Þriðjudagur, 27. júlí 2021
Óbólusettir útilokaðir í Evrópu
Þeir sem ekki eru bólusettir fá ekki aðgang að veitingahúsum, opinberum viðburðum eins og knattspyrnuleikjum og kvikmyndahúsum, segir þýski ráðherrann Helge Braun.
Sérstök vegabréf verða gefin út til bólusettra er veitir þeim aðgang að opinberum vettvangi sem verður öðrum útilokaður.
Þýskaland gefur tóninn í ríkjum Evrópusambandsins. Líklegt er að þýsk útilokunarmenning verði ráðandi á meginlandi álfunnar. Bretar standa mun framar en ESB í bólusetningum, hafa bólusett yfir 80 prósent fullorðinna.
Þýsk valdhyggja verður ráðandi í ríkjum ESB næstu misserin. Hér heima krefjast Viðreisn og Samfylkingin að við sækjum um aðild að sæluríkinu fyrir austan.
![]() |
70% fullorðinna bólusett í ríkjum ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 27. júlí 2021
Gulli utanríkis: EES-samningurinn er ónýtur
Við þurfum að semja upp á nýtt við Evrópusambandið enda erum við með lélegri samning, þ.e. EES-samninginn, en t.d. Kanada sem fær fríverslun með fisk þrátt fyrir að vera hvorki í EES-samstarfinu né í sjálfum klúbbnum - Evrópusambandinu.
Efnislega er þetta skoðun Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra þótt hann klæði afstöðu sína í diplómatískt orðalag.
Utanríkisráðherra segir:
ég hef lagt áherslu á er að við fáum ekki lakari markaðsaðgang fyrir fisk og sjávarafurðir en önnur samstarfsríki sem Evrópusambandið á ekki í næstum eins nánu samstarfi við.
og ennfremur:
það hlýtur að vera okkur öllum í hag að sanngirni ríki í viðskiptum okkar í milli.
Sem sagt, EES-samningurinn gefur Íslandi hvorki fríverslun með fisk né er samningurinn sanngjarn.
EES-samningurinn er 25 ára gamall, barn síns tíma. Hann var ætlaður þjóðríkjum á leið inn í Evrópusambandið. Eftir að ljóst varð að hvorki Ísland né Noregur ætluðu inn í ESB var samningurinn orðinn úreltur. Eftir Brexit er EES-samningurinn beinlínis í andstöðu við hagsmuni Íslands. Við eigum til muna meiri og mikilvægari samskipti við Bretland en Evrópusambandið.
Yfirgengileg frekja Evrópusambandsins, t.d. með því að troða 3. orkupakkanum ofan í kok Íslendinga, sýndi svart á hvítu að Brussel telur að EES-samningurinn geri Ísland að hjálendu ESB. Löngu tímabært er að segja upp EES-samningnum.
![]() |
Fer fram á algjöra fríverslun við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 26. júlí 2021
Farsótt slær á átakamenningu
Það ber nýrra við að Ragnar Þór í VR sé ekki tilbúinn í átök. Spurning hvort Gunnar Smári og Anna Sólveig í Eflingu séu sama sinnis. Þau gera út Sósíalistaflokk samhliða verkalýðsfélagi.
Virðingarvert er að Ragnar Þór leggi raunsætt mat á stöðu mála. Orð hans má hafa til marks um viðhorfsbreytingu í samfélaginu er fylgir farsóttinni.
Launþegar eru í þokkalegum málum. Ríkisstjórnin gerði sitt til að draga úr högginu þegar afturkippur kom í efnahagslífið með fyrstu til þriðju bylgju farsóttar. En eru kurlin ekki komin öll til grafar í þeirri fjórðu. Skynsamlegast er að bíða af sér élið.
![]() |
Ekki stemning fyrir átökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. júlí 2021
Frelsi, farsótt og samfélag
Mótmæli eru víða á vesturlöndum gegn sóttvörnum yfirvalda. Það sem ber á milli er frelsi einstaklinga annars vegar og hins vegar ábyrgð yfirvalda á lýðheilsu. Sóttvarnir fela í sér margvíslegar skerðingar á frelsi s.s. útgöngubann, lokanir á atvinnustarfsemi og ferðabann, bæði innanlands og milli ríkja.
