Trausti veit, Biden ekki

Meðalhiti á Íslandi síðustu 200 ár hefur hækkað um 0,8 gráður á öld, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur og byggir á tiltækum gögnum.

Hækkun á meðalhita um 1,6 gráðu á 200 ára tímabili er engin hamfarahlýnun heldur eðlileg náttúruleg sveifla.

Á þessu tveggja alda tímabili eru styttri skeið þar sem hiti fer ýmist hækkandi eða lækkar. Svona svipað og veðrið, sem breytist frá degi til dags. Trausti skrifar: ,,Hiti á kuldaskeiðinu 1965 til 1995 var lengst af lægri heldur enn hann var á hlýskeiðum 19.aldarinnar [við kölluðum það kuldaskeið sem nítjándualdarmenn hefðu kallað hlýskeið]."

Biden Bandaríkjaforseti og heimselítan vilja telja okkur trú um að náttúrulegar sveiflur á hitafari séu af mannavöldum. Biden og heimselítan eru fangar trúarbragða. Trausti talar vísindi.


mbl.is Losun gróðurhúsalofttegunda helminguð fyrir 2030
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Ef Trausti talar vísindi þá er lágmarkið að hafa rétt eftir honum.

Hann bendir réttilega á að hita á jörðu hefur hlýnað og til sanninda um hve miklu hitinn var hærri á 20. öld en þeirri 19. að þá segir Trausti; "Hiti á kuldaskeiðinu 1965 til 1995 var lengst af lægri heldur enn hann var á hlýskeiðum 19.aldarinnar (við kölluðum það kuldaskeið sem nítjándualdarmenn hefðu kallað hlýskeið).".  Hlýskeið þeirra, kuldaskeið okkar.

Trausti talar um hnattræna hlýnun, spáir í "Auðvitað er spurningin hversu lengi hlýindin halda út - við vitum ekki enn hversu stór hlutur hnattrænnar hlýnunar er í núverandi hlýindum hér á landi - hann er umtalsverður - enginn vafi er á því,".

Já þá er enginn vafi á að hann er umtalsverður.

Og það sem verra er Páll, og það er ástæða þess að Biden greyið lætur svona; "Á hinn bóginn má segja að taki hitinn enn eitt hlýindastökkið hljóti að vera illt í efni - fengjum við t.d. ámóta hlýnun og varð milli 1920 til 1930 ofan í þá hlýnun sem nú þegar hefur orðið.".

Já þá er illt í efni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2021 kl. 09:12

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ísland er 0,1 milljón ferkílómetrar en jörðin er 511 millljónir ferkílómetra. Með því að alhæfa út frá Íslandi einu er verið að gera svipað og þegar stuðningsmaður Trumps á Bandaríkjaþingi kastaði snjóbolta inn í þingsalinn á útmánuðum 2017 sem sönnunargagni þess að loftslag á jörðinni færi kólnandi en ekki hlýnandi. 

Ómar Ragnarsson, 23.4.2021 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband