Föstudagur, 23. apríl 2021
Trausti veit, Biden ekki
Meðalhiti á Íslandi síðustu 200 ár hefur hækkað um 0,8 gráður á öld, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur og byggir á tiltækum gögnum.
Hækkun á meðalhita um 1,6 gráðu á 200 ára tímabili er engin hamfarahlýnun heldur eðlileg náttúruleg sveifla.
Á þessu tveggja alda tímabili eru styttri skeið þar sem hiti fer ýmist hækkandi eða lækkar. Svona svipað og veðrið, sem breytist frá degi til dags. Trausti skrifar: ,,Hiti á kuldaskeiðinu 1965 til 1995 var lengst af lægri heldur enn hann var á hlýskeiðum 19.aldarinnar [við kölluðum það kuldaskeið sem nítjándualdarmenn hefðu kallað hlýskeið]."
Biden Bandaríkjaforseti og heimselítan vilja telja okkur trú um að náttúrulegar sveiflur á hitafari séu af mannavöldum. Biden og heimselítan eru fangar trúarbragða. Trausti talar vísindi.
![]() |
Losun gróðurhúsalofttegunda helminguð fyrir 2030 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 22. apríl 2021
Vín, morð og mannréttindi
Íslenskt vinafélag palestínskra hryðjuverkamanna gerir ísraelsk vín í ÁTVR að skotmarki sinu.
Í tilkynningu frá félagsskapnum Íslandi-Palestínu segir m.a. fyrirtæki eigi að ,,fullvissa sig um að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot."
Yfirvöld í Palestínu hafa um árabil greitt laun til þeirra sem drepa gyðinga. Félagið Ísland-Palestína leggur blessun sína yfir kaldrifjuð morð en finnst ótækt að ísraelsk vín séu seld í ÁTVR.
![]() |
Vín frá hernumdu svæði sagt vera frá Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 22. apríl 2021
Viðreisn sækir fólk í Samfylkinguna
Efsti maður á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi, Guðbrandur Einarsson, var fyrrum í Alþýðubandalaginu og síðar í Samfylkingu. Fyrir nokkrum dögum var frétt um annan samfylkingarmann sem gekk í raðir Viðreisnar.
ESB-deild úr Sjálfstæðisflokknum stofnaði Viðreisn. Benni stofnandi, Þorgerður Katrín, Þorsteinn Páls og Pavel B. eru allt heimalningar á bithögum XD.
Samfylking og Viðreisn eiga ESB-drauminn sameiginlegan. En tæplega er það dauða hross ástæðan fyrir vistaskiptum.
Löngum er það þannig á vinstri kanti stjórnmálanna að fólk skiptir um flokk ef persónulegur metnaður og framavonir fara ekki saman. Rósa B. stökk úr Vinstri grænum í Samfylkingu á þeim forsendum. Andrés Ingi átti sömu brottfarstöð en lenti hjá Pírötum í von um þingsæti.
Nýrra ber við þegar Viðreisn tekur pólitískum flóttamönnum frá öðrum vinstriflokkum. Sumir stóðu í þeirri trú að Viðreisn væri frjálslyndur hægriflokkur.
![]() |
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 21. apríl 2021
Banatilræði Jóhannesar
Jóhannes uppljóstrari Stefánsson hefur ,,mátt þola hótanir og jafnvel banatilræði," segir í meðfylgjandi frétt.
Banatilræðið skyldi þó aldrei vera þetta hér?
![]() |
Jóhannes verðlaunaður fyrir uppljóstranir sínar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 21. apríl 2021
Fótbolta-Brexit og félagslegt auðmagn
Bresku félögin sex sögðu sig frá evrópsku ofurdeildinni í knattspyrnu. Þau bresku eru að mestu í eigu útlenskra auðmanna, bandarískra, rússneskra og arabískra. Eigendurnir stóðust ekki þrýsting stuðningsmanna og hættu við áform um evrópsku ofurdeildina.
Félagslegt auðmagn sigraði alþjóðlegan kapítalisma.
Guð blessi Brexit.
![]() |
Ofurdeildin er ekki hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. apríl 2021
Sátt um sóttvarnir - en pólitísk undiralda
Í heildina er breið sátt um sóttvarnir gegn Kínaveirunni hér á landi. Farsóttin var í upphafi óútreiknanleg og lítið vitað um bestu viðbrögð annars vegar og hins vegar langtímaáhrif. Eðlilega var ekki allt fullkomið í opinberum aðgerðum. Hvorki hér á landi og enn síður erlendis.
Á hinn bóginn er rétt að halda til haga að Íslendingar urðu fyrir langtum minni röskun á daglegu líf en þorri annarra þjóða. Allar líkur eru á að stórfelldar smitbylgjur heyri sögunni til.
Takist okkur að ganga hægt um gleðinnar dyr þegar hillir undir veirulok lítur út fyrir að með hækkandi sól falli flest í fyrra horf. Helsti vandinn er að finna ásættanlega úrlausn á ferðamönnum, íslenskum sem erlendum.
Ísland verður ekki veirufrítt. Það er einfaldlega ekki raunhæft markmið. En það ætti að liggja innan marka hins mögulega að grípa til staðbundinna aðgerða þegar smit stingur sér niður og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.
Farsóttin er stórmál. Varnir gegn henni, hvort gengið hafi verið nógu langt eða of skammt, eru eðlilega pólitískt álitamál. Þingkosningar eru í haust og þeim fylgir pólitísk undiralda. Þegar pólitísk öfl freista þess að gera hávaða um það sem sátt er um í samfélaginu er ekki víst að þeim verði kápan úr klæðinu.
![]() |
Rúmlega 62% vilja fólk í sóttvarnahótel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 20. apríl 2021
Loga formanni mótmælt af ungum jafnaðarmönnum
Samstaðan fer eins og logi yfir akur í Samfylkingunni. Varla er formaðurinn búinn að lofa sóttkví á alla ferðamenn, og hægja á hjólum atvinnulífsins, þegar ungir jafnaðarmenn krefja stjórnvöld um aukna atvinnu.
Samfylkingin ætlar seint að læra að það verður ekki bæði sleppt og haldið.
![]() |
Atvinnuleysi aukist mest á Íslandi innan OECD |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 19. apríl 2021
Menning, fjármagn og fótbolti
Þeir sem halda að karlmenn eigi erfitt að tjá tilfinningar sínar ættu að fylgjast með umræðu á samfélagsmiðlum um evrópska ofurdeild í fótbolta.
Ofurdeildin er hugarfóstur eigenda þekktustu vörumerkja fótboltans. Tilgangurinn er að auka arðsemina.
Fyrir utan peninga og skemmtun er fótbolti menning með langa sögu, sé miðað við skemmtanamenningu. Ensku liðin eiga meira en 100 ára sögu. Þau lifðu af tvær heimstyrjaldir og nokkrar heimskreppur. Fram til síðustu aldamóta eða svo lifuðu þessi lið á stuðningsmönnum sínum. Núna eru það sjónvarpstekjur sem skipta sköpum.
Skemmtilegasta útkoman úr brölti ofurfélaganna væri að liðin yrðu rekin úr deildar- og bikarkeppnum í heimalöndum sínum og leikmenn liðanna yrðu ekki gjaldgengir með landsliðum.
Í því tilfelli færi í hönd barátta menningar og peninga í heimi fótboltans. Everton og Leeds ættu líka möguleika á enska meistaratitlinum. Það yrði bónus.
![]() |
Manchester United hætt í Evrópusamtökunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19. apríl 2021
Vinstri grænir afsanna lifseiga kenningu
Vinstriflokkur í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum tapar fylgi er gamalt viðvæði í íslenskum stjórnmálum. Vinstri grænir eru á góðri leið með að afsanna þá kenningu.
Þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að ráðherrum Vinstri grænna, einkum heilbrigðisráðherra, stefnir flokkurinn á gott mót í haust.
Upprisa Framsóknarflokksins í skoðanakönnun gefur til kynna að ríkisstjórnin í heild sé í meðbyr.
Tvær skýringar eru nærtækar. Í fyrsta lagi að almenningur sé giska ánægður með hvernig hefur til tekist í sóttvörnum. Í öðru lagi að væntur efnahagsbati næstu misseri sé viðkvæmur og ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri á.
Vel að merkja eru allmargar vikur til kosninga. Og vika í pólitík getur orðið býsna löng.
![]() |
Könnun: Miðflokkurinn nálægt því að detta af þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. apríl 2021
Heimsendir, trú og loftslag
Engin hamfarahlýnun af mannavöldum hefur orðið á jörðinni. Aldrei. Aftur hefur loftslag breyst hratt af náttúrulegum ástæðum. Í rannsókn þar sem bæði Hekla og Grænlandsjökull koma við sögu segir:
Ískjarnarnir benda til þess að á síðustu ísöld, fyrir u.þ.b 25-40 þúsund árum, kunni lofthiti á Grænlandi að hafa hækkað um 10-15°C á skömmum tíma, jafnvel ekki nema tveimur áratugum.
Náttúran sér alfarið um loftslagsbreytingar. Spár um hamfarahlýnun af mannavöldum eru sannanlega rangar.
Síðustu tvö þúsund ár eru þrjú þekkt og skjalfest loftslagstímabil. Það fyrsta er rómverka hlýskeiðið, um 500 ára tímabil frá upphafi okkar tímatals. Miðaldahlýskeiðið er frá um 900 til 1300. Þar á eftir kemur litla ísöld til um 1900. Koltvísýringur í andrúmslofti var stöðugur á þessum tíma.
Ef loftslag breytist án breytinga á koltvísýringi í andrúmslofti er kenningin um manngert veðurfar fallin.
Eina sem eftir stendur er ástæðulaus ótti. Trúarbrögð hafa löngum nýtt sér ótta við heimsendi til að berja fólk til fylgis við hindurvitni. Boðskapurinn um manngert veðurfar hvílir á sama grunni, ástæðulausum ótta.
![]() |
Boða samstarf á sviði loftslagsmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)