Frelsið er einskins virði ef ekki er hægt að ferðast að vild, segir dálkahöfundur Telegraph og grípur þar utan um kjarna málsins, að áliti þeirra sem efast um eða andmæla yfirvöldum.
Séð frá sjónarhóli yfirvalda snýst sóttvörn um þá frumskyldu ríkisvaldsins að verja líf og heilsu borgaranna.
Ráðandi hugmyndir á vesturlöndum um frelsi eru að stofni ættaðar frá upplýsingunni á 18. öld um frelsi til orða og athafana. Útgáfan af þessum frelsishugmyndum, sem flest vestræn ríki búa við, má kenna við frjálslyndi 68-kynslóðarinnar sem kölluð var hippar.
Hippafrelsið felur í sér að sérhver einstaklingur er friðhelgur og hefur fullt leyfi til að skilgreina sjálfan sig á hvern þann veg er honum sýnist og haga sér í samræmi við eigin óskir og hugdettur. Hlutverk yfirvalda, samkvæmt hippafrelsinu, er að sjá til þess að einstaklingurinn njóti þessa frelsis og fái helst í kaupbæti þægilega innivinnu vel borgaða.
Hippafrelsið virkar í almennri velmegun þegar engin ógn steðjar að. Það er ekki tilviljun að 68-kynslóðin er fædd í eða við lok seinni heimsstyrjaldar. Velferð og velmegun eftirstríðsáranna bjó til þessa kynslóð. Í stríði er ekkert pláss fyrir hippa. Þeir eru skotnir á færi.
Farsóttin sem spratt af Kínaveirunni er ekki stríð. En líkt og stríð er farsóttin tilvistarógn við samfélög sem hún herjar á. Ef yfirvöld tryggja ekki líf og heilsu borgaranna hverfur lögmæti yfirvalda, rétt eins og lögmæti þeirra yfirvalda sem tapa stríði.
Líkur standa til þess að yfirstandandi farsótt hnígi, bæði vegna bólusetninga og þó mest með því að farsóttir eiga sinn líftíma, um 2-4 ár.
Eftir farsótt verða hugmyndir okkar um frelsi breyttar. Stóri meirihlutinn hefur samþykkt og látið yfir sig ganga stórfelldar skerðingar á einstaklingsfrelsi, hippa-útgáfunni, á meðan fámennir hópar mótmælenda halda dauðahaldi í veröld sem var.
Þegar fólk áttar sig á að það eru lífsgæði, s.s. að vera laus við farsótt, sem frjálslynt hippafrelsi veitir ekki, heldur þegnskapur við samfélagsleg gildi á borð við samstöðu og samhjálp, er kominn vísir að nýjum skilningi á frelsi.
Í þessum nýja skilningi á frelsi kemur til sögunnar hugtak sem gleymdist á vegferðinni frá upplýsingunni til 68-kynslóðarinnar. Hugtakið er ábyrgð. Án ábyrgðar er einstaklingsfrelsið einungis leyfi til að haga sér eins og apaköttur. Eins og flestir vita eru apakettir hafðir í búri í siðuðum samfélögum.
![]() |
Sóttvarnaaðgerðum og vottorðaskyldu mótmælt víða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 24. júlí 2021
Brostnar vonir um pólitíska upplausn
Samfylking, Viðreisn og Píratar vonuðust eftir stjórnarkreppu vegna sóttvarna í fjórðu bylgju faraldursins. Katrín og Bjarni eru aftur nógu klókir stjórnmálamenn til að færa ekki stjórnarandstöðunni höfuð ríkisstjórnarinnar á silfurfati kortéri fyrir kosningar.
Allir fá sitt í sóttvarnarpakkanum. Aðgerðasinnar og afskiptaleysissinnar geta hvorir tveggja hrósað sigri sem og breiðfylking meðalhófsmanna.
Án þess að segja það upphátt verður ríkisstjórnin sem heild í framboði til þingkosninganna í september. Undir merkjum þriggja flokka, eins og gefur að skilja. Ríkisstjórnarsamstaða um sóttvarnir er ótvírætt til marks um þann ásetning.
Það þroskamerki lýðræðisins hér á Fróni að þriggja flokka ríkisstjórn, skipuð jafn ólíkum flokkum og Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, skuli sigla þjóðarskútunni í höfn eftir farsæla vertíð.
![]() |
Bylgjan ekki haft áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 23. júlí 2021
Minnisblaðapólitík og lífstíll
Það er ákveðinn lífstíll að spritta sig, bera grímu á almannafæri, stunda vinnu og nám heima hjá sér og hitta helst ekki fólk í kjötheimum, aðeins á skjánum. Bónus við þennan lífstíl er að fólk getur talið sér trú um að hann bjargi öðrum, gefi líf og heilsu. Svipað og að gefa blóð.
Svo eru aðrir meira fyrir þann lífstíl að láta skeika sköpuðu. Lífinu fylgir áhætta. Röskun á daglegu lifi megi ekki leyfa nema að yfirvofandi sé bráðahætta.
Í þriðja lagi er það lífstíll meðalhófs sem reynir að feta einstigið á milli hinna tveggja.
Þá er gott að fá minnisblað frá lögmætu yfirvaldi með gnótt pólitískt kapítal í sérgreindum málaflokki sem leggur til að þessar og hinar ráðstafanir séu gerðar í nafni lýðheilsu.
Minnisblaðapólitík er ráðandi. Sést best á því að samanlögð stjórnarandstaðan steinþegir með öndina í hálsinum og bíður eftir tvennu. Í fyrsta lagi að minnisblaðið verði opinberað og í öðru lagi hvort og hvernig landsstjórnin ætlar innleiða efnisatriði blaðsins.
Meðalhófið er vandratað.
![]() |
Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 22. júlí 2021
Sálfræði, farsótt og pólitík
Stór hluti þjóðarinnar er bólusettur við Kínaveirunni. Í fjórðu bylgju veirunnar er ekki ljóst hvort og hvernig eigi að bregðast við. Það er ekki til nein uppskrift. Á þessa leið mælist Katrínu forsætis í viðtali við Fréttablaðið.
Arnar Pálsson erfðafræðingur útskýrir í Kjarnanum hvers vegna bólusett þjóð sé útsett fyrir fjórðu bylgjuna. Stutta svarið er að bóluefni veita í kringum 80 prósent vörn við smiti annars vegar og hins vegar að þeir sem sýkjast verða minna veikir en óbólusettir.
Fyrir leikmann hljómar þetta eins og fjórða bylgjan sé álíka hættuleg og skæð vetrarflensa. Og ekki eru hafðar uppi samfélagsvarnir gegn árlegri flensu.
En málið er ekki svona einfalt. Sálfræði sóttvarna á tíma Kínaveiru gengur út á að veirunni beri að útrýma. En það er óvart ekki hægt, sbr. viðtalið við Arnar Pálsson. En það má heldur ekki gera ekki neitt, samkvæmt sömu sálfræði.
Við sitjum uppi með mótsögn. Það má ekki sitja með hendur í skauti en engar ráðstafanir eru nægar til að ná yfirlýstu markmiði - að útrýma veirunni sem sífellt sýnir sig í nýjum afbrigðum.
Til að bæta gráu ofan á svart koma menn eins og Birgir forstjóri Play og heimta að ríkisstjórnin ákveði framtíðina í farsóttarheimi. En það er heldur ekki hægt. Það er miklu stærra helvítis fokk út í heimi en á Fróni út af veiruskrattanum.
En svo vill til að það er hægt að leysa mótsögnina, góðu heilli, og finna lausn sem bæði er sanngjörn, málefnaleg m.t.t. aðstæðna og hófleg. Lausnin liggur í málamiðlun. Að grípa til ráðstafana við landamærin, eins og þegar hefur verið gert, og setja reglur innanlands sem stemma stigu við fjórðu bylgjunni.
Hverjar eiga þær reglur að vera? Tja, það er pólitískt úrlausnarefni.
![]() |
Kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda í faraldrinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 21. júlí 2021
Krónan staðfestir: EES-samningurinn er ónýtur
EES-samningurinn er tæplega 30 ára gamall, ætlaður þjóðum á leið í Evrópusambandið. Í dag eru það 3 smáríki, Ísland, Noregur og Liechtenstein, sem eiga aðild að samningnum á móti ESB. Bretum datt ekki í hug að ánetjast samningnum eftir útgöngu úr ESB með Brexit.
EES er vasaútgáfa af inngöngusamningi í Evrópusambandið. Ísland hætti við aðild að ESB áramótin 2012/2013 í tíð vinstristjórnar Jóhönnu Sig. Það er ekki pólitískur vilji til að Ísland gangi í ESB. Eftir Brexit er það pólitískur ómöguleiki.
Stefna verslunarkeðjunnar Krónunnar gegn íslenska ríkinu er á grunni EES-samningsins. Krónan telur sig eiga bætur inni hjá almenningi, ríkissjóði, vegna þess að ítrustu ákvæði EES voru ekki nýtt til að flytja inn í landið evrópska iðnaðarvöru undir merkjum landbúnaðar s.s. egg, kjöt og mjólkurvörur.
Líkt og aðrar þjóðir standa Íslendingar vörð um innlenda matvælaframleiðslu. Málssókn Krónunnar sýnir að innan ramma EES-samningsins er ekki hægt að gæta innlendra hagsmuna gagnvart útlöndum.
EES-samningnum á að segja upp strax. Samningurinn er óboðlegur fullvalda ríki.
![]() |
Krónan fer fram á milljarð í bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 20. júlí 2021
Skaðræðisfrétt RÚV
Heimilisfastur samfylkingarmaður, Eiríkur Bergmann, var leiddur fram í hádeginu af hagsmunahópnum á Efstaleiti til að segja þetta:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi nánast tekið sér stöðu í stjórnarandstöðu í málinu. Með ummælum sínum í fjölmiðlum þá lýsi hún í raun andstöðu við ákvörðun eigin ríkisstjórnar.
Fréttin er búin til, hönnuð, til að valda pólitískum usla.
Það er engin frétt að samfylkingarmaður telji ríkisstjórnina loga í ófriði og að stjórnarkreppa sé á næsta leiti.
Lausaganga hagsmunahópsins á Efstaleiti er til óþurftar fyrir land og lýð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 20. júlí 2021
Ópólitískar sóttvarnir
Íslendingum var það til heilla í fyrri bylgjum Kínaveirunnar að sóttvarnir voru hér minna pólitískar en víða á vesturlöndum. Líkt og eðlilegt er var hér umræða um hversu langt ætti að ganga í sóttvörnum og sýndist fólki ýmist of eða van.
Þrátt fyrir umræðu gerðu pólitísk öfl það ekki að stórmáli hvernig haga skyldi veiruvörnum. Skotfæri eru þó næg. Það er enn óvissa um veiruna og afleiðingar hennar. Almennt er það línan á vesturlöndum að lýðheilsa sé í forgangi en efnahagslegir hagsmunir víkja.
Meðfram beinum áhrifum veiru og sóttvarna á lýðheilsu og efnahag eru umræðukimar, að ekki sé sagt samsæriskenningar, um óbeinar afleiðingar. Talað er um sérfræðiveldi er taki völdin af stjórnvöldum, að bóluefni séu ýmist lífshættuleg eða hluti af heimssamsæri um hugarstjórnun myrkra afla. Fleira í sama dúr, sumt innan skynsemismarka og annað handan þeirra, er til umræðu þar sem meira og minna allir geta tekið til máls - og það er misjafn sauður í mörgu fé.
Úr öllu þessu má gera pólitík á kosningaári, séu menn nógu ósvífnir. En það má líka temja sér hófstillingu og yfirvegun. Meiri líkur en minni eru á því að kjósendur verðlauni í september skynsemi fremur en yfir- og undirboð í sóttvörnum.
![]() |
44 smit greindust 38 innanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)