablaðinu að þremenningarnar sem stóðu vaktina þegar flokkurinn var í lægð eftir ófarir í kosningum 2013 og 2016 fái kaldar kveðjur:
við Ágúst Ólafur og Jóhanna Vigdís tókum að okkur þrjú efstu sætin í Reykjavík suður og vorum á fullu í kosningabaráttu í sex vikur, fengum einn kjörinn og munaði hársbreidd að Jóhanna færi líka inn. Í síðustu könnun vorum við stærsti flokkurinn í kjördæminu og það er skiljanlegt að aðrir renni á slóðina þegar svo er komið. Og nú var okkur öllum þremur hent út af einhverri uppstillinganefnd án þess að vera spurð, það var aldrei einu sinni hringt í mann.
Stórundarlegir hlutir gerast á bakvið tjöldin í flokki jafnaðar og réttlætis. Rósa Björk, sem nýgenginn er til liðs við flokkinn frá Vinstri grænum, er aftur komin á dagskrá í efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmum eftir að hafa gefið út að sækjast eftir þingsæti í Kraganum. Fólki sem lengi hefur starfað í flokknum er fórnað fyrir tækifærissinna.
Valgerður Bjarnadóttir fyrrum þingmaður Samfylkingar segir ,,hörmung" hvernig staðið er að málum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. febrúar 2021
Logi: Samfylking hætti umræðustjórnmálum
Logi formaður gaf í hádeginu út yfirlýsingu í málgagninu að Samfylkingin væri hætt umræðustjórnmálum.
,,Svona umræður eru aldrei góðar," sagði formaðurinn.
Nýja stefnan er kölluð sænska þögnin.
![]() |
Varaþingmaður segir sig úr Samfylkingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. febrúar 2021
Sérviska bönnuð á félagsmiðlum - hvað með sannindin?
Sérvitringar eru þeir kallaðir sem hafna viðteknum sannindum. Oftast hafa þeir rangt fyrir sér en stundum eru viðtekin sannindi röng og einhver sérvitringur vissi sem var.
Fyrir daga samfélagsmiðla var yfirleitt hægt að rekja sérviskuna til upphafsins. Ritað mál átti sér frumheimildir og hugmyndir sögulegar rætur. Á tíma samfélagsmiðla er rakning sporanna sýnu snúnari. Ógrynni heimilda gerir erfiðara um vik að meta trúverðugleika. Þar á ofan getur sérviskan á augabragði breiðst út eins og eldur í sinu og skorað viðtekin sannindi á hólm án innistæðu.
Sérviskan er æ oftar bönnuð á samfélagsmiðlum. Rökin eru að allsherjarreglu sé ógnað með útbreiðslunni. Viðtekin sannandi fá sérstaka vernd.
Hængurinn er sá að stundum reynast viðtekin sannindi aðeins sérviska með óskilgreindan meirihluta á bakvið sig. Í upphafi kófsins, svo dæmi sé tekið, þótti notkun andlitsgrímu sérviska. Núna er það almannarómur að ekki sé betri persónuleg sóttvörn en hafa grímu fyrir vitum sér.
Flókið samspil, sem sagt, sérvisku og sanninda.
![]() |
Lokað á rangfærslur Roberts F. Kennedys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)