Sunnudagur, 14. júní 2015
Evran býr til ruslríki úr Grikklandi
Grikkir þora ekki úr evru-samstarfinu en þeir geta ekki heldur starfað innan myntsamstarfsins. Grískir kjósendur kusu sér ríkisstjórn róttæklinga sem hóta að sprengja upp evru-samstarfið ef ekki verður gengið að kröfum Grikkja um að fá niðurgreidd lífskjör.
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hótar berum orðum að Grikklandi verði vikið úr evru-samstarfinu ef stjórnin í Aþenu fellst ekki á víðtæk inngrip í grísk innanríkismál, s.s. hvernig lífeyrismálum skuli háttað og hve margir opinberir starfsmenn haldi vinnu sinni.
Grikkland er lítilsvirt og smánað og verður það um fyrirsjáanlega framtíð - þökk sé evrunni og ESB-aðild.
![]() |
Fjármagnshöft líkleg í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. júní 2015
Kjaraviðræður voru strandaðar - lögin eru nauðsyn
Lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga voru nauðsyn þegar sem kjaraviðræður skiluðu engri niðurstöðu. Eftir að opinberir starfsmenn höfnuðu leiðsögn samninga ASÍ-SA strandaði samningaferlið.
Forysta opinberra starfsmanna lagið upp með væntingar sem ekki var von til að næðu fram að ganga. Forystan var ekki með varaáætlun sem hægt var að grípa til þegar almennu samningarnir lögðu línurnar.
Nú gefst tími til að meta aðstæður upp á nýtt og finna leið að samkomulagi.
![]() |
Segir lagasetningu niðurlægingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. júní 2015
Icesave hefði kostað 67 milljarða króna
Vinstristjórn Jóhönnu Sig. reyndi í þrígang að þvinga þjóðina til að axla ábyrgðina á Icesave-skuldum fallins einkabaka. Ódýrasta útgáfan, Lee Bucheit-samningarnir, hefðu kostað þjóðina 67 milljarða króna, samkvæmt mati á Vísindavefnum.
Vinstristjórnin tók skakkan pól í hæðina í Icesave-málinu og þjösnaðist áfram og þurfti tvær þjóðaratkvæðagreiðslur til að stöðva flumbruganginn.
Ísland vann Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólnum. Þar með fékkst formlegur dómsúrskurður um að fyrsta hreina vinstristjórnin í sögu lýðveldisins hafði rangt fyrir sér í afdrifaríkasta dómsmáli lýðveldisins.
Ef eitt mál öðrum fremur stöðvaði Brusselför vinstristjórnarinnar þá var það Icesave. Í Icesave kristallaðist staða smáþjóðar gagnvart stórþjóðum. Smáþjóð með fullveldi getur staðið á rétti sínum gagnvart yfirgangi stórþjóða. Innan Evrópusambandsins stendur stendur smáþjóðin illa að vígi. Spyrjið bara Grikki.
![]() |
Hefðu kostað 20 milljörðum meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. júní 2015
Noregur sem verkfallsvopn
Hótun um að flytja frá Íslandi og hefja störf í Noregi er verkfallsvopn hjúkrunarfræðinga - en ekki BHM-liða enda lítil eftirspurn eftir þeim í landi forfeðranna.
Ástæða er til að hvetja sem flesta hjúkrunarfræðinga að hleypa heimdraganum og kynnast norskri þjóð og samfélagi.
Noregur er best í heimi - á eftir Íslandi.
![]() |
Keep calm and heia Norge |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 12. júní 2015
Ríkisstjórnin heggur á hnútinn
Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði voru í uppnámi vegna krafna opinberra starfsmanna um hærri kauphækkanir en launþegar almennt fá. Í annan stað ógnaði verkfall opinberra starfsmanna mikilvægum almannahagsmunum.
Þegar samningaleiðin var þrautreynd heggur ríkisstjórnin á hnútinn og leggur fram lög á verkföllin. Með frumvarpinu eru meiri hagsmunir teknir fram yfir minni.
Til þess höfum við ríkisstjórn, að gæta almannahagsmuna.
![]() |
Sigurður Ingi flytur frumvarpið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 11. júní 2015
Hvort er Jakob raðfantur eða raðauglýsingin mín?
Ef bloggið hér vekur deilur, sem það gerir sjaldnast, má treysta því að blaðamaðurinn Jakob Bjarnar gerir deilunum skil og þó heldur þannig að bloggið líði fyrir.
Máni Pétursson útvarpsmaður er óhress með blogg á þessum vettvangi og skrifar fb-færslu. Jakob Bjarnar rennur á slóðina og bregst ekki frekar en fyrri daginn:
Megn óánægja með Pál Vilhjálmsson sem kennara í Garðabæ
Máni kann að vera magnaður samstarfsmaður Jakobs Bjarnar en hann er ekki ,,megn".
En Jakobi tekst að búa til raðóánægju úr Mána. Snyrtilega gert.
![]() |
Hvernig þekkir þú raðfanta? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. júní 2015
BHM málar sig út í horn
Opinberir starfsmenn geta ekki lagt línuna um kaup og kjör i landinu. Það er ávísun á efnahagslegt stórslys. Raunhagkerfið sker úr um hvað er til skiptanna.
Ef atvinnurekendur semja um hærri laun en reksturinn leyfir fara þeir á hausinn. Ríkið býr ekki við slíkt aðhald og getur ekki leyft sér að fara fram úr raunhagkerfinu.
Nýlegar launahækkanir í raunhagkerfinu eru brattar og BHM býðst að skrifa undir sambærilega samninga.
Kröfur BHM um að fá umframhækkanir standast engin rök. Ef forysta BHM er svo skyni skroppin að hún skilur ekki stöðuna þá verður að setja lög á verkfallið.
![]() |
Lög eru versta niðurstaðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 10. júní 2015
Femínisminn fellur á eigin bragði - tilfellið Hildur L.
Ein algengasta baráttuaðferð femínista er að finna dæmi um kvenfyrirlitningu, vekja athygli á dæminu og segja það sýna hve karllægt samfélag komi illa fram við konur. Hildur Lillendahl notaði þessa aðferð kerfisbundið í verkefninu ,,Karlar sem hata konur" og hlaut lof fyrir frá femínistum.
Hildur er margverðlaunaður femínisti. Í starfi sínu í þágu femínisma skýtur Hildur stundum yfir markið, stundum reyndar svo langt að hún er eiginlega ekki á vellinum þegar hún tekur skotið.
Þegar svo ber undir,t.d. þegar hún óskar sér að nauðga konu með tjaldhæl eða fullyrðir að sjómenn séu drykkfelldir ofbeldismenn sem berji konur, heyrist fjarska lítið frá femínistum. Það er eins og femínistar hugsi með sér 'æi, nú stendur illa á hjá Hildi, blessaðri.'
Aðrir benda á að skot Hildar yfir markið séu engin tilviljun og ekki misskilningur heldur hluti af hugmyndafræði femínismans. Jafnvel eru til þeir femínistar sem stíga opinberlega fram og segja hingað og ekki lengra: ég er ekki lengur femínisti.
En þorri femínista þegir. Og bíður eftir því að Hildur finni nýtt dæmi um skelfilega kvenfyrirlitningu í karllægum heimi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10. júní 2015
Katrín vill svipu, Karl kylfu
Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingar vill svipu með sinni gulrót en Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins kylfu með kanínufóðrinu.
Þá er að setja sér fyrir sjónir að þau Katrín og Karl, hvort í sínu lagi, auðvitað, hitti erlendu kröfuhafana.
Hvort ætli gagnaðist þjóðinni betur?
![]() |
Töluðu um svipur og gulrætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. júní 2015
Opinberir starfsmenn: aumingjar eða hysknir?
Ef ekki er hægt að útskýra tvöfalt meiri fjarveru opinberra starfsmanna en starfsfólks í einkageiranum með breytum eins og aldri eða kyni liggur beint við að álykta að annað tveggja eru þeir heilsulitlir vesalingar eða svikulir.
Hvort heldur sem er geta opinberir starfsmenn ekki farið fram á sömu laun og starfsfólk á almennum vinnumarkaði.
Aumingjagæska leiðir til ófarnaðar með líkum hætti og í orðtakinu um að kálfurinn launi ekki ofeldið.
Til að stemma stigu við aumingjavæðingunni er nærtækt að setja á fót launakerfi hjá hinu opinbera sem verðlaunar iðna starfsmenn - t.d. þá sem mæta í vinnu.
![]() |
Veikindi tvöföld hjá hinu opinbera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)