IKEA og hugarfar samtaka verslunar og þjófnaðar

Efnahagsmál eru fátt meira en niðurstaða óteljandi ákvarðana á markaði, auk atriða sem ekki eru færi mannsina að ákveða s.s. náttúruhamfara.

Ákvörðun IKEA um lækkun vöruverðs um 2,8 prósent vegna sterkari krónu hefði getað farið eins og flestar slíkar ákvarðanir - fyrir ofan garð og neðan.

Ástæðin fyrir því að ákvörðun IKEA varð stærri en efni stóðu til er að hún varpaði ljósi á samtök verslunar og þjófnaðar hér á landi sem selja sjónvörp á 103% hærra verði en þau fást í Danmörku.


mbl.is Markaðurinn tók undir með IKEA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkir boða enn á ný til kosninga

Erlendir fjölmiðlar segja þær fréttir að gríska ríkisstjórnin sé fallin. Alexi Tsipras forsætisráðherra ætlar að segja af sér og boða til nýrra kosninga.

Evru-kreppan í Grikklandi er orðin að rótföstu vandamáli í pólitíska kerfinu sem ekki heldur úti ríkisstjórn nema í nokkra mánuði í senn og helst með þjóðaratkvæðagreiðslu á milli.

 


Pólitískur rétttrúnaður veldur lýðræðiskreppu

Í lýðræðisríki eiga áherslur stjórnvalda að endurspegla vilja almennings. Ef gjá er staðfest milli þjóðar og þings er það þingið, eða meirihluti þess, sem verður að víkja, líkt og við þekkjum hér á landi í Iceasave-málinu.

Í Svíþjóð er allt opinbera kerfið, bæði stjórnmálaflokkar og ríkisvald, innstillt inn á það að Svíþjóðardemókratar skuli ekki njóta þeirra áhrifa í samfélaginu sem fylgi flokksins gefur tilefni til.

Sænskur almenningur lætur ekki bjóða sér pólitískan rétttrúnað valdastéttarinnar og eykur stuðninginn við Svíþjóðardemókratana.


mbl.is Svíþjóðardemókratar stærstir í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullveldið og hverjum við treystum fyrir því

Án fullveldis og eigin gjaldmiðils værum við einhvers staðar á milli Grikklands og Írlands í efnahagslegum skilningi. Við værum bónbjargarfólk í eigin landi.

Það liggur fyrir að ,,[e]kk­ert ríki í Evr­ópu muni sjá jafn­mikl­ar breyt­ing­ar á rík­is­fjár­mál­un­um á jafn­skömm­um tíma og Íslend­ing­ar eru að fara að upp­lifa," eins og segir í fréttinni. Erlendir aðilar staðfesta hagtölurnar í bókum fjármálaráðherra.

Fullveldisríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur hornstein að efnahagslegri velmegun þjóðarinnar til framtíðar. Sá hornsteinn yrði fljótur að molna ef við kysum yfir okkur liðið sem kyrjar í síbylju ,,ónýta Ísland" og leggur sig fram um að slagorðið verði að áhrínisorðum. Gleymum því ekki.


mbl.is Afgangur og skuldahreinsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtök verslunar og þjófnaðar

Raftæki eru dýrust á Íslandi í allri Evrópu, þótt opinberar álögur séu hér alls ekki hærri en til dæmis í Danmörku.

Verslunin hér á landi kemst í krafti fákeppni upp með að okra á okkur.

Það er mergurinn málsins.

 


mbl.is Sjónvarp tvöfalt dýrara hér en í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nató hugsar eins og Marx

Nató er búið að innbyrða nær öll ríki sem áður voru í Varsjárbandalaginu, en það hernaðarbandalag lagði upp laupana með kommúnismanum fyrir aldarfjórðungi. Nató vill meira.

Nató tileinkar sér greiningu Marx á þeim hlutlægu skilyrðum sem skulu vera fyrir hendi til að ný hugmyndafræði nái fram að ganga. Marx skrifar í þýsku hugmyndafræðinni

Empírískt getur nató-ismi aðeins orðið mögulegur þegar ríkjandi þjóðir samtímis tileinka sér samfélagspólitík nató-isma.
(Empirically, communism is only possible as the act of the dominant peoples “all at once” and simultaneously, which presupposes the universal development of productive forces and the world intercourse bound up with communism.)

Og hvað er Nató-ismi, sem hér að ofan er jafnsettur kommúnisma? Jú, nató-ismi er þegar allar þjóðir viðurkenna nauðsyn þess að ganga í Nató.

Ef frásögnin væri úr ævintýri H.C. Andersen ætti barnið Ísland að spyrja: ef allar þjóðir eru í einu hernaðarbandalagi, hver er þá óvinurinn?

 


Evru-ríkin dreymir um Ísland

Evru-ríkin getur aðeins dreymt um íslenskan efnahagsbúskap með hagvexti og lágu atvinnuleysi, segir viðskiptaféttaveitan Bloomberg.

Evru-ríkin eru í varanlegri kreppu og gjaldmiðlasamstarfið mun springa vegna pólitískrar reiði sem kreppan veldur, segir Jeremy Warner á Telegraph.

Eina leiðin til að bjarga evru-ríkjunum er að gera þau að sambandsríki eins og Þýskaland, segir Wolfgang Münchau í Spiegel.

ESB-sinnar á Íslandi, sem létu sig dreyma um evru-aðild, búa við stöðuga martröð þegar Ísland er orðið fyrirheitna land evru-ríkjanna.


mbl.is Ísland á leið í hóp þeirra ríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill skuggastjórnandi sigar fjölmiðlum á Sjálfstæðisflokkinn

Egill Helgason er skuggastjórnandi fjölmiðla, samkvæmt því sem segir í fræðigrein Birgis Guðmundssonar í Stjórnmálum og stjórnsýlu.

Skuggastjórnandi setur valin viðfangsefni í brennidepil umræðunnar til að fjölmiðlar fylgi í humátt á eftir. Með því að móta sjónarhorn á fréttaumræðuna er búið að ákveða skilaboð fréttanna.

Skoðanamyndun af þessu tagi er lævís vegna þess að hún er ekki upp á yfirborðinu. Í grein Birgis viðurkenna viðmælendur hans skuggastjórnun Egils.

Nýtt dæmi er hvernig Egill sigar blaðamönnum á Sjálfstæðisflokkinn vegna Úkraínudeilunnar með skýrum skilaboðum um hvernig skuli ,,vinkla" fréttaflutninginn. Fyrsta setning skuggastjórnandans segir:

Um fátt er nú meira rætt en ringulreiðina sem ríkir varðandi utanríkismál innan Sjálfstæðisflokksins.

Þar með er tóninni sleginn og búið til sjónarhorn á fréttir um Úkraínudeiluna og hver áherslan skuli vera; ágreiningurinn í Sjálfstæðisflokknum. Gangi skuggastjórnunin fyrir sig eins og upp er lagt munu önnur sjórnarhorn víkja fyrir línu skuggastjórnandans.

 


Innviðir Grikklands verða þýskir

Þjóðverjar yfirtaka rekstur flugvalla í Grikklandi vegna þess að evran gerir Grikki sjálfa of fátæka að reka innviði landsins.

Útlendingar munu yfirtaka arðbærustu innviði Grikklands og reka á eigin forsendum.

Nýnýlenduvæðing myndi þetta heita í þriðja heiminum.


mbl.is Þjóðverjar taka við rekstri 14 flugvalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eygló með allskonar fyrir aumingja

Eygló Harðardóttir húsnæðisráðherra er með hugmyndir um ,,allskonar fyrir aumingja", segja Samtök leigjenda um fyrirhugaðar breytingar á húsaleigulögum.

,,Allskonar fyrir aumingja" er orðalag um vöggustofusamfélag þar sem ríkið stýrir smæstu málum þegnanna sem landið búa.

Rikisstjórnin ætti að láta það vera að auka vöggustofuvæðingu samfélagsins.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